Tveir táningar látnir og níu særðir eftir skotárás í partí Tveir táningar eru látnir og níu eru særðir eftir skothríð í samkvæmi í Pittsburgh í nótt. Rúmlega tvö hundruð manns voru í teitinu þegar skothríðin hófst og margir þeirra undir lögaldri. 17.4.2022 16:43
Þrjú tonn af kókaíni í eldsneytistanki fiskiskips við Kanaríeyjar Lögreglan á Spáni hefur handtekið fimm manns eftir að tæp þrjú tonn af kókaíni fundust í eldsneytistanki fiskiskips undan ströndum Kanaríeyja. Kókaínið er verðmetið á um 77,8 milljónir dala, sem samsvarar rúmum tíu milljörðum króna. 17.4.2022 16:00
Vaktin: Selenskí segir tafir á afhendingu vopna kosta líf Úkraínumanna Svo virðist sem að Úkraínumenn hafi ekki orðið við kröfum Rússa um að síðustu varnarliðsmenn borgarinnar Maríupol myndu yfirgefa borgina. Rússar höfðu veitt varnarliðinu frest í nótt til að yfirgefa síðasta vígið, stálverksmiðju við höfnina í borginni. Fresturinn rann út í morgun án viðbragða frá Úkraínu. 17.4.2022 15:15
Ætlar ekki að gefa eftir landsvæði fyrir frið Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir að ríkið muni ekki láta Rússa fá landsvæði í austurhluta Úkraínu í skiptum fyrir frið. Hann segir Rússum ekki treystandi til að standa við nokkuð samkomulag og að Úkraínumenn hefðu enga ástæðu til að trúa því að Rússar myndu ekki gera aðra atlögu að Kænugarði í framtíðinni. 17.4.2022 14:01
Dómari segir Musk hafa logið um að taka Tesla af markaði Dómari hefur komist að þeirri niðurstöðu að Elon Musk, auðugasti maður heims, laug þegar hann hélt því fram í tístum árið 2018 að hann hefði tryggt sér fjármögnun til að taka bílafyrirtækið Tesla af markaði. Hann sagðist ætla að kaupa öll hlutabréf félagsins á 420 dali á hlut. 17.4.2022 11:45
Farbann Gylfa framlengt fram á sumar Farbann Gylfa Þórs Sigurðssonar hefur verið framlengt til 16. júlí. Farbannið átti að renna út í dag. 17.4.2022 09:32
Börn leituðu eggja víða um borg Börn leituðu páskaeggja víða um borgina í dag. Sjálfstæðisfélög Reykjavíkur héldu leit á þremur mismundandi stöðum og tóku hátt í þúsund manns þátt í henni. 16.4.2022 16:30
Vaktin: „Gefist upp eða deyið“ Rússar hafa gefið Úkraínumönnum afarkosti um að leggja niður vopn í Maríupól frá klukkan þrjú í nótt. 16.4.2022 14:30
Nota gamalt bragð til að grípa til varna gegn yfirtöku Musks Forsvarsmenn Twitter hafa gripið til varna til að koma í veg fyrir mögulega yfirtöku auðjöfursins Elons Musk á samfélagsmiðlafyrirtækinu. Með það markmið hefur stjórn Twitter notast við gamalt bragð á hlutabréfamarkaðinum sem myndi gera hluti Musks, og annarra, lítils virði. 16.4.2022 11:47
Lentu eftir lengstu geimferð Kína Þrír kínverskir geimfarar lentu á jörðinni í morgun eftir að hafa varið hálfu ári um borð í nýjustu geimstöð Kína. Þar með luku þeir lengstu mönnuðu geimferð ríkisins hingað til. 16.4.2022 09:43