Gigtarlyf í flýtimati sem meðferð við Covid-19 Lyfjastofnun Evrópu (EMA) hefur hafið mat á því hvort gigtarlyfið RoActemra nýtist sem meðferð við alvarlegum Covid-19 sjúkdómi. Einna helst er til skoðunar hvort lyfið gagnist fullorðnum sjúklingum sem liggja á sjúkrahúsi, eru á sterameðferð og þurfa súrefnisgjöf eða öndunarvélastuðning. 25.8.2021 14:52
Selja hundrað hús í nágrenni Rómaborgar á 150 krónur Bæjarfélög á Ítalíu reyna nú í auknum mæli að selja yfirgefin hús á eina evru til að draga að framtakssama kaupendur. Fram að þessu hefur rýmingarsalan einna helst einskorðast við einangruð þorp fjarri höfuðborginni en breyting var á því þegar bæjaryfirvöld í Maenza tilkynntu að þau ætluðu að feta sömu leið. 25.8.2021 14:16
Útgjöld vegna ferðalaga erlendis jukust um 59 prósent Þjónustujöfnuður var jákvæður um 25,2 milljarða á öðrum ársfjórðungi og batnar verulega milli ára samanborið við 2,2 milljarða á sama tíma í fyrra. Útflutningstekjur af ferðalögum jukust verulega milli ára eða um 19,3 milljarða. Á sama tíma jukust útgjöld vegna ferðalaga Íslendinga erlendis um 5,7 milljarða. 25.8.2021 11:28
Bein útsending: Peningastefnunefnd rökstyður hækkun stýrivaxta Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands tilkynnti í morgun að vextir bankans yrðu hækkaðir um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 1,25%. 25.8.2021 09:12
Laut í lægra haldi fyrir erlendum tæknirisum Viðskiptabankarnir töldu að lítil eftirspurn væri eftir greiðsluappinu Kvitt og vildu frekar einbeita sér að innleiðingu erlendra lausna á borð við Apple Pay. Greiðslumiðlunarfyrirtækið Valitor hefur litlar áhyggjur af því að alvarleg röskun geti orðið á tengingu Íslands við erlend greiðslukortakerfi. 25.8.2021 08:01
Fækkar á gjörgæslu og engin ný tilfelli á Landakoti Nú liggja 22 sjúklingar inni á Landspítalanum vegna Covid-19. Þar af eru fimm á gjörgæsludeild og fækkar um einn milli daga. Allir fimm sjúklingarnir eru í öndunarvél. Engin ný tilfelli hafa komið upp á Landakoti eftir að starfsmaður greindist með Covid-19 á föstudag. 24.8.2021 16:26
Fá að heita Svarthöfði, Bond, Saara og Blár Mannanafnanefnd samþykkti nýverið að færa nöfnin Svarthöfði, Bond, Appollo og Blár á mannanafnaskrá. Þá bættist Skylar í ört stækkandi hóp kynhlutlausra eiginnafna. 24.8.2021 14:09
Báðar fjölskyldurnar farnar frá Afganistan og á leið til Íslands Tvær fjölskyldur sem utanríkisráðuneytið hefur reynt að koma heim frá Afganistan eru nú farnar frá landinu og eru væntanlegar til Íslands. 24.8.2021 12:27
Taka við allt að 120 flóttamönnum frá Afganistan Íslensk stjórnvöld áætla að taka á móti allt að 120 flóttamönnum frá Afganistan en heildarfjöldi liggur ekki endanlega fyrir. Ríkisstjórnin samþykkti í morgun tillögur flóttamannanefndar vegna þess ástands sem skapast hefur í Afganistan í kjölfar valdatöku Talibana. 24.8.2021 11:22
Sandra Mjöll ráðin framkvæmdastjóri RH Sandra Mjöll Jónsdóttir-Buch hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Raunvísindastofnunar Háskólans (RH). Hún tók við starfinu í byrjun ágúst. 24.8.2021 11:13