Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Fulltrúum Rauða krossina var brugðið vegna ummæla Guðmundar Fylkissonar lögreglumanns í hlaðvarpinu Ein pæling um helgina um skaðaminnkandi úrræði Rauða krossins og að hann hafi átt í útistöðum við starfsfólk úrræðanna. Þetta segja þær í aðsendri grein á Vísi í dag. 13.1.2026 14:11
Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Drífa Snædal, talskona Stígamóta, segir nýjan dóm Mannréttindadómstólsins staðfesta, enn og aftur, að brotið hafi verið á rétti brotaþola til réttlátrar málsmeðferðar. Játning hafi legið fyrir í málinu en samt sé litið til ásetnings frekar en samþykkis. 13.1.2026 11:51
Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Mannréttindadómstóll Evrópu hefur komist að því að íslenska ríkið hafi gerst brotlegt vegna þess að aðeins var litið til ásetnings en ekki samþykkis við rannsókn kynferðisbrotamáls árið 2017. Þolandi var 16 ára þegar brotið átti sér stað. Ríkið þarf að greiða stúlkunni 7.500 evrur í bætur, sem samsvarar um einni milljón íslenskra króna. 13.1.2026 10:13
Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Ólafur Þór Ævarsson geðlæknir segir fólk reglulega búið að greina sig og biðji um ákveðin lyf byggt á greiningum sem það hefur fengið hjá gervigreind. Gervigreindin sé komin til að vera og því sé mikilvægt að viðurkenna það. Jafn mikilvægt sé að gera greinarmun á upplýsingum sem fólk fær hjá gervigreind og þekkingu lækna sem fæst með endurteknum rannsóknum og greiningum á þeim. Hann þekkir af eigin raun dæmi þar sem gervigreindin skilaði falskri niðurstöðu. 13.1.2026 09:12
Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Konur í Þýskalandi, Austurríki og Sviss skipuleggja nú kvennaverkfall að fyrirmynd þess íslenska. Margrét Rún Guðmundsdóttir, kosningastýra Kvennalistans þáverandi og kvikmyndagerðarkona, er heiðurforseti skipulagsteymisins í Þýsklandi. Adrienne Goehler, ein skipuleggjenda, segir markmið skipuleggjenda að alheimsverkfall fari fram þann 9. mars. Hún segir þegar skipulagshópa víða um heim og auglýsir eftir einum á Íslandi. 12.1.2026 06:30
Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Björn Kristmann Leifsson og Hafdís Jónsdóttir, eigendur World Class, keyptu í desember af félaginu Í toppformi einbýlishús sem stendur við sjávarlóð á Haukanesi í Garðabæ. Verð hússins var 1,2 milljarðar samkvæmt þinglýstu afsali. Fyrst var greint frá á vef Viðskiptablaðsins. 11.1.2026 13:23
Óvissustig á vegi milli Kirkjubæjarklausturs og Jökulsárlóns Óvissustig verður á veginum milli Kirkjubæjarklausturs og Jökulsárlóns frá klukkan 15:00 í dag og fram eftir morgundeginum 12. janúar. Búast má við að vegurinn geti lokað með skömmum fyrirvara samkvæmt tilkynningu frá Vegagerðinni. 11.1.2026 12:05
Finnur fyrsti óperustjórinn Finnur Bjarnason hefur verið skipaður óperustjóri í Þjóðaróperunni í Þjóðleikhúsinu. Finnur er skipaður til fimm ára en hann er sá fyrsti eftir að Alþingi samþykkti ný lög um stofnun Óperu undir hatti Þjóðleikhússins. 11.1.2026 11:39
Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Jarðskjálftahrina stendur nú yfir á Reykjaneshrygg. Skjálftahrinan hófst um klukkan á milli fimm og sex í morgun og stendur enn yfir. Stærstu skjálftarnir sem mælst hafa voru 3,4 rétt fyrir 6.30 og 3,7 að stærð og eru upptök þeirra í 15 til 20 kílómetrum suðvestur af Eldeyjarboða á Reykjaneshrygg. Sá stærri er enn óyfirfarinn. 11.1.2026 10:02
Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Mohammad Bagher Qalibaf, forseti íranska þingsins hefur varað við því að bandarískir hermenn og Ísrael verði skotmörk ef Bandaríkin gera árás vegna mótmæla. Mótmæli gegn klerkastjórninni hafa nú staðið yfir víða í Íran í um tvær vikur. Í það minnsta 116 eru látnir og mikill fjöldi slasaður. Þúsundir hafa verið handtekin. 11.1.2026 09:03