Fréttastjóri

Erla Björg Gunnarsdóttir

Erla Björg er fréttastjóri og sér um kvöldfréttir Stöðvar 2.

Nýjustu greinar eftir höfund

Rær á móti straumnum til styrktar Pieta

Fyrsta íslenska konan til að freista þess að róa á kajak hringinn í kringum landið hóf ferð sína í dag sem mun taka tvo til fjóra mánuði. Hún er líklega fyrsta transkonan í heiminum til að reyna slíkt afrek og mun þar að auki róa á móti straumnum sem hún segir táknrænt fyrir líf sitt.

171 hús enn í snjóflóðahættu

Þrátt fyrir að áætlað hafi verið að ljúka uppbyggingu snjóflóðavarna fyrir árið 2010 á enn eftir að reisa tæplega helming varnarvirkjanna. Ofanflóðasérfræðingar og forsvarsmenn bæjarfélaga á áhættusvæðum hafa sent áskorun til ríkisstjórnarinnar að ljúka verkinu á næstu tíu árum enda sé enn hundraðsjötíuogeitt hýbýli á hættusvæði víðs vegar um landið.

Heimtur úr helju og á leið til Súðavíkur

Í vikunni varð óvenjuleg fjölskyldusameining í Leifsstöð þegar Murtada Al-Saedi frá Írak fékk að sjá eiginkonu sína og fimm börn í fyrsta sinn í þrjú ár. Þau héldu öll að hann væri látinn. Móðir og börn fengu hæli hér á landi fyrir ári og varð verulega brugðið þegar þau fengu óvænt myndsímtal og á skjánum birtist fjölskyldufaðirinn.

Vegagerðin bætir ekki holutjón

Sextán tilkynningar um tjón hafa borist Vegagerðinni eftir að ökumenn keyrðu í holur á Hellisheiðinni. Vegagerðin mun ekki bæta tjónið þar sem stofnunin vissi ekki af holunum fyrr en eftir á.

Sjá meira
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.