Fréttamaður

Jóhann Hlíðar Harðarson

Jóhann Hlíðar starfar fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar frá Spáni.

Nýjustu greinar eftir höfund

Best að búa á Spáni

Fólki sem flyst til annarra landa finnst best að búa á Spáni. Þetta eru niðurstöður nýrrar könnunar sem gerð var á meðal fólks sem vinnur og starfar fjarri heimalandi sínu. Spænskar borgir raða sér í þrjú efstu sætin. 

Er vin­sælasta jóla­lag sögunnar stolið?

Tiltölulega óþekktur sveitasöngvari í Bandaríkjunum krefst þess að Mariah Carey greiði sér 20 milljónir dala í skaðabætur. Hann hafi nefnilega samið jólalagið All I Want For Christmas Is You sex árum áður en Mariah Carey gaf lagið út. 

Novo Nordisk orðið verð­mætasta fyrir­tæki Evrópu

Danska lyfjafyrirtækið Novo Nordisk hefur hagnast um rúmlega tólf hundruð milljarða íslenskra króna það sem af er ári. Þessi methagnaður einn og sér er ástæða þess að hagvöxtur í Danmörku er jákvæður í stað þess að vera neikvæður, en fyrirtækið er nú talið verðmætasta fyrirtæki Evrópu.

Flóttamannastraumur vekur harðar deilur

Um 10.000 flóttamenn hafa komið til Kanaríeyja í þessum mánuði og hefur straumur þeirra sjaldan verið eins mikill. Stjórnvöld ráðgera að dreifa fólkinu um Spán við mikla andstöðu hægri flokkanna sem fyrir vikið eru sakaðir um lóðbeint kynþáttahatur.

Dularfullur dauðdagi vísindamanns

Háskólinn í Barcelona rannsakar dauðsfall lífefnafræðings sem lést í fyrra. Hann vann að rannsóknum á Creutzfeld-Jakobs sjúkdóminum og hafði undir höndum þúsundir hættulegra sýna sem enginn í rannsóknarteyminu vissi af.

Ein fegursta bygging heims fagnar stórafmæli

Ein frægasta bygging 20. aldarinnar hélt upp á 50 ára afmæli sitt í gær. Það tók 14 ár að byggja húsið og kostnaðurinn við bygginguna var 15 sinnum hærri en upphafleg kostnaðaráætlun hljóðaði upp á. Arkitektinn sem hannaði bygginguna sá hana aldrei, þrátt fyrir að hafa lifað í 35 ár eftir að húsið var fullbyggt.

Sjá meira
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.