Engin tilboð bárust í eignir Háskólans á Bifröst Ekki bárust tilboð í Hótel Bifröst eða aðrar fasteignir Háskólans á Bifröst sem boðnar voru til sölu í vor. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins eru þó einhverjar þreifingar í gangi um möguleg kaup á eignunum, en ekki er talið að málin skýrist fyrr en í næstu eða þarnæstu viku. 26.6.2017 07:00
Atvinnuþátttaka há sögulega séð Atvinnuþátttaka á Íslandi er orðin mjög há í sögulegu samhengi, að sögn sérfræðinga hagfræðideildar Landsbankans. Þeir benda á að 85 prósent af heildarmannfjölda á vinnualdri hafi verið virk á vinnumarkaði í maímánuði. 24.6.2017 06:00
Fylgist betur með fjármálamarkaði Miklu máli skiptir að íslensk stjórnvöld herði eftirlit með fjármálamarkaðinum, veiti eftirlitsstofnunum öflugar valdheimildir og efli sjálfstæði þeirra, að mati sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS). 24.6.2017 06:00
Ólíkar niðurstöður í áþekkum málum Sérfræðingur við lagadeild HR segir hugtakið markaðsmisnotkun skilgreint með of víðtækum hætti. Dómstólar á Norðurlöndunum hafa komist að ólíkum niðurstöðum í áþekkum markaðsmisnotkunarmálum. 22.6.2017 07:00
Krónan veiktist um tvö prósent Gengi íslensku krónunnar veiktist um tæp tvö prósent gagnvart myntum helstu viðskiptalanda Íslands í gær. Gengisvísitala krónunnar hefur hækkað um 7,1 prósent í mánuðinum en hækkunin nemur um fjórum prósentum það sem af er vikunni. Hefur krónan ekki verið veikari síðan í apríl. 22.6.2017 07:00
Dalurinn festir kaup á öllu hlutafé í tímaritaútgáfunni Birtíngi Fjárfestingarfélagið Dalurinn ehf., sem er meðal annars í eigu stjórnenda lyfjafélagsins Alvogen, hefur fest kaup á öllu hlutafé í tímaritaútgáfunni Birtíngi. 21.6.2017 23:30
Ísgöngin í Langjökli metin á milljarð króna Félagið sem býður upp á ferðir í ísgöngin í Langjökli er metið á rúman milljarð króna í bókum framtakssjóðsins ITF. Virði félagsins var fært upp um 150 prósent í fyrra. 21.6.2017 08:00
Engin hrein raunávöxtun hjá lífeyrissjóðum Versnaði hún verulega á milli ára en hún reyndist átta prósent árið 2015. Ávöxtunin var ein sú versta innan OECD-ríkjanna. 20.6.2017 07:00
Sjóvá bætir við hlut sinn í N1 Miðað við gengi hlutabréfa N1 í gær er eignarhlutur Sjóvár metinn á um 690 milljónir króna. 20.6.2017 07:00
Skýri tuttugu milljóna bónus í Framtakssjóði Gildi – lífeyrissjóður vill skýringar á 20 milljóna bónus framkvæmdastjóra Framtakssjóðs Íslands. Gildi er þriðji stærsti hluthafinn en vissi ekki af málinu. 19.6.2017 07:00