„Haustið 1937 skrifaði afi Bjarna Ben bæjarstjóra bréf“ „Við vitum ekki nákvæma dagsetningu hvenær fyrirtækið var stofnað en haustið 1937 skrifaði afi Bjarna Ben bæjarstjóra bréf og bað um að vagninn yrði færður á sitt nafn því hann væri orðinn einkaeigandi. Bréfið eru fyrstu skriflegu heimildirnar sem við höfum um að reksturinn væri hafinn,“ segir Guðrún Kristmundsdóttir aðaleigandi Bæjarins beztu pylsur. 17.1.2021 08:00
Fyrstu plönin fóru fljótlega í ruslið en núna stefnir Noona hátt „Planið okkar var upprunalega að vinna á daginn, ég að selja og Kjartan að búa til vöruna, og læra á kvöldin. Þau plön fóru fljótlega í ruslið. Áður en við vissum af vorum við farnir að vinna á daginn og spjalla um reksturinn á kvöldin. Einu skiptin sem við bjuggum til pláss fyrir lærdóminn var þegar prófkvíðinn var nægilega sterkur til að sannfæra okkur til þess,“ segir Jón Hilmar Karlsson framkvæmdastjóri Tímatals. 16.1.2021 07:00
Sorg á vinnustöðum: Auðvelt að gera mistök „Það skiptir öllu máli að vinnustaðurinn láti mann finna að sorgin og söknuðurinn sem maður er að fara í gegnum sé viðurkenndur, svigrúm veitt til að syrgja en á sama tíma séu skilaboðin skýr um að maður skipti máli sem starfsmaður og að þeir vilji mann aftur. Þetta er algjört lykilatriði í skilaboðum vinnuveitenda til þess sem missir náinn ástvin," segir Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir stjórnarformaður Sorgarmiðstöðvarinnar. 15.1.2021 07:01
Sorg á vinnustöðum: „Ég kveið fyrir því að byrja að vinna“ „Mjög margir tala um að þeir hafi snúið of fljótt til vinnu eftir andlát ástvinar og sjá eftir því. Fólk talar um að það hefði viljað gefa sér meiri tíma,“ segir Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir stjórnarformaður Sorgarmiðstöðvarinnar. 14.1.2021 07:00
Þess virði að gefa starfsfólki von Bólusetning í augsýn gefur án efa tilefni til meiri bjartsýni framundan en áður fyrir atvinnulífið um allan heim. Rannsóknir sýna þó að það er árangursríkari leið fyrir stjórnendur að efla von hjá starfsfólki en bjartsýni. Hvers vegna? 12.1.2021 07:02
Stefna á milljarð í veltu innan tveggja til þriggja ára „Við erum nú þegar starfandi í þremur löndum og að vera dreift fyrirtæki er okkar styrkur. Við erum í samtölum við sjúkrahús, tryggingafélög, lyfjafyrirtæki og aðrar stofnanir í mörgum heimsálfum og munum einblína á að byggja upp þekkingu til að geta veitt viðskiptavinum okkar sem besta þjónustu,“ segir Sigurbjörg Ásta Jónsdóttir framkvæmdastjóri RetinaRisk. 11.1.2021 07:01
„Ég er djarfur að upplagi“ „Metnaðurinn lá í handboltanum en ég vildi samt klára rekstrartæknifræðina og ná mér í reynslu í atvinnulífinu. Því á þessum tíma gastu ekki treyst á að handboltinn yrði lífsviðurværið,“ segir Valdimar Grímsson þegar hann skýrir út hvers vegna hann tók ekki fyrstu atvinnutilboðunum erlendis frá í handbolta á sínum tíma. 10.1.2021 08:00
Átakanlegar stundir fylgja starfinu í Farsóttarhúsinu Síðustu vikur höfum við séð Gylfa Þór Þórsteinsson reglulega í fréttum, enda sinnir hann nú því starfi að vera umsjónarmaður Farsóttarhúsa. Gylfi segist í raun aldrei vita hvað bíður hans í vinnunni. Starfið er samt gefandi og í raun það skemmtilegasta sem Gylfi hefur sinnt til þessa. Hins vegar fylgja því einnig átakanlegar stundir. Til dæmis þegar hann þurfti að fylgja konu að kveðja unnusta sinn í síðasta sinn. 9.1.2021 10:00
Straumar og stefnur atvinnulífsins 2021 Atvinnulífið mun taka margt með sér frá árinu 2020 og það telst varla fréttnæmt í dag að fjarvinna er komin til að vera. En hver verða „trendin" árið 2021 og hvaða áherslur verða einkennandi fyrir atvinnulífið? 8.1.2021 07:01
Vill útrýma skömminni sem fylgir því að vera atvinnulaus „Skömm er tilfinning sem atvinnuleitendur hafa tekist á við mjög lengi tel ég og það er mjög mikilvægt að ræða þessa staðreynd“ segir Ásgeir Jónsson sem síðustu árin hefur haldið fjölda fyrirlestra fyrir fólk í atvinnuleit á vegum félagsins Takmarkalaust líf. Þessari skömm vill Ásgeir útrýma en segir það ekki auðvelt. 7.1.2021 07:01
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent