Strætó setur nærri 900 milljónir í rafmagnsvagna Kaupverð hvers hinna nýju vagna er um 56-58 milljónum króna. 16.2.2018 06:00
HS Orka vill virkja vindinn og áformar rannsókn á Reykjanesi Sótt hefur verið um leyfi fyrir allt að 80 metra háu rannsóknarmastri á Reykjanesi. Myndi standa í eitt til tvö ár til að meta fýsileika þess að reisa vindorkuver á svæðinu. 15.2.2018 06:00
Innflutningur átjánfaldaðist vegna Costco Berjaæði rann á Íslendinga eftir opnun Costco í Kauptúni í maí í fyrra. Innflutningur á bandarískum jarðarberjum fór úr 26 tonnum árið 2016 í 465 tonn í fyrra. Driscoll's-jarðarberin hafa verið ein vinsælasta vara verslunarinnar. 8.2.2018 08:00
Veitur í gáma vegna myglu Grunsemdir um myglu vöknuðu síðastliðið haust og var húsnæðið rýmt. 8.2.2018 07:15
Námsmenn taka séns með ofvirknilyfjum Ný rannsókn sýnir að tæp 7 prósent framhaldsnema við Háskóla Íslands hafa misnotað örvandi lyfseðilsskyld lyf. Ávísun metýlfenídats jókst um 13 prósent í fyrra. Stundum engar skýringar að fá frá læknum sem eru stórtækir í ávísunum. 7.2.2018 07:00
Framkvæmdastjórinn fagnar úttekt á fjárreiðum þjóðgarðsins Framkvæmdastjóri Vatnajökulsþjóðgarðs segir að um 70 milljóna framúrkeyrslu að ræða. 7.2.2018 06:00
Lítið að gera í hraðhleðslunni ON hóf gjaldtöku á hraðhleðslustöðvum sínum 1. febrúar. 6.2.2018 11:00
Fjárreiður og rekstur Vatnajökulsþjóðgarðs sætir úttekt Framúrkeyrsla frá samþykktri rekstraráætlun Vatnajökulsþjóðgarðs í fyrra gerði það að verkum að umhverfisráðuneytið óskaði eftir úttekt á rekstri og fjárreiðum þjóðgarðsins. Framkvæmdastjóri sinnti ekki upplýsingaskyldu sinni. 6.2.2018 06:00
RÚV seldi kostaða dagskrárliði fyrir 158 milljónir í fyrra Ríkisútvarpið hafði 158 milljónir í tekjur í fyrra af seldum kostunum á dagskrárefni. Nýtir sér reglulega undanþágur frá lögum sem banna öflun tekna með kostunum. Á meðal dagskrárliða sem kostaðir voru í fyrra var Söngvakeppnin. 5.2.2018 06:00
Strætó lækkar aldursmörk fyrir eldriborgaraafslátt aftur í 67 ár Stjórn Strætó bs. ákvað á fundi sínum í gær að færa aldursmörk fyrir eldriborgaraafslátt fyrirtækisins aftur niður í 67 ár úr 70 árum. Heiða Björg Hilmisdóttir, stjórnarformaður Strætó bs., segir að stjórnin hafi verið sammála um að breytingin væri sanngjörn og hún mun koma til framkvæmda strax. 3.2.2018 07:00