Fylgist betur með fjármálamarkaði Kristinn Ingi Jónsson skrifar 24. júní 2017 06:00 Sendinefnd Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sótti Ísland heim fyrr á árinu og fundaði með fulltrúum stjórnvalda og viðskiptalífsins. Ashok Bhatia, fyrir miðju, er formaður nefndarinnar. vísir/gva Miklu máli skiptir að íslensk stjórnvöld herði eftirlit með fjármálamarkaðinum, veiti eftirlitsstofnunum öflugar valdheimildir og efli sjálfstæði þeirra, að mati sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS). Kaup bandarískra vogunarsjóða á nær þriðjungshlut í Arion banka verði prófsteinn á Fjármálaeftirlitið er það leggur mat á hvort þeir séu hæfir til þess að fara með virkan eignarhlut í bankanum. Í nýrri skýrslu sendinefndarinnar segir að hætta felist í því að gefa flæði fjármagns frjálst án þess að herða um leið eftirlit með fjármálamarkaðinum. Hvetur nefndin ríkisstjórnina til að stíga strax stór skref í þá átt að styrkja alla eftirlitsstarfsemi sem og regluverk. Nefndin segir afnám gjaldeyrishafta leiða til gjörbreytts fjármálaumhverfis og vísar sérstaklega til kaupendanna í Arion. Nái þeir völdum í bankanum gætu þeir „sóst af hörku eftir háum arðgreiðslum, sölu eigna og endurskipulagningu“ á rekstri bankans. Í skýrslunni nefnir nefndin auk þess að aukin samkeppni um innstæður muni hækka fjármagnskostnað í bankakerfinu og stuðla þannig að meiri áhættusækni. Og eftir því sem samkeppnin á bankamarkaði harðnar telur sendinefnd AGS þeim mun nauðsynlegra að tryggja að íslensku bankarnir verði í höndum traustra og hæfra eigenda. Beinir nefndin þeim tilmælum til stjórnvalda að einkavæða ekki ríkisbankana tvo, Íslandsbanka og Landsbankann, í of miklum flýti, heldur að sýna þolinmæði og finna íhaldssama kaupendur, með gott orðspor, sem eru reiðubúnir til þess að fjárfesta á Íslandi til langs tíma. „Í öllum tilvikum ættu gæði nýrra eigenda að ganga fyrir hraða viðskiptanna eða verði,“ segir í skýrslu nefndarinnar. Eins og áður segir leggur sendinefndin mikla áherslu á að eftirlit með fjármálamarkaðinum verði hert. Eftirlitsstofnanir líkt og Fjármálaeftirlitið þurfi að vera í stakk búnar til þess að draga úr áhættu í fjármálakerfinu eftir því sem flæði fjármagns til og frá landinu eykst. Sendinefndin vekur sérstaka athygli á „tveggja turna“ lausninni sem felst í því að sameina regluverk og eftirlit með bönkum innan Seðlabanka Íslands og fela Fjármálaeftirlitinu þess í stað að fylgjast með öðrum smærri fjármálafyrirtækjum. Telur sendinefndin það ýmsum vandkvæðum bundið að láta eina stofnun annast eftirlit með eiginfjárstöðu banka en aðra með lausafjárstöðu þeirra, líkt og í núverandi fyrirkomulagi. Augljós tækifæri séu til hagræðingar, sér í lagi í eins fámennu landi og Íslandi. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Miklu máli skiptir að íslensk stjórnvöld herði eftirlit með fjármálamarkaðinum, veiti eftirlitsstofnunum öflugar valdheimildir og efli sjálfstæði þeirra, að mati sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS). Kaup bandarískra vogunarsjóða á nær þriðjungshlut í Arion banka verði prófsteinn á Fjármálaeftirlitið er það leggur mat á hvort þeir séu hæfir til þess að fara með virkan eignarhlut í bankanum. Í nýrri skýrslu sendinefndarinnar segir að hætta felist í því að gefa flæði fjármagns frjálst án þess að herða um leið eftirlit með fjármálamarkaðinum. Hvetur nefndin ríkisstjórnina til að stíga strax stór skref í þá átt að styrkja alla eftirlitsstarfsemi sem og regluverk. Nefndin segir afnám gjaldeyrishafta leiða til gjörbreytts fjármálaumhverfis og vísar sérstaklega til kaupendanna í Arion. Nái þeir völdum í bankanum gætu þeir „sóst af hörku eftir háum arðgreiðslum, sölu eigna og endurskipulagningu“ á rekstri bankans. Í skýrslunni nefnir nefndin auk þess að aukin samkeppni um innstæður muni hækka fjármagnskostnað í bankakerfinu og stuðla þannig að meiri áhættusækni. Og eftir því sem samkeppnin á bankamarkaði harðnar telur sendinefnd AGS þeim mun nauðsynlegra að tryggja að íslensku bankarnir verði í höndum traustra og hæfra eigenda. Beinir nefndin þeim tilmælum til stjórnvalda að einkavæða ekki ríkisbankana tvo, Íslandsbanka og Landsbankann, í of miklum flýti, heldur að sýna þolinmæði og finna íhaldssama kaupendur, með gott orðspor, sem eru reiðubúnir til þess að fjárfesta á Íslandi til langs tíma. „Í öllum tilvikum ættu gæði nýrra eigenda að ganga fyrir hraða viðskiptanna eða verði,“ segir í skýrslu nefndarinnar. Eins og áður segir leggur sendinefndin mikla áherslu á að eftirlit með fjármálamarkaðinum verði hert. Eftirlitsstofnanir líkt og Fjármálaeftirlitið þurfi að vera í stakk búnar til þess að draga úr áhættu í fjármálakerfinu eftir því sem flæði fjármagns til og frá landinu eykst. Sendinefndin vekur sérstaka athygli á „tveggja turna“ lausninni sem felst í því að sameina regluverk og eftirlit með bönkum innan Seðlabanka Íslands og fela Fjármálaeftirlitinu þess í stað að fylgjast með öðrum smærri fjármálafyrirtækjum. Telur sendinefndin það ýmsum vandkvæðum bundið að láta eina stofnun annast eftirlit með eiginfjárstöðu banka en aðra með lausafjárstöðu þeirra, líkt og í núverandi fyrirkomulagi. Augljós tækifæri séu til hagræðingar, sér í lagi í eins fámennu landi og Íslandi.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira