fréttamaður

Rakel Sveinsdóttir

Rakel sér um flokkana Atvinnulíf og Áskorun á Vísi.

Nýjustu greinar eftir höfund

Góð ráð til að sporna við „ofhugsunum“

Að ofhugsa eða verja óendanlegum tíma í að greina hluti og kryfja þá er vandamál sem margir kannast við. Heilu dagarnir geta farið í þessar hugsanir, sem þó leiða oft ekki til neinna lausna.

610 greiðandi viðskiptavinir erlendis frá en þrír á Íslandi

„Í dag erum við með um 610 greiðandi viðskiptavini í sex heimsálfum. Þar af eru þrír á Íslandi. Einnig erum við með tugi þúsunda notenda á „freemium" eða fríplaninu okkar, og þar af eru einhverjir tugir eða hundruði á Íslandi,“ segir Jóhann Tómas Sigurðsson framkvæmdastjóri CrankWheel. Til samanburðar má nefna að fyrir fimm árum síðan voru greiðandi viðskiptavinir CrankWheel sextán talsins, þar af fimmtán á Íslandi en einn erlendis.

„Ef þið farið að rífast, þá sel ég“

„Mamma sagði strax að við ættum að halda áfram og reka fyrirtækið í minningu pabba. En hún sagði líka við okkur: Ef þið farið að rífast, þá sel ég,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttir um það þegar systkinin tóku við rekstri Kjörís í kjölfar þess að faðir þeirra, Hafsteinn Kristinsson, var bráðkvaddur.

Öðruvísi prógram í grísavikum og vonlaus í hárgreiðslu dótturinnar

Reynir Örn Þrastarson, matreiðslumaður, sölufulltrúi hjá Heildsölu Ásbjörns Ólafssonar og lottókynnir, segir oft í gríni að vinnan hans felist í að trufla aðra kokka í sinni vinnu. Því starfið kallar á heimsóknir til viðskiptavina víðs vegar um landið. Í grísavikum er prógramið nokkuð frábrugðið því þá býr dóttir hans hjá honum. Sem segir hann algerlega vonlausan hárgreiðslumann.

Covid og mikilvægi þess að spyrja starfsfólk um andlega líðan sína

Hertar sóttvarnarreglur og fréttir af mögulegri fjórðu bylgju eru ekki beint upplífgandi svona rétt fyrir páskafrí. Fyrir jólin var talað um jólakúlur og nú virðist stefna í það sama um páskana. Og helst eigum við eigum að ferðast innandyra. Þá er ljóst að mikið rask er framundan víða á vinnustöðum. En einnig heima fyrir, ekki síst vegna þess að skólar verða lokaðir.

Þessar fjórar ástæður geta gert fólk örmagna á fjarfundum

Hertar sóttvarnarreglur leiða enn fleira starfsfólk heim í fjarvinnu, svo ekki sé talað um námsfólk á öllum aldri. Það er því ekki úr vegi að rifja aðeins upp þau einkenni rafrænnar þreytu sem allir þurfa að vera vakandi yfir og Ingrid Kuhlman, framkvæmdastjóri Þekkingarmiðlunar, fór yfir með okkur á dögunum. 

Nýsköpunarverkefni í kjölfar Covid sem skilaði af sér tugmilljóna króna viðskiptum

„Raunin var að fjöldi þátttakenda fimmfölduðust frá árinu áður og fóru úr þúsund gestum í fimm þúsund. Ánægja gesta hefur aldrei mælst hærri og 97% þeirra sem svöruðu ánægjukönnuninni voru ánægðir með nýja ráðstefnuvefinn,“ segir Auður Inga Einarsdóttir markaðsstjóri Advania um þá óvæntu en góðu þróun sem varð í kjölfar Covid, þegar Advania þróaði stafrænan viðburðarvef til að bregðast við þeirri stöðu að geta ekki haldið sína árlegu haustráðstefnu í Hörpu.

Þökk sé Co­vid: Að verja doktors­rit­gerðina sína í Polly­önnu

Svanhildur Konráðsdóttir forstjóri Hörpu, segir starfsfólkið í Hörpu á heimsmælikvarða þegar það kemur að viðburðarhaldi, enda flókið að standa fyrir menningarviðburðum í því síbreytilega ástandi sem nú stendur yfir. Hún viðurkennir að hún sé algjör morgunhani og kvöldsvæf, en gift nátthrafni. Þau hjónin hafi þó orðið nokkuð flink í því að stilla sig saman inn á sameiginlegan miðbaug.

Í rekstur „með mömmu sem er alltaf til í allt“

„Aldursmunur dætranna hefur gert það að verkum að þær hafa ekki gert allt of mikið saman um ævina og þegar þessi hugmynd kom upp í huga okkar ákváðum við að með þessu væri hægt að eiga sameiginlegt markmið til að stefna að með mömmu sem er alltaf til í allt,“ segir Vilborg Norðdahl sem skömmu fyrir síðustu jól hóf rekstur með tveimur dætrum sínum undir nafninu Verzlanahöllin að Laugavegi 26.

Sjá meira