Fréttamaður

Magnús Hlynur Hreiðarsson

Magnús Hlynur er fréttamaður á fréttastofu Sýnar. Hann er staðsettur á Selfossi.

Nýjustu greinar eftir höfund

Dúfur ná 100 kílómetra meðalhraða í keppnum

Það er æði misjafn hvernig fólk eyðir verslunarmannahelginni en bréfdúfnabændur voru löngu búnir að ákveða hvað þeir ætluðu að gera um helgina en það var kappflug með dúfurnar sínar, sem fór fram í dag. Í keppninni ná dúfurnar allt að hundrað kílómetra meðalhraða á klukkustund.

Tók út tíu klukkustunda refsingu í sundlauginni á Selfossi

Eyrbekkingur fékk heldur betur að kynnast sundlauginni á Selfossi í dag því hann þurfti að vera þar í 10 klukkutíma, sem refsing í vinsælum fótboltaleik. Eyrbekkingurinn naut þó lífsins með sína rúsínuputta en hann skiptist á að fara í rennibrautina, í heitu pottana og synda í lauginni.

Landsliðshestarnir flognir af landi brott í ullarsokkum

Margir af bestu hestum landsins flugu í gærkvöldi til Belgíu og voru keyrðir þaðan til Hollands í dag þar sem heimsmeistaramót íslenska hestsins fer fram. Hestarnir eiga ekki afturkvæmt til Íslands. Allir hestarnir voru klæddir íslenskum ullarsokkum fyrir flugið og í fluginu.

33 konur af erlendum uppruna á ljósmyndum á Hvammstanga

Konur frá löndunum eins og Taílandi, Litháen, Ungverjalandi, Danmörku, Grikklandi og Makedóníu eru í aðalhlutverki á ljósmyndasýningu á Hvammstanga en þær búa allar í Húnaþingi vestra. Alls er um 33 konur að ræða, sem hafa verið myndaðar.

Ástarvettlingar og bjórvettlingar á Laugarbakka

Ástarvettlingar og bjórvettlingar hafa rokið út í sumar hjá handverkshúsinu Löngufit á Laugarbakka í Miðfirði þar sem kennir ýmissa grasa. Á staðnum er líka kaffihús og vinsælt tjaldsvæði.

Kaupfélag Vestur-Húnvetninga stefnir á stórfellda skógarplöntuframleiðslu

Kaupfélag Vestur–Húnvetninga skoðar nú þann möguleika að fara út í stórfellda skógarplöntuframleiðslu með því að reisa hátækni gróðrarstöð, sem getur framleitt allt að 15 milljónir plantna árlega. Sveitarstjóri Húnaþings vestra er mjög spenntur fyrir verkefninu og vonar að það verði að veruleika.

Rauðir hattar vekja athygli í Jólagarðinum í Eyjafirði

Þeir eru flottir strákarnir og stelpurnar, sem vinna við afgreiðslustörf í Jólagarðinum í Eyjafirði með sína rauðu hatta og svuntur og slá alltaf í gegn hjá gestum garðsins með brosi og góðri þjónustu í Epla kofanum.

Sjá meira