Nýársspá Siggu Kling – Tvíburinn: Þú færð stöðuhækkun seinnipart árs Elsku Tvíburinn minn, það fer nú oft í taugarnar á þér svona óveður og svartnætti eins og er oft á landinu okkar góða, en það er eins og þú sért búinn að koma þér upp tækni til að útiloka veðrið og myrkrið og eins er mjög mikilvægt þú útilokir svartsýni því hún veldur bara kvíða. 4.1.2019 09:00
Nýársspá Siggu Kling – Bogmaðurinn: Haustið eykur hag þinn og heppni Elsku Bogmaðurinn minn, þó þér finnist hlutirnir standa í stað í janúar er það bara lognið á undan góða storminum því þetta ár mun þyrla upp öflugri tilfinningum, meiri ást, væntumþykju og vernd heldur en þig óraði fyrir þú ættir til. 4.1.2019 09:00
Nýársspá Siggu Kling – Krabbinn: Upplifir stórkostlegar breytingar Elsku Krabbinn minn, það er hægt að segja þú sért heilt ævintýri og þetta er árið sem styrkir stöðu þína og hjálpar þér að láta ævintýrin þín verða að veruleika. 4.1.2019 09:00
Nýársspá Siggu Kling – Nautið: Þú átt það svo skilið að búa í höll Elsku Nautið mitt, það er að ganga í garð bæði spennandi og óvenjulegt ár, þú finnur kraftinn streyma til þín strax í byrjun janúar, tekur ákvarðanir sem þú stendur ótrauður við, og ef þú værir á veðhlaupabraut myndir þú veðja á réttan hest nákvæmlega í janúar eða febrúar, það er tíminn til að spenna bogann hærra en þú bjóst við og þú skýtur jafnvel hærra en þú miðaðir á. 4.1.2019 09:00
Nýársspá Siggu Kling – Meyjan: Átt eftir að þróa andlegu orkuna þína í sumar Elsku Meyjan mín þú et með ótrúlega orku yfir þér sem er að heilsa þér á þessu nýja ári, en fyrsti mánuðurinn gefur þér boxhanska og sá næsti á eftir sýnir þér hvernig á að nota þá. 4.1.2019 09:00
Nýársspá Siggu Kling – Fiskurinn: Púslin raðast upp í sumar Elsku Fiskurinn minn, þér gæti fundist þú vera andsetinn svo margt er búið að fara í taugarnar á þér, gera þig pirraðan og koma þér í tilfinningalegt ójafnvægi. Þessi orka mun svo aldeilis breytast núna í janúar, því þú veist alveg hvernig þú ferð að því að henda álaginu af þér og taka lífinu léttar. 4.1.2019 09:00
Nýársspá Siggu Kling – Vogin: Lætur ekki lengur smáatriði slá þig út af laginu Elsku Vogin mín, það eru svo ótrúleg tímabil sem skjóta upp kollinum og maður getur orðið svo pirraður, reiður og ekki skilja að allt sé ekki að ganga vel, en þegar þú getur horft tilbaka og þakkað fyrir suma þessara erfiðleika, sérðu að þeir gera þig að þeirri góðu manneskju sem þú ert í dag. 4.1.2019 09:00
Nýársspá Siggu Kling – Vatnsberinn: Þarft að hafa minna fyrir því á þessu ári af afla peninga Elsku Vatnsberinn minn, það hefur aldrei gerst áður að þú sért síðasta merkið sem ég spái fyrir, því það er eitthvað svo auðvelt að skoða þitt merki með þína miklu aðlögunarhæfileika. 4.1.2019 09:00
Nýársspá Siggu Kling – Sporðdrekinn: Gefur þér litríki og miklu fleiri tækifæri Elsku Sporðdrekinn minn, þú ert að fara á margfalt betra ár en það síðasta var þér og þó það hafi verið erfitt lagði það góðar undirstöður fyrir þetta nýja ár, svo vertu þakklátur fyrir það. 4.1.2019 09:00
Jólaspá Siggu Kling – Tvíburinn: Ástarmálin geta orðið mjög fjölbreytileg Elsku Tvíburinn minn, þú ert skörp heillandi manneskja og eins litrík og regnboginn sjálfur. Það þarf bæði rigningu og sól til að regnboginn birtist, svo temdu þér að dansa í rigningunni og faðma sólina. 7.12.2018 09:00