Þróunarsamvinna

Þróunarsamvinna

Heimsljós er upplýsingaveita utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Vísir og Heimsljós eru í samstarfi um birtingu frétta um þessi mál.

Fréttamynd

Áratugur aðgerða í þágu heimsmarkmiðanna

Sameinuðu þjóðirnar hleyptu af stokkunum stórátaki á dögunum sem hefur þann tilgang að herða baráttuna um heimsmarkmiðin, nú þegar áratugur er til stefnu þar til þau eiga að vera komin í höfn.

Kynningar
Fréttamynd

Rúmlega 400 milljónir barna búa á átakasvæðum

Stríðs- og átakasvæði verða sífellt hættulegri fyrir börn, segir í árlegri skýrslu sem Barnaheill - Save the Children sendi frá sér á dögunum. Samkvæmt skýrslunni hefur ofbeldi gegn börnum á átakasvæðum aldrei verið meira frá því skráningar hófust.

Kynningar
Fréttamynd

Fjárskortur hamlar stuðningi við fyrrverandi barnahermenn

Í dag, á alþjóðlegum degi gegn því að nota börn í hernaði, gefur Barnahjálp Sameinuðu (UNICEF) þjóðanna út viðvörun um fjárskortur hamli mikilvægri starfsemi stofnunarinnar í Suður-Súdan, verkefni sem snýr að stuðningi við börn eftir að þau hafa verið leyst undan þrældómi hermennsku.

Kynningar
Fréttamynd

Konur innan við þriðjungur þeirra sem stunda vísindarannsóknir

Konur eru aðeins 30% þeirra sem stunda vísindarannsóknir í heiminum og hlutfall kvenna í raungreinanámi í háskólum er svipað, eða innan við þriðjungur allra háskólanema í raungreinum. Í dag, 11. febrúar, er alþjóðlegur dagur helgaður konum og stúlkum í vísindum.

Kynningar
Fréttamynd

Ákall um aðstoð við 48 milljónir kvenna og stúlkna

Mannfjöldasjóður Sameinuðu þjóðanna (UNFPA) birti í gær ákall til alþjóðasamfélagsins um þörf fyrir rúmlega 87 milljarða króna framlag til að bregðast við brýnni neyð í tengslum við kyn- og frjósemisréttindi 48 milljóna kvenna, stúlkna og ungmenna.

Kynningar
Fréttamynd

Alþjóða krabbameinsdagurinn: 70% dauðsfalla í þróunarríkjum

Alþjóðlegi krabbameinsdagurinn – World Cancer Day – er í dag, 4. febrúar, og hefur tvíþættan tilgang, annars vegar að vekja almenning til vitundar um krabbamein og veita fræðslu og hins vegar felur hann í sér hvatningu til stjórnvalda og einstaklinga um heim allan að grípa til aðgerða gegn sjúkdómnum.

Kynningar
Fréttamynd

Mikilvægt að efla viðbragðsgetu samfélagsins

Undir lok síðasta árs sendi Hjálparstarf kirkjunnar með fjárstuðningi frá utanríkisráðuneytinu 7,4 milljónir króna til Malaví þar sem evangelíska-lútherska kirkjan (ELDS) hefur veitt aðstoð þúsundum sem hafa átt um sárt að binda eftir fellibylinn Idai.

Kynningar
Fréttamynd

Óttast faraldur beinbrunasóttar í Jemen

Fulltrúar Barnaheilla – Save the Children óttast að beinbrunasótt í Jemen geti verið upphaf faraldurs en rúmlega 52 þúsund tilfelli hafa verið skráð í landinu og staðfest eru 192 dauðsföll af völdum sóttarinnar. Af þeim sem hafa látist eru 78 börn.

Kynningar
Sjá meira
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.