Kjötsúpuhátíð á Hvolsvelli alla helgina Það verður mikiið um að vera um helgina á Hvolsvelli því þar fer fram árleg bæjarhátíð, sem kallast Kjötsúpuhátíð en þar er gestum og gangandi boðið upp á ókeypis kjötsúpu. 31.8.2019 12:30
Gagnrýnir Hafrannsóknarstofnun og sjávarútvegsráðherra harðlega Ólafur Hannesson, framkvæmdastjóri Hafnarnes Ver í Þorlákshöfn gagnrýnir Hafrannsóknarstofnun og sjávarútvegsráðherra harkalega en fyrirtækið sagði upp á þriðja tug starfsmanna í dag. 30.8.2019 20:00
Hanarnir Sigrún og Einar lifa lúxuslífi í Ölfusi Það er gott að vera hani og hæna á bænum Stóragerði í Ölfusi því þar lifa fuglarnir lúxuslífi. 25.8.2019 21:30
Á annað þúsund gestir heimsóttu forsetahjónin á Bessastaði Um 1200 manns heimsótti Bessastaði á menningarnótt en þar var opið hús þar sem hægt var að skoða húsakynni staðarins og merka hluti þar. 25.8.2019 12:30
Sextíu og fimm bíða nú eftir því að komast á hjúkrunarheimili á Suðurlandi Sextíu og fimm einstaklingar á Suðurlandi bíða nú eftir því að komast á hjúkrunarheimili á svæðinu. "Gríðarlegur vandi", segir yfirlæknir á sjúkrahúsinu á Selfossi. 24.8.2019 12:15
Fornleifauppgröftur fer vel af stað á Eyrarbakka Fornleifauppgröftur fer nú fram á Eyrarbakka, sem byrjar vel en til stendur að endurbyggja svokallaða Vesturbúð á staðnum, sem var verslunarhúsnæði danskra kaupmanna. 21.8.2019 19:45
Hætt að mjólka eftir að hafa mjólkað tvisvar á dag í áttatíu ár Guðmunda Tyrfingsdóttir á bænum Lækjartúni í Ásahreppi er 87 ára kúabóndi. Hún hefur alltaf búið með kýr en nú er komið að kaflaskilum hjá henni því hún hefur selt kýrnar. Hún verður hins vegar áfram með kindur, kálfa, hænur og nokkur hross. 18.8.2019 19:15
Mun auðveldara að fá læknistíma á Selfossi með tilkomu teymisvinnu Verkefnið um teymisvinnu lækna og hjúkrunarfræðinga á heilsugæslustöð Heilbrigðisstofnunar Suðurlands á Selfossi hefur heppnast einstaklega vel en það hófst 1. febrúar á þessu ári. Tilgangur teymisvinnunnar er að forgangsraða og dreifa verkefnum á þann fagaðila sem er hæfastur eða best til þess fallinn að sinna þeim hverju sinni. 18.8.2019 12:30
Kjörís gaf gestum sínum þrjú tonn af ís í dag Mörg þúsund manns heimsóttu Kjörís í Hveragerði í dag á 50 ára afmæli fyrirtækisins og fengu gefins ís. Um þrjú tonn af ís fóru ofan í gesti dagsins. 17.8.2019 20:15
Kvenfélag Grímsneshrepps á ekki eignarhlut í Landsvirkjun Nú er komið í ljós að Kvenfélag Grímsneshrepps á ekki eignarhlut í Landsvirkjun eins og jafnvel var talið. 14.8.2019 20:30