Fréttamaður

Samúel Karl Ólason

Samúel Karl er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Árangur Repúblikana skekur Demó­krata­flokkinn

Demókratar hafa áhyggjur af því að niðurstöður ríkisstjórakosninga í Virginíu gefi til kynna að þingkosningarnar á næsta ári muni reynast flokknum erfiðar. Ríkisstjóri Virginíu, sem er Demókrati, tókst ekki að halda embættinu og það þrátt fyrir að Joe Biden, forseti, hafi sigrað Donald Trump með tíu prósentustigum í Virginíu í fyrra.

Tennisstjarna sakar einn æðsta embættismann Kína um nauðgun

Tenniskonan Peng Shuai hefur sakað fyrrverandi aðstoðarforsætisráðherra Kína og fyrrverandi meðlim í forsætisnefnd Kommúnistaflokks Kína (Politburo) um að hafa brotið á sér kynferðislega. Maðurinn heitir Zhang Gaoli og var í Politburo frá 2012 til 2017 en ásökunin var fljótt fjarlægð af netinu.

Age of Empires 4: Ef það er ekki bilað, ekki breyta því

Framleiðendum Age of Empires IV tókst að gera svolítið sem hefur reynst mörgum erfitt í gegnum árin. Það er að gera nýjan leik í gamalli og gífurlega vinsælli leikjaseríu og takast það vel. Age of Empires IV er mögulega betri en AoE2.

Queens taka aftur tangó

Stelpurnar í Queens ætla að snúa bökum saman í kvöld og spila samspilunarleikinn Operation Tango. Í honum þurfa þær að setja sig í spor alþjóðlegra njósnara sem þurfa að leysa hin ýmsu verkefni.

Blatter og Platini ákærðir í Sviss

Sepp Blatter og Michel Platini, fyrrverandi forsetar FIFA og UEFA, hafa verið ákærðir af saksóknurum í Sviss. Ákvörðun um að ákæra þá byggir á sex ára rannsókn á greiðslu tveggja milljóna svissneskra franka frá FIFA til Platini.

Vampírur bætast við söguheim Marvel

Sony birti í dag nýja stiklu kvikmyndarinnar Morbius. Hún fjallar um lækni sem glímir við alvarleg veikindi og stendur í umfangsmikilli leit að lækningu. Sú leit endar í stuttu máli á því að Dr. Michael Morbius verður að vampíru.

Sigldu á ó­þekkt neðan­sjávar­fjall

Kafbátnum USS Connecticut var siglt á neðansjávarfjall sem hafði aldrei verið kortlagt. Minnst tólf sjóliðar slösuðust og kjarnorkukafbáturinn skemmdist töluvert þegar honum var siglt á fjallið í grennd við Suður-Kínahaf í upphafi síðasta mánaðar.

Mannskæð árás á sjúkrahús í Afganistan

Minnst nítján eru látnir og 50 særðir eftir árás á hersjúkrahús í Kabúl í Afganistan í dag. Fregnir bárust í morgun af sprengingum og skothríð við Sardar Daud Khan sjúkrahúsið. Í kjölfar þess hafa fregnir borist af skotbardögum á lóð sjúkrahússins.

Sjá meira