Eldur kviknaði í bílum í Laugardal Tilkynnt var um eld í bifreið á bílastæði við Skautahöllina í Reykjavík á þriðja tímanum í dag og teygði eldurinn sig í tvo nálæga bíla. 9.8.2021 15:26
Hætta á ferðum þegar óhapp átti sér stað í metanframleiðslu Hætta var á ferðum þegar hreinsistöð fyrir metan á Akureyri fékk inn á sig súrefni. Slökkvilið var kallað til sem kældi búnaðinn niður og kom í veg fyrir frekara tjón. 9.8.2021 14:51
Hagnaður stærsta olíuframleiðanda heims nærri þrefaldaðist Hagnaður sádiarabíska gas- og olíufyrirtækisins Aramco nærri þrefaldaðist á öðrum ársfjórðungi á sama tíma og eftirspurn eftir olíu tók við sér á heimsvísu. 9.8.2021 13:10
Banaslys varð í Stöðvarfirði í gær Banaslys varð við Súlur í sunnanverðum Stöðvarfirði um klukkan 17 í gær þegar 18 ára frönsk kona sem var þar á göngu ásamt samferðafólki féll niður bratta hlíð. 9.8.2021 11:15
Play stundvísasta flugfélagið á Keflavíkurflugvelli Flugfélagið Play flutti 9.899 farþega í júlí og var sætanýting 41,7 prósent. Nýtingin er sögð vera í takt við væntingar stjórnenda þennan fyrsta mánuð félagsins í fullum rekstri. 9.8.2021 10:59
Stjörnurnar streyma til Íslands í auglýsingatökur Stór hópur heimsþekktra íþróttamanna er væntanlegur til landsins í lok ágúst í tengslum við tökur á auglýsingaefni fyrir ferðavörufyrirtækið Thule. 9.8.2021 10:02
Glóandi hraun aftur sjáanlegt á Fagradalsfjalli Hraun er aftur tekið að renna á Fagradalsfjalli í fyrsta sinn frá því á mánudagsmorgun. Hraunárnar hafa nær alfarið runnið til austurs og niður í Meradali síðustu vikur en hraunáin virðist núna hafa tekið stefnu í aðra átt. 5.8.2021 23:35
Líklegt að börn verði boðuð í bólusetningu eftir rúmar tvær vikur Til skoðunar er að boða börn á aldrinum 12 til 15 ára í bólusetningu gegn Covid-19 dagana 23. og 24. ágúst næstkomandi. Enn er unnið að útfærslu bólusetningarinnar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins en fyrirhugað er að hún fari fram í Laugardalshöll. 5.8.2021 22:51
Ekki verið að múlbinda stjórnendur spítalans Deildarstjóri samskiptadeildar Landspítalans hafnar því að nýjum tilmælum sé ætlað að takmarka upplýsingaflæði til fjölmiðla. 5.8.2021 21:46
Erlendur ferðamaður alvarlega slasaður eftir bílveltu á Biskupshálsi Einn er talinn vera alvarlega slasaður eftir að bíll valt á Biskupshálsi, milli Grímsstaða á Fjöllum og Möðrudals. Fimm erlendir ferðamenn voru í bílnum sem fór fram af háum bakka og tók nokkrar veltur utan vegar. 5.8.2021 18:52