Frambjóðandi óskar eftir samskiptaskapara Sigríður Hrund Pétursdóttir, forsetaframbjóðandi og athafnakona, óskar eftir því að ráða samskiptaskapara fyrir framboð sitt, til sigurvegferðar. 3.2.2024 09:49
Bregðast við sögulegu álagi á björgunarsveitir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, segir almannavarnir munu funda með bæjarstjórn Grindavíkur um aðgengi að bænum á þriðjudag. Hann segir almannavarnir nú vilja létta álagi á björgunarsveitir sem hafi sinnt mikilli þjónustu fyrir almannavarnir á Reykjanesi undanfarin ár. 3.2.2024 08:53
Bjartviðri og harðnandi frost í kortunum Það gengur á með stífri vestan- og suðvestanátt og éljagangi í dag en hægara og úrkomulítið norðaustanlands. Snýst í norðaustanátt norðvestantil í kvöld. 3.2.2024 07:58
Lögreglan kom dyravörðum til aðstoðar Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk í nótt beiðni um aðstoð frá dyravörðum á skemmtistað í Reykjavík. Einn dyravörður hafði verið sleginn og var gerandinn handtekinn og vistaður í fangageymslu. 3.2.2024 07:26
Hjálmar segist ekki hafa verið handtekinn Hjálmar Hallgrímsson, formaður bæjarráðs Grindavíkur og lögreglumaður, segir það vera haugalygi og rógburð að hann hafi verið handtekinn eftir að hafa neitað að yfirgefa heimili sitt í Grindavík í janúar. 3.2.2024 07:14
Suðurnesjabær býður Höllu velkomna til Sandgerðis Halla María Svansdóttir, veitingakona í Grindavík sem rekið hefur veitingastaðinn hjá Höllu í heimabæ sínum hefur samið við Suðurnesjabæ um aðstöðu í Vörðunni í Sandgerði. 2.2.2024 16:29
Móðurinni haldið sofandi Móðurinni sem varð fyrir því að sýru var skvett framan í hana í London á miðvikudagskvöld er haldið sofandi. Hún er alvarlega slösuð. Dætur hennar tvær sem einnig urðu fyrir árásinni eru ekki eins hætt komnar. 2.2.2024 16:02
Farið yfir forgangsröðun vegna mögulegs goss Forsætisráðherra mun funda með almannavörnum um stöðuna í og við Grindavík síðar í dag. Hún segist vona að línur skýrist fyrir Grindvíkinga í næstu viku þegar von sé á að frumvarp um stuðning þeim til handa verður kynnt. 2.2.2024 12:15
Þolinmæði Netflix sögð við það að þrjóta Harry Bretaprins og Meghan Markle eru sögð eyða tíma sínum í það þessa dagana að koma í veg fyrir að forsvarsmenn Netflix streymisveitunnar rifti ríflegum samningi sínum við hjónin. 2.2.2024 11:00
Samfylkingin yfir þrjátíu prósenta múrinn Samfylkingin er enn í sókn í nýjum þjóðarpúlsi Gallup og bætir flokkurinn við sig 2,3 prósentum í fylgi. Hann mælist nú með tæplega 31 prósent fylgi. 2.2.2024 10:09