
Leik Fram og KA frestað um klukkustund
Leikur Fram og KA í Bestu deild karla í fótbolta átti að hefjast klukkan 17.00 en honum hefur nú verið frestað um klukkustund eða til 18.00.
Leikur Fram og KA í Bestu deild karla í fótbolta átti að hefjast klukkan 17.00 en honum hefur nú verið frestað um klukkustund eða til 18.00.
HK-ingar eru komnir aftur upp í deild þeirra bestu eftir 3-1 sigur gegn Fjölni í 20. umferð Lengjudeildar karla í kvöld.
Erlingur Agnarsson var allt í öllu hjá Víkingum sem tryggðu sæti sitt í bikarúrslitum í fyrrakvöld með 3-0 sigri á Breiðabliki í undanúrslitum á Kópavogsvelli. Hann segir ríg vera milli félaganna og að Víkingar muni gera allt til að velta toppliði Bestu deildarinnar um koll í framhaldinu.
Kári Árnason fékk olnbogaskot í leik með Víkingi snemma á ferlinum sem varð þess valdandi að hann spilað með góm í munninum næsta rúma áratuginn. Sigurður Jónsson, þjálfari hans hjá Víkingum, var innan handar þegar tennur Kára brotnuðu.
Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, neitar því að einhverjar ástæður aðrar en fótboltalegar liggi að baki þeirri ákvörðun að Kjartan Henry Finnbogason sitji á varamannabekk félagsins. Kjartan er ósáttur við skort sinn á leiktíma að undanförnu.
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, segir sína menn vel stemmda fyrir stórleik kvöldsins er Víkingur tekst á við Breiðablik á Kópavogsvelli í undanúrslitum Mjólkurbikarsins.
Valsmenn verða án þeirra Lasse Petry og Patrick Pedersen er liðið fer í heimsókn í Kópavoginn þar sem topplið Breiðabliks tekur á móti þeim í stórleik 20. umferðar Bestu-deildar karla næstkomandi mánudag.
Arnar Gunnlaugsson fagnar því að hafa skrifað undir nýjan samning við Víking í dag. Hann segist hvergi annars staðar vilja vera þrátt fyrir að hugurinn leiti út. Það gefist tími fyrir það síðar.
Arnar Gunnlaugsson hefur framlengt samning sinn sem þjálfari Víkings í Reykjavík til loka tímabilsins 2025. Félagið tilkynnti um þetta í dag.
Valur og Fram gerðu 1-1 jafntefli í eina leiknum sem fór fram í gær, mánudag, í Bestu deilda karla í fótbolta. Mörk leiksins voru vægast sagt keimlík. Bæði voru skoruð af stuttu færi, bæði komu á sama mark eftir fyrirgjöf frá vinstri og bæði voru skoruð undir lok hvors hálfleiks fyrir sig.
Fram gerði 1-1 jafntefli við Val í Bestu deild karla í kvöld eftir að hafa jafnað metin í blálokin. Jón Sveinsson, þjálfari Fram, var svekktur að hafa ekki náð að klára leikinn.
Valur og Fram gerðu 1-1 jafntefli í lokaleik 19. umferðar Bestu-deildar karla í kvöld. Haukur Páll kom Valsmönnum yfir rétt fyrir hálfleik en Jannik Holmsgaard jafnaði leikinn þremur mínútum fyrir leikslok.
Atli Jónasson, markvörður Leiknis, lék í gær sinn fyrsta leik í efstu deild í 13 ár þegar Leiknir og Breiðablik áttust við í 19. umferð Bestu-deildar karla.
Alls fóru fimm leikir fram í Bestu deild karla í fótbolta á sunnudag. Það var nóg um að vera, mikið af mörkum, nóg af dramatík og mikil skemmtun á flestum völlum. Hér að neðan má sjá öll mörkin og allt það helsta sem gerðist.
Atli Jónasson stóð óvænt í marki Leiknis Reykjavíkur er liðið heimsótti Breiðablik, topplið Bestu deildar karla í fótbolta, á sunnudagskvöld. Toppliðið vann vissulega öruggan sigur en Atli, sem var að spila aðeins sinn annan leik í efstu deild, stóð sig með prýði og varði meðal annars vítaspyrnu frá Höskuldi Gunnlaugssyni.
Það ætlar ekki af miðverðinum Óttari Bjarna Guðmundssyni að ganga eftir endurkomu hans í Breiðholtið. Hann fór meiddur af velli í leik Breiðabliks og Leiknis í Bestu deild karla í gærkvöld.
Breiðablik eru með 9 stiga forskot á toppnum er þeir unnu sannfærandi 4-0 sigur á Leiknismönnum í 18. umferð Bestu deildarinnar í kvöld.
Breiðablik vann sannfærandi 4-0 sigur á Leiknismönnum í 18. umferð Bestu deildarinnar í kvöld.
Oliver Stefánsson var hetja Skagamanna þegar hann skoraði eina mark leiksins í 1-0 sigri á Keflavík suður með sjó í dag. Þetta er annar sigur ÍA í röð sem fara úr neðsta sæti deildarinnar með sigrinum.
Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, var svekktur með að hafa ekki tekið öll stigin gegn FH. Leikurinn var lokaður og endaði með markalausu jafntefli.
Víkingur vann dramatískan 3-2 sigur á KA á Akureyri í dag eftir að hafa lent 2-1 undir í síðari hálfleik. Birnir Snær Ingason skoraði sigurmark leiksins um leið og klukkan sló 90. mínútur og kveðst sjálfur aldrei hafa unnið eins sætan sigur.
„Þetta var geggjað, fyrsta markið fyrir klúbbinn og merkileg stund fyrir mig,“ sagði Oliver Stefánsson leikmaður ÍA eftir 1-0 sigur á Keflavík í Bestu deildinni í dag. Oliver skoraði eina mark leiksins á 89.mínútu leiksins.
Það var mikið húllumhæ fyrir leik KR og FH. Ný útgáfa af stuðningsmannalagi KR, Öll sem eitt var frumflutt og var fjölmennt á vellinum.Leikurinn var einn sá allra lokaðasti sem hefur verið spilaður á tímabilinu og var afar lítið um marktækifæri og var markalaust jafntefli niðurstaðan. Umfjöllun og viðtöl væntanleg.
Víkingur sigraði KA, 2-3, í frábærum fótbolta leik á Akureyri fyrr í dag. KA leiddi 2-1 þegar stundarfjórðungur lifði leiks en Víkingar grófu djúpt og uppskáru sigur með marki frá Birni Snæ Ingasyni á 90. mínútu.
ÍBV tók á móti Stjörnunni á Hásteinsvelli í fyrsta leik dagsins í Bestu deild karla. Leikurinn endaði með 3-1 sgiri ÍBV. Eftir tap fyrir ÍA í síðasta leik þurftu Eyjamenn sigur í botnbaráttunni en Stjörnumenn fjarlægðust Evrópubaráttuna enn frekar.
Fylkismenn tryggðu sér sæti í Bestu-deild karla á næsta tímabili er liðið vann öruggan sigur gegn Gróttu í dag, 5-1.
Harkaleg fallbarátta, hnífjöfn keppni um Evrópupeninga og slagurinn um sjálfan Íslandsmeistaratitilinn er það sem er fram undan í Bestu deild karla í fótbolta nú þegar styttist í fyrstu úrslitakeppnina í sögu efstu deildar á Íslandi.
Leikmenn hafa raðað inn mörkum sem aldrei fyrr í Bestu deild karla í fótbolta í sumar og útlit fyrir að markamet í tólf liða deild verði slegið.
Liðurinn „Fimm spurningar“ var á sínum stað í síðasta þætti Stúkunnar er farið var yfir síðustu umferð Bestu deildar karla í fótbolta. Kjartan Atli Kjartansson spurði þá Reyni Leósson og Lárus Orra Sigurðsson spjörunum úr.
KA-maðurinn Nökkvi Þeyr Þórisson var valinn leikmaður 18. umferðar Bestu deildar karla af sérfræðingum Stúkunnar á Stöð 2 Sport.