Fréttamaður

Eiður Þór Árnason

Eiður Þór er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Dineout í útrás með aðstoð Tix

Hugbúnaðarfyrirtækið Dineout hefur tryggt sér fjármögnun frá miðasölufyrirtækinu Tix EU sem kemur inn sem hluthafi. Forstjóri og einn stofnenda Dineout, sem heldur úti hugbúnaðarlausnum fyrir veitingastaði og hótel, segir að samstarfið muni hjálpa fyrirtækinu í útrás sinni á erlenda markaði.

Hvetur ríkis­stjórnina til að hlusta á sótt­varna­lækni

Nú styttist í að stjórnvöld tilkynni hvort ráðist verði í frekari samkomutakmarkanir innanlands til að bregðast við hröðum vexti faraldursins. Ráðherrar hafa fundað stíft með sérfræðingum og hagsmunahópum síðustu daga áður en ákvörðun er tekin um næstu aðgerðir.

Stjórn­völd í Japan opinbera nöfn þeirra sem brjóta sóttvarnareglur

Japönsk stjórnvöld birtu á mánudag nöfn þriggja einstaklinga sem eru sakaðir um að hafa brotið gegn sóttkvíarskyldu við komuna til landsins. Samkvæmt gildandi reglum þurfa allir farþegar sem koma erlendis frá að sæta tveggja vikna sóttkví og nær það einnig til japanskra ríkisborgara.

Virti tilmæli lögreglu að vettugi

Lundapysja sem fannst á Kirkjuvegi í Vestmannaeyjum í gærnótt virti tilmæli lögreglu að vettugi og lagði á flótta undan laganna verði. Að eltingaleik loknum lét fanginn öllum illum látum, klóraði og neitaði að vera til friðs en féllst loks á að vera samvinnuþýður við myndatöku.

Sjá meira