Lokað verður áfram að gosstöðvunum Lokað verður áfram að gosstöðvunum við Litla-Hrút til að tryggja öryggi ferðamanna og viðbragðsaðila. Ákvörðunin verður endurskoðuð klukkan níu í fyrramálið á fundi viðbragsaðila. 15.7.2023 10:00
Mikill kynlífshávaði raskaði svefnfriði íbúa Nóttin hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var nokkuð hefðbundin ef marka má dagbók hennar. Tvær tilkynningar bárust um líkamsárás, nokkrar tilkynningar um innbrot og kvartanir undan hávaða. Ein slík barst vegna kynlífshávaða sem raskaði svefnfriði. 15.7.2023 08:42
Norðanátt á landinu en lægir og hlýnar eftir helgi Norðan- og norðvestanátt ríkir enn á landinu með vætusömu og svölu veðri norðanlands. Það er heldur hlýrra og þurrara fyrir sunnan en þó skúrir á stöku stað. Eftir helgi lægir og hlýnar, einkum nyrðra. 15.7.2023 07:53
Funda klukkan níu um hvort opna eigi gossvæðið á ný Viðbragðsaðilar munu funda nú klukkan níu vegna eldgossins við Litla-Hrút. Á þeim fundi verður ákveðið hvort gossvæðið verður opnað almenningi á ný. 15.7.2023 07:31
Pussy Riot á LungA sem nær hápunkti um helgina Listahátíðin LungA stendur nú yfir á Seyðisfirði. Hátíðin sem er haldin í 24. sinn hófst á mánudag og nær hámarki um helgina með uppskeruhátíð þar sem meðal annars rússneska gjörningahljómsveitin Pussy Riot treður upp. 14.7.2023 14:29
Hraunið muni flæða áfram inn í Meradali Hraunið úr eldgosinu mun líklega fylla upp í skálina við Kistufell suður af Litla-Hrúti í dag. Spálíkan rannsóknarstofu eldfjallafræða og náttúruvár spáir því að hraunið muni flæða áfram inni Meradali. Ómögulegt sé þó að spá fyrir um lengd gossins. 13.7.2023 13:12
Líta málið alvarlegum augum og boða tilkynningu Nokkur hætta var á ferðum þegar flutningabílstjóri Samskipa með tengivagn reyndi að taka fram úr bílum á milli Borgarness og Munaðarness síðdegis í gær. Forstöðumaður innanlandsflutninga Samskipa segir atvikið engan veginn í samræmi við öryggiskröfur fyrirtækisins og að rætt verði við bílstjórann í dag til að ljúka málinu. 12.7.2023 14:59
Lúsmýið muni halda áfram að dreifa sér um land allt Líffræðiprófessor segir að kalda vorið í ár muni ekki hafa teljanleg áhrif á fjölda skordýra heldur aðeins seinka lífsferlum þeirra. Hann telur að útbreiðslusvæði lúsmýs muni líklega stækka enn frekar og dreifa sér um land allt. 11.7.2023 17:17
Metár í fjölda ferðamanna handan við hornið Ferðamálastjóri segir að metár í fjölda ferðamanna hérlendis verði líklega slegið á næsta ári. Fjöldi brottfara erlendra ferðamanna frá Íslandi í júní síðastliðnum voru um 233 þúsund sem er álíka mikið og metárið 2018. 10.7.2023 13:09
„Hitinn að fara yfir tuttugu stig og jafnvel rúmlega það“ Það verður hægur vindur, sólríkt og hlýtt á landinu um helgina að sögn veðurfræðings. Best verður veðrið á Suður- og Vesturlandi þar sem hitinn gæti farið upp í og yfir tuttugu stig. 7.7.2023 11:53