Fréttamaður

Samúel Karl Ólason

Samúel Karl er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Málshættir og Warzone hjá Babe Patrol

Stelpurnar í Babe Patrol munu taka á því í Warzone í kvöld. Auk þess að stráfella aðra spilara ætla þær að finna nýja málshætti.

Saka hvort annað um lygar og ofbeldi

Lögmenn Johnny Depp sögðu Amber Heard, fyrrverandi eiginkonu hans, vera lygara sem væri heltekin af ímynd sinni. Það gerðu þeir við upphaf réttarhalda í máli þar sem hann hefur sakað hana um að ljúga upp á sig ofbeldi.

Queens: Gestagangur í Undralöndum

Það verður margt um manninn í streymi Queens í kvöld. Dói og SifGaming mæta á svæðið og kíkja með stelpunum á leikinn Tiny Tina’s Wonderlands.

Vaktin: Segir sönnunar­gögn um þjóðar­morð Pútíns hrannast upp

Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, sagðist í daglegu ávarpi sínu í gærkvöldi óttast að Rússar myndu beita efnavopnum en fullyrti ekki að þau hefðu verið notuð. Fyrr í gær var því haldið fram að efnavopnasprengja hefði verið látin falla á Maríupól.

Blaða- og fréttamenn ræða sameiningu

Blaðamannafélag Íslands og Félag fréttamanna á ríkisútvarpinu eiga í óformlegum viðræðum um mögulega sameiningu. Stjórn BÍ segir að sameining muni efna samstöðu innan stéttarinnar og faglegt starf félagsins.

Skotárás í lestarstöð í New York

Lögreglan í New York leitar manns sem sagður er hafa skotið fjölda fólks í lestarstöð í borginni á háannatíma í dag. Fregnir hafa einnig borist af sprengingu og að því að ósprungnar sprengjur hafi fundist á vettvangi.

„Slátrarinn í Sýrlandi“ tekur við stjórn hersins í Úkraínu

Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefur skipað nýjan herforingja til að taka yfir stjórn innrásarinnar í Úkraínu. Sá heitir Aleksandr Dvornikov en er gjarnan kallaður „Slátrarinn í Sýrlandi“. Herforinginn tók við stjórn innrásarinnar um helgina en hingað til hefur enginn einn herforingi haldið utan um hernaðaraðgerðir Rússa.

Sjá meira