Sjáðu þegar kveikt var á jólakettinum í beinni útsendingu Kveikt var á jólakettinum á Lækjartorgi í kvöld og boðar það upphaf jólastemningarinnar í miðborg Reykjavíkur. Það var gert í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2. 19.11.2021 20:51
Fara í víðtæka skimun á Dalvík Smituðum hefur fjölgað töluvert í umdæmi Lögreglunnar á Norðurlandi eystra. 29 greindust smitaðir í gær og þar af 23 á Dalvík og í Dalvíkurbyggð. Til stendur að fara í víðtæka skimun á Dalvík á mánudaginn. 19.11.2021 20:17
Rittenhouse sýknaður af öllum ákærum Kyle Rittenhouse hefur verið sýknaður af því að skjóta tvo menn til bana og særa þann þriðja. Kviðdómur í Kenosha í Bandaríkjunum lýsti þessu yfir nú fyrir skömmu. 19.11.2021 18:18
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Ísland er eftirbátur allra hinna Norðurlandanna þegar kemur að framlögum til heilbrigðisþjónustunnar - sérstaklega öldrunarþjónustu. Næstum því fjórum sinni fleiri liggja inni á spítalanum í bið eftir plássi á hjúkrunarheimili heldur en þeir sem liggja þar inni með Covid. 19.11.2021 18:06
Saka Lúkasjenka um að flytja fólk aftur að landamærunum Yfirvöld í Póllandi segja Hvít-Rússa flytja farand- og flóttafólk í trukkum aftur að landamærum ríkjanna. Verið sé að reyna að þvinga fólkið til að gera tilraun til að fara yfir landamærin. Það gerðist nokkrum klukkustundum eftir að Hvít-Rússar rýmdu búðir fólks nærri landamærunum í gær og virtust flytja fólkið á brott. 19.11.2021 18:00
Átján þúsund strandaðir vegna flóðanna Um það bil átján þúsund manns eru strandaðir vegna gífurlegra flóða í Bresku-Kólumbíu í Kanada. Þar af einhverjir á fjöllum en vegir, brýr og hús eyðilögðust í flóðum og aurskriðum í fylkinu eftir að óveður fór þar yfir um síðustu helgi. 18.11.2021 23:13
Kristján Þór og Gunna Dís hætt saman Kristján Þór Magnússon og Guðrún Dís Emilsdóttir, betur þekkt sem fjölmiðlakonan Gunna Dís, eru sögð vera að skilja. Kristján Þór er sveitarstjóri í Norðurþingi en Gunna Dís er á leið til Reykjavíkur aftur. 18.11.2021 22:08
Söfnuðu hundrað þúsund krónum fyrir Píeta með bragðarefnum Gústa Jr. Ísbúðin Háaleiti og Ágúst Beinteinn, sem gengur undir nafninu Gústi B, söfnuðu hundrað þúsund krónum fyrir Píeta samtökin með sölu bragðarefsins Gústa Jr. sem hófst um síðustu helgi. 18.11.2021 21:31
Sagði Arbery ekki hafa ógnað sér áður en hann miðaði á hann Travis McMichael, sem skaut Ahmaud Arbery til bana, sagði við vitnaleiðslur í dag að Arbery hefði ekki ógnað sér á nokkurn hátt, áður en hann miðaði haglabyssu á hann. McMichael skaut Arbery í febrúar í fyrra eftir að hann skokkaði í gegnum hverfi sem McMichael bjó í. 18.11.2021 21:00
Mega skoða gögn á síma meints fíkniefnasala Landsréttur staðfesti í vikunni úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu mætti rannsaka gögn á síma manns sem grunaður er um sölu fíkniefna. Dómurinn segir lagaskilyrðum fullnægt og rökstuddur grunur sé fyrir því að eigandi símans sé fíkniefnasali og hafi gerst sekur um brot sem geti varðað fangelsisvist. 18.11.2021 18:33