De Gea missir af leiknum við Liverpool David de Gea mun ekki spila stórleik Manchester United og Liverpool um helgina vegna meiðsla. Paul Pogba hefur heldur ekki náð heilsu. 16.10.2019 17:32
Fordæma aðgerðarleysi UEFA og að leikur Englands hafi ekki verið flautaður af Samtökin Kick It Out, sem vinna gegn kynþáttaníði í fótbolta, gáfu út yfirlýsingu í kjölfar leiks Búlgaríu og Englands í gærkvöld þar sem þau segja að hætta hefði átt við leikinn. 15.10.2019 07:00
Southgate: Leikmennirnir fóru brosandi af velli Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, sagði leikmenn sína hafa gengið af velli í Búlgaríu með bros á vör þrátt fyrir að stórsigur þeirra hafi fallið í skugga kynþáttaníðs. 14.10.2019 22:30
Ronaldo kominn með 700 mörk á ferlinum Cristiano Ronaldo skoraði sitt 700. mark á ferlinum þegar Portúgal tapaði fyrir Úkraínu í undankeppni EM 2020. 14.10.2019 21:45
Stórsigur Englands í skugga kynþáttaníðs Enska landsliðið vann stórsigur á Búlgaríu í undankeppni EM 2020 í leik þar sem úrslitin falla í skugga óeirða stuðningsmanna sem beittu leikmenn Englands kynþáttaníði. 14.10.2019 21:30
Kolbeinn um markametið: Gæti ekki verið stoltari Kolbeinn Sigþórsson var að vonum mjög stoltur með að hafa jafnað markamet íslenska karlalandsliðsins þegar hann skoraði í sigri Íslands á Andorra í kvöld. 14.10.2019 21:21
Jón Guðni: Erfitt að halda kjafti þegar þeir henda sér niður Jón Guðni Fjóluson sagði ekkert stress hafa fylgt því að koma inn í byrjunarlið Íslands. Jón Guðni stóð vaktina í vörninni með Ragnari Sigurðssyni í leik Íslands og Andorra í undankeppni EM 2020. 14.10.2019 21:11
Arnór: Geggjuð tilfinning að skora fyrsta markið Arnór Sigurðsson skoraði sitt fyrsta landsliðsmark fyrir Ísland í 2-0 sigri Íslands á Andorra í undankeppni EM 2020 á Laugardalsvelli í kvöld. 14.10.2019 21:01
Tyrkir fóru langt með að skilja Ísland eftir Vonir Íslands um að fara beint inn á EM 2020 í gegnum undankeppnina eru orðnar ansi litlar eftir að Tyrkland og Frakkland skildu jöfn í leik sínum á Stade de France í kvöld. 14.10.2019 20:30
Kolbeinn jafnaði markametið Kolbeinn Sigþórsson er búinn að jafna markamet Eiðs Smára Guðjohnsen fyrir íslenska landsliðið í fótbolta. 14.10.2019 20:08