Hefur bætt heimsmetið um þrettán sentímetra á fimm árum Svíinn magnaði, Armand Duplantis, sló heimsmetið í stangarstökki í fjórtánda sinn í gær. Hann sló metið fyrst fyrir fimm árum og hefur síðan þá bætt það um þrettán sentímetra. 16.9.2025 17:00
Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Miðherji íslenska körfuboltalandsliðsins, Tryggvi Snær Hlinason, spilaði frábærlega á nýafstöðnu Evrópumóti. Hann var ofarlega á mörgum tölfræðilistum mótsins. 16.9.2025 14:30
Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Kraftakarlinn Magnús Ver Magnússon er í 55. sæti á lista Ranker yfir hundrað bestu íþróttamenn sögunnar. 16.9.2025 13:32
Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Martin Ødegaard, fyrirliði Arsenal, ferðaðist ekki með liðinu til Spánar þar sem það mætir Athletic Bilbao í Meistaradeild Evrópu í dag. 16.9.2025 13:03
Barðist degi eftir að hafa orðið fyrir bíl Bandaríkjamaðurinn Jared Gordon fékk ekki æskilegan undirbúning fyrir bardagann gegn Rafa García. Daginn áður varð hann nefnilega fyrir bíl. 16.9.2025 12:15
„Finn að ég er að fara að toppa á réttum tíma“ Landslið Íslands í utanvegahlaupum undirbýr sig nú fyrir heimsmeistaramótið sem fer fram 25.-28. september á Spáni. Hin fjölhæfa Andrea Kolbeinsdóttir kveðst spennt fyrir mótinu. 16.9.2025 11:32
Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Thomas Partey og félagar hans í Villarreal mæta Tottenham í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Á morgun þarf Partey svo að mæta í réttarsal. 16.9.2025 11:00
Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Raheem Sterling virðist hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Chelsea en Enzo Maresca, knattspyrnustjóri liðsins, hefur tjáð honum að hann eigi sér enga framtíð hjá því. 16.9.2025 10:31
Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handknattleiksdeild Harðar birti harðorðan pistil á Facebook-síðu sinni eftir tap liðsins fyrir ÍBV 2, 36-35, í Powerade-bikar karla í gær. Harðverjar eru afar ósáttir við atvik undir lok leiksins. 16.9.2025 09:32
Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sérfræðingar Stúkunnar, þeir Baldur Sigurðsson og Sigurbjörn Hreiðarsson, gagnrýndu upplegg KR í leiknum gegn Víkingi sem tapaðist, 0-7. Þeir segja að leikmenn liðsins séu settir í erfiða stöðu. 16.9.2025 09:01