Zúistar vilja fleiri en upplýsa ekki fjárhag Forstöðumaður zúista neitar að svara spurningum um fjármál trúfélagsins. Auglýsir þessa dagana eftir nýjum liðsmönnum til að ganga til liðs við félagið fyrir 1. desember svo sóknargjöld þeirra frá ríkinu skili sér til zúista. 25.11.2017 07:00
Tveir Víkurgarðsmenn sagðir hafa klipið fornleifafræðing í rassinn Það er svo mikið af staðreyndavillum sem virðast teknar sem sannleikur í þessu máli, segir Vala Garðarsdóttir fornleifafræðingur sem stjórnaði fornleifauppgreftri á Landsímareitnum. 24.11.2017 06:00
Áætlun vísar veginn ef gos verður í Öræfajökli Almannavarnir stefna að því að rýma svæðið við Öræfajökul áður en eldgos kann að brjótast þar út. Náist það ekki í tæka tíð verður unnið samkvæmt nýrri neyðaráætlun. 23.11.2017 07:00
Hlé á gullleitinni Leitarskip á vegum Advanced Marine Services hörfaði í fyrradag undan veðri af leitarsvæðinu. Óljóst er hvort leiðangursmenn hafi áður náð markmiði sínu; að ná skáp með gulli úr flaki Minden sem liggur á meira en 2,2 kílómetra dýpi. 23.11.2017 05:00
Gullleiðangursmenn hafa sveimað yfir flaki Minden frá því á mánudag Leitarskip á vegum breska fyrirtækisins Advanced Marine Services hefur frá því á mánudag að minnsta kosti verið á þeim stað þar sem flak þýska flutningaskipsins SS Minden er að finna á hafsbotni um 120 sjómílur suðsuðaustur af Ingólfshöfða. 22.11.2017 07:00
Neita að gefa eftir varnarliðssvæðið til að styrkja Keflavíkursókn Sóknarnefnd Ytri-Njarðvíkursóknar gagnrýnir harðlega málsmeðferð biskups vegna tillögu um að færa íbúa á gamla varnarsvæðinu undir Keflavíkursókn. 21.11.2017 06:00
Hjón kæra Garðabæ fyrir að loka vegi Í bréfi til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála krefjast hjónin þess að deiliskipulag fyrir Garðahraun sem Garðabær samþykkti í haust verði fellt úr gildi hvað snertir lokun vegtengingar milli Herjólfsbrautar og Garðahraunsvegar. 20.11.2017 06:00
Kanna hleðslu vélar sem brotlenti Lögð hafa verið fyrir rannsóknarnefnd samgönguslysa drög að lokaskýrslu um orsakir þess að lítil flugvél brotlenti í Barkárdal á Tröllaskaga í ágúst 2015. 18.11.2017 07:00
Þjónustustöðvar fyrir ferðamenn áformaðar víða um land Fyrirtækið Svarið ehf. áætlar rekstur þjónustustöðva fyrir ferðamenn við þjóðvegi víða um land. Þar eiga að vera snyrtingar, hleðslustöðvar, veitingasala, internetaðgangur og móttaka salernisúrgangs frá húsbílum. 17.11.2017 07:00
Breska félagið AMS kafar eftir þýska gullinu í Minden á næstu dögum Advanced Marine Services er nú að hefjast handa við að ná gulli úr flaki þýska skipsins Minden. AMS hindraði að Umhverfisstofnun veiti Fréttablaðinu aðgang að bréfi um málið. 17.11.2017 07:00