Sigurður Mikael Jónsson

Nýjustu greinar eftir höfund

Innflutningur átjánfaldaðist vegna Costco

Berjaæði rann á Íslendinga eftir opnun Costco í Kauptúni í maí í fyrra. Innflutningur á bandarískum jarðarberjum fór úr 26 tonnum árið 2016 í 465 tonn í fyrra. Driscoll's-jarðarberin hafa verið ein vinsælasta vara verslunarinnar.

Námsmenn taka séns með ofvirknilyfjum

Ný rannsókn sýnir að tæp 7 prósent framhaldsnema við Háskóla Íslands hafa misnotað örvandi lyfseðilsskyld lyf. Ávísun metýlfenídats jókst um 13 prósent í fyrra. Stundum engar skýringar að fá frá læknum sem eru stórtækir í ávísunum.

Fjárreiður og rekstur Vatnajökulsþjóðgarðs sætir úttekt

Framúrkeyrsla frá samþykktri rekstraráætlun Vatnajökulsþjóðgarðs í fyrra gerði það að verkum að umhverfisráðuneytið óskaði eftir úttekt á rekstri og fjárreiðum þjóðgarðsins. Framkvæmdastjóri sinnti ekki upplýsingaskyldu sinni.

RÚV seldi kostaða dagskrárliði fyrir 158 milljónir í fyrra

Ríkisútvarpið hafði 158 milljónir í tekjur í fyrra af seldum kostunum á dagskrárefni. Nýtir sér reglulega undanþágur frá lögum sem banna öflun tekna með kostunum. Á meðal dagskrárliða sem kostaðir voru í fyrra var Söngvakeppnin.

Nálaskiptaprógamm fanga gæti reynst snúið

Starfshópur um aðgerðir gegn kynsjúkdómum leggur til að fangar fái aðgang að nálum, sprautum og smokkum sér að kostnaðarlausu. Fangelsismálastjóri kveðst opinn fyrir öllum tillögum þó sumar geti reynst snúnar í framkvæmd.

Sjá meira