Netflix hljóðbókanna opnað í dag á Íslandi Sigurður Mikael Jónsson skrifar 20. febrúar 2018 07:00 Stefán Hjörleifsson, framkvæmdastjóri Storytel á Íslandi. VÍSIR/ERNIR „Storytel er leiðandi hljóðbókaveita í Evrópu og við byrjum með nokkur hundruð íslenska titla, bæði titla sem ekki hafa komið út áður á íslensku og eldri titla, og einnig yfir 30 þúsund enskar hljóðbækur,“ segir Stefán Hjörleifsson, framkvæmdastjóri Storytel á Íslandi, sem verður formlega opnað í dag. Storytel er sænskt fyrirtæki með yfir hálfa milljón áskrifenda í níu löndum og hefur verið lýst ýmist sem eins konar Netflix eða Spotify fyrir bækur. Ísland verður tíunda landið sem fær aðgang að Storytel en þar greiða notendur mánaðarlegt gjald fyrir ótakmarkaðan aðgang að hljóð- og rafbókum Stefán segir hljóðbækur ekki hafa náð flugi á Íslandi af ýmsum ástæðum en Storytel sé af annarri stærðargráðu en áður hafi þekkst hér. Markaðsrannsóknir sýni að Íslendingar vilja geta hlustað á íslenskar hljóðbækur og þeirri eftirspurn ætli Storytel á mæta. „Þetta fer allt í gegnum smáforrit og verður því aðgengilegt og byggir á áskriftarmódeli. Við höfum aldrei haft það áður. Notendur munu geta prófað 14 daga frítt og borga svo eitt gjald á mánuði og hlustað á allar þessar bækur í þjónustunni. Þá er um að ræða nýjar tekjur fyrir rétthafa og höfunda sem munu fá greitt af því sem hlustað er á.“ Stefán segir að áskriftin muni kosta 2.690 krónur á mánuði, sem er heldur minna en til stóð fyrst en fyrirtækið ætlar að taka á sig virðisaukaskattinn í von um að stjórnvöld svari kallinu um afnám skattsins á bækur. Raddfagrir fá tækifæri Úrval íslenskra hljóðbóka verður aukið verulega á næstu árum og mun útgáfuarmur Storytel framleiða um eina bók á dag auk þess sem þjónustan stendur öðrum útgefendum til boða, innlendum sem erlendum, sem vilja koma efni sínu á framfæri. „Við erum búin að tryggja okkur réttinn á meira og minna öllum hljóðbókum sem til eru á Íslandi. Síðan höfum við setið við undanfarna mánuði og framleitt tugi bóka sem aldrei hafa komið út. Síðan, þegar fram líður, munum við framleiða 250-300 bækur á ári.“ Auk íslenskra titla verður í nánustu framtíð einnig hægt að nálgast þarna þýdda erlenda titla á íslensku. Tilkoma Storytel gæti því þýtt uppgrip hjá leikurum og raddfögrum við að lesa allar þessar bækur þegar framleiðslan verður komin á fullt. „Já, loksins getum við boðið upp á alvöru vinnu fyrir leikara í þessu. Við höfum verið að gefa út kannski tíu hljóðbækur út á ári undanfarin ár. En nú erum við komin með þrjú stúdíó sem eru þétt setin og leikarar koma hér og lesa.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Sjá meira
„Storytel er leiðandi hljóðbókaveita í Evrópu og við byrjum með nokkur hundruð íslenska titla, bæði titla sem ekki hafa komið út áður á íslensku og eldri titla, og einnig yfir 30 þúsund enskar hljóðbækur,“ segir Stefán Hjörleifsson, framkvæmdastjóri Storytel á Íslandi, sem verður formlega opnað í dag. Storytel er sænskt fyrirtæki með yfir hálfa milljón áskrifenda í níu löndum og hefur verið lýst ýmist sem eins konar Netflix eða Spotify fyrir bækur. Ísland verður tíunda landið sem fær aðgang að Storytel en þar greiða notendur mánaðarlegt gjald fyrir ótakmarkaðan aðgang að hljóð- og rafbókum Stefán segir hljóðbækur ekki hafa náð flugi á Íslandi af ýmsum ástæðum en Storytel sé af annarri stærðargráðu en áður hafi þekkst hér. Markaðsrannsóknir sýni að Íslendingar vilja geta hlustað á íslenskar hljóðbækur og þeirri eftirspurn ætli Storytel á mæta. „Þetta fer allt í gegnum smáforrit og verður því aðgengilegt og byggir á áskriftarmódeli. Við höfum aldrei haft það áður. Notendur munu geta prófað 14 daga frítt og borga svo eitt gjald á mánuði og hlustað á allar þessar bækur í þjónustunni. Þá er um að ræða nýjar tekjur fyrir rétthafa og höfunda sem munu fá greitt af því sem hlustað er á.“ Stefán segir að áskriftin muni kosta 2.690 krónur á mánuði, sem er heldur minna en til stóð fyrst en fyrirtækið ætlar að taka á sig virðisaukaskattinn í von um að stjórnvöld svari kallinu um afnám skattsins á bækur. Raddfagrir fá tækifæri Úrval íslenskra hljóðbóka verður aukið verulega á næstu árum og mun útgáfuarmur Storytel framleiða um eina bók á dag auk þess sem þjónustan stendur öðrum útgefendum til boða, innlendum sem erlendum, sem vilja koma efni sínu á framfæri. „Við erum búin að tryggja okkur réttinn á meira og minna öllum hljóðbókum sem til eru á Íslandi. Síðan höfum við setið við undanfarna mánuði og framleitt tugi bóka sem aldrei hafa komið út. Síðan, þegar fram líður, munum við framleiða 250-300 bækur á ári.“ Auk íslenskra titla verður í nánustu framtíð einnig hægt að nálgast þarna þýdda erlenda titla á íslensku. Tilkoma Storytel gæti því þýtt uppgrip hjá leikurum og raddfögrum við að lesa allar þessar bækur þegar framleiðslan verður komin á fullt. „Já, loksins getum við boðið upp á alvöru vinnu fyrir leikara í þessu. Við höfum verið að gefa út kannski tíu hljóðbækur út á ári undanfarin ár. En nú erum við komin með þrjú stúdíó sem eru þétt setin og leikarar koma hér og lesa.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Sjá meira