Fréttamaður

Eiður Þór Árnason

Eiður Þór er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

„Foreldrar vilja gera allt og þeir brenna sig út“

Sigríður Kristín Hrafnkelsdóttir, verkefnastjóri hjá Landlæknisembættinu og móðir drengs með sjaldgæfan heilagalla, segir að fjölskyldur langveikra barna og ungmenna þurfi mun meiri og heildrænni stuðning frá hinu opinbera. Of mikið sé um að foreldrar þurfi að hafa berjast fyrir því að fá nauðsynlega þjónustu og brenni út.

Hæsti­réttur heimilar af­hendingu skatt­skýrslna Trumps

Hæsti­réttur Banda­ríkjanna greiddi í dag leið sak­sóknara í New York að skatt­skýrslum og öðrum fjár­hags­gögnum Donalds Trump, fyrr­verandi Banda­ríkja­for­seta. Undir­réttur hafði áður úr­skurðað í októ­ber að fyrrum endur­skoð­endur Trumps þyrftu að verða við beiðni á­kæru­dóm­stóls og af­henda gögnin.

Selja hús­næðið sem hýsti Hlemm Square

Húsnæðið á Laugavegi 105, sem áður hýsti Hlemm Square, hefur verið auglýst til sölu. Þar mátti lengi finna gistiheimili, hótelherbergi, veitingahús og bar en Hlemmur Square hætti rekstri í nóvember síðastliðnum.

Símon Sig­valda­son metinn hæfastur í Lands­rétt

Símon Sigvaldason héraðsdómari er hæfastur umsækjenda til að gegna stöðu dómara við Landsrétt að mati dómnefndar um hæfni umsækjenda. Embætti dómara við Landsrétt var auglýst laust til umsóknar þann 20. nóvember síðastliðinn og bárust alls þrjár umsóknir.

Fékk nóg af fá­tæktar­gildrunni og stofnaði stærsta um­ræðu­hóp um fjár­mál á Ís­landi

Sædís Anna Jónsdóttir var rétt rúmlega tvítug þegar hún var komin í miklar fjárhagslegar ógöngur og kveið fyrir framtíðinni. Skuldirnar fóru stigvaxandi, reikningarnir söfnuðust upp og fyrsta barnið var á leiðinni. Henni hefur síðan tekist að gjörbreyta fjárhagsstöðu sinni með aga, hagsýni og samviskusemi og stofnaði í leiðinni einn stærsta umræðuvettvang um fjármál á Íslandi.

Mis­jafnt hvort at­vinnu­lausir og ör­yrkjar greiði lægri leik­skóla­gjöld

Akureyri og Garðabær eru einu sveitarfélögin sem bjóða upp á lægri leikskólagjöld fyrir atvinnulausa af þeim fimmtán sveitarfélögum sem úttekt verðlagseftirlits ASÍ náði til. Ekkert þeirra sveitarfélaga er með lægri skóladagvistunargjöld fyrir atvinnulausa en í Hafnarfirði og Mosfellsbæ eru afslættir af leikskólagjöldum reiknaðir út frá tekjuviðmiðum og geta atvinnulausir fallið undir þau viðmið.

Anna Rún hand­hafi Guð­mundu­verð­launanna 2021

Myndlistarkonan Anna Rún Tryggvadóttir hlaut í dag Guðmunduverðlaunin 2021 og einnar milljóna króna styrk úr Listasjóði Guðmundu. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri afhenti Önnu viðurkenninguna í Listasafni Reykjavíkur - Hafnarhúsi í dag en hún er veitt listakonum sem eru taldar skara fram úr á sínu sviði. 

Vilja breytingar vegna skorts á inn­lendum konudagsblómum

Íslenskum garðyrkjubændum hefur reynst erfitt að anna eftirspurn eftir blómum að undanförnu og eru dæmi um að blómaverslanir hafi einungis fengið hluta af pöntunum sínum afhenta í aðdraganda Valentínusardagsins og konudagsins sem er næsta sunnudag.

Sjá meira