Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Elfsborg vann Sirius í sjö marka leik, 4-3, í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Ari Sigurpálsson skoraði fyrsta mark Elfsborg. 23.4.2025 19:18
Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Albert Guðmundsson lék allan leikinn fyrir Fiorentina sem vann 1-2 útisigur á Cagliari í ítölsku úrvalsdeildinni í dag. 23.4.2025 18:47
Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Fjórir íslenskir landsliðsmenn komu við sögu þegar Magdeburg og Veszprém gerðu jafntefli, 26-26, í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í handbolta í kvöld. 23.4.2025 18:31
Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu Meistarar Kolstad töpuðu óvænt fyrir Nærbø, 32-38, í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum norsku úrvalsdeildarinnar í handbolta í dag. 23.4.2025 18:05
„Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ Páskahelgin var eftirminnileg fyrir stelpurnar í 8. flokki Vals í körfubolta. Þær unnu þá Scania Cup í Svíþjóð. Annar þjálfara liðsins segir að það hafi lent í ýmsu mótlæti á leið sinni að titlinum en sigrast á því og eigi framtíðina fyrir sér. 23.4.2025 10:01
„Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Íslendingar gætu eignast Evrópumeistara í körfubolta í kvöld en Tryggvi Snær Hlinason og félagar í Bilbao Basket mæta þá PAOK í seinni leiknum í úrslitum Europe Cup. Tryggvi hefur verið frá vegna meiðsla í um mánuð en er klár í slaginn fyrir leikinn mikilvæga. 23.4.2025 09:31
„Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tvíburarnir Arnar og Bjarki Gunnlaugsson tóku óvænt við þjálfun ÍA eftir nokkrar umferðir sumarið 2006. Nálgun þeirra á þjálfarahlutverkið var nokkuð óvenjuleg en þeir áttu sér hauk í horni í verkalýðsleiðtoganum Vilhjálmi Birgissyni. 23.4.2025 09:01
„Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Jóhannes Karl Sigursteinsson, þjálfari Stjörnunnar, var vonsvikinn eftir 2-6 tapið fyrir Víkingi í Bestu deild kvenna í kvöld. Hann segir að leikmenn Stjörnunnar verði að taka meiri ábyrgð og liðið þurfi að bæta spilamennsku sína til muna í næstu leikjum. 22.4.2025 20:52
Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga Varnarmaðurinn Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir skoraði óvænta þrennu þegar Víkingur rústaði Stjörnunni, 2-6, í 2. umferð Bestu deildar kvenna í kvöld. Víkingar eru komnar með þrjú stig en Stjörnukonur eru án stiga og með markatöluna 3-12. 22.4.2025 20:45
„Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Fyrir leik Stjörnunnar og Víkings í Bestu deild kvenna í kvöld hafði Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir skorað þrjú mörk í 87 leikjum í efstu deild á Íslandi. Hún gerði sér hins vegar lítið fyrir og skoraði þrennu í 2-6 sigri Víkinga á Samsung-vellinum í kvöld. 22.4.2025 20:37