Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Eftir afar erfiða byrjun á tímabilinu hefur franski framherjinn Thierno Barry fundið fjölina sína með Everton. Hann skoraði jöfnunarmark liðsins gegn Leeds United í eina leik gærdagsins í ensku úrvalsdeildinni. Lokatölur 1-1. 27.1.2026 13:02
Vill Wille burt Þriðji markahæsti leikmaður í sögu norska handboltalandsliðsins vill losna við þjálfara þess. Norðmenn eiga ekki lengur möguleika á að komast í undanúrslit á Evrópumótinu. 27.1.2026 12:30
Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Patrick Dorgu, sem hefur skorað í síðustu tveimur leikjum Manchester United, er meiddur aftan í læri og verður frá í um tíu vikur. 27.1.2026 11:45
Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Að mati sérfræðings TV 2 í Danmörku varð hrokafullt viðhorf franska handboltalandsliðinu að falli í tapinu fyrir því spænska á Evrópumótinu. 27.1.2026 10:30
Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Þjálfari króatíska karlalandsliðsins í handbolta, Dagur Sigurðsson, virðist nýta öll tækifæri sem gefast til að brýna sína menn áfram á Evrópumótinu. 27.1.2026 07:01
Dagskráin í dag: Toppslagur í Grindavík Körfuboltaáhugafólk getur valið á milli fjögurra leikja í Bónus deild kvenna í dag. Þá verður farið yfir leiki helgarinnar í NFL-deildinni í Lokasókninni. 27.1.2026 06:02
Hleraði leikhlé Norðmanna Leikmaður portúgalska handboltalandsliðsins hlustaði á leikhlé Noregs undir lok leiks liðanna í milliriðli I á Evrópumótinu. 26.1.2026 23:31
„Einn besti leikur sem maður hefur séð svakalega lengi“ Jóhann Ingi Gunnarsson, sálfræðingur og fyrrverandi landsliðsþjálfari í handbolta, segir að hugarfar Íslendinga í stórsigrinum á Svíum á EM hafi verið til fyrirmyndar. Hann hrósaði nálgun þjálfarans Snorra Steins Guðjónssonar. 26.1.2026 22:47
Barry bjargaði stigi fyrir Everton Thierno Barry sá til þess að Everton náði jafntefli gegn Leeds United, 1-1, á heimavelli í lokaleik 23. umferðar ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld. 26.1.2026 21:59
Berglind Björg ólétt Markadrottning síðasta tímabils í Bestu deild kvenna, Berglind Björg Þorvaldsdóttir, er ólétt og á von á sínu öðru barni. 26.1.2026 21:20