Oddný G. Harðardóttir

Oddný G. Harðardóttir

Greinar eftir Oddnýju G. Harðardóttur, þingmann Samfylkingarinnar.

Fréttamynd

Baráttukveðjur

Því miður eru engin merki um að stríðið í Úkraínu sé að taka enda. Fréttir um stríðsglæpi og þjáningar úkraínsku þjóðarinnar birtast okkur daglega. Úkraínumenn þurfa samhug og stuðning. Og stríðið hefur efnahagsleg áhrif um allan heim. Hér á landi fer hrávöruverð hækkandi, verð á matvöru fer hækkandi, verðbólga fer vaxandi og lífskjör versna.

Skoðun

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Rann­sókn á banka­sölu

Hugtakið einkavinavæðing var á allra vörum síðast þegar Sjálfstæðismenn og Framsókn seldu bankana með alþekktum afleiðingum. Nú kemur það hugtak aftur upp í hugann þegar listi yfir þá sem fengu að kaupa hluti í Íslandsbanka með afslætti er orðinn opinber.

Skoðun
Fréttamynd

Heimili í hættu

Það blasir við að grípa verður til aðgerða til að mæta alvarlegri stöðu á húsnæðismarkaði. Ríkisstjórnin verður að skilja að húsnæðismál eru fyrir fólk og fjölskyldur í landinu en ekki eingöngu fjárfesta. Húsnæðismálin eru velferðarmál. Það verður að veita aukinn félagslegan stuðning því ójöfnuðurinn sem ástandinu fylgir mun bitna til lengri tíma á samfélaginu öllu.

Skoðun
Fréttamynd

„Sami rassinn undir þeim öllum“

Það var árið 2012 sem við sáum til lands í fjármálum ríkisins, gátum lokað fjárlagagatinu og hafið uppbyggingu eftir stórkostlegt efnahagshrun. Þegar ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur tók við 2009 voru stýrivextir 18% og verðbólgan líka um 18%.

Skoðun
Fréttamynd

Heilbrigt kerfi?

Ráðherrar ríkisstjórnarinnar segja að aldrei hafi verið settir eins miklir peningar í heilbrigðiskerfið og nú. Og skilja ekkert í fólki að vera að kvarta undan skorti á þjónustu og löngum biðtíma. En þjónustan er ekki alls staðar góð og fólkið sem þarf á henni að halda finnur fyrir því sjálft á eigin skinni, sama hvað ráðherrarnir segja.

Skoðun
Fréttamynd

Af hverju er ekki sátt um sjávarútveginn?

Sjávarútvegur er nátengdur sögu og sál íslensku þjóðarinnar. Fiskveiðar og fiskvinnsla hafa lengst af verið okkar mikilvægustu atvinnugreinar og haldið landinu í byggð.

Skoðun
Fréttamynd

Betra fyrir barnafólk

Barnafólk með meðaltekjur hér á landi veit ekkert hvað ég er að tala um þegar ég nefni barnabætur sem búbót fyrir barnafólk. Þau hafa aldrei fengið útborgun frá ríkinu sem ætluð er til að jafna stöðu þeirra gagnvart hinum sem ekki eru með börn á framfæri.

Skoðun
Fréttamynd

Skattaparadís

Þegar Panamaskjölin komust í fjölmiðla og myndir af íslenskum ráðherrum voru dregnar upp í blöðum og á skjám út um allan heim, skammaðist þjóðin sín. Báðir eru þó enn á Alþingi Íslendinga, annar formaður stjórnmálaflokks en hinn fjármálaráðherra og yfirmaður skattamála.

Skoðun
Fréttamynd

Næsta kjörtímabil ákveðið?

Síðar í dag, mánudaginn 31. maí 2021, munu stjórnarflokkarnir væntanlega samþykkja fjármálaáætlun, til að framkvæma stefnu þeirra til næstu fimm ára. Það er stórfrétt!

Skoðun
Fréttamynd

Gefum fjöl­skyldunni tíma

Því fer fjarri að barnafjölskyldur á Íslandi fái jafn mikinn og góðan stuðning og tíðkast á öðrum Norðurlöndum. Í samtölum mínum við ungar konur með meðallaun, segja þær undantekningarlaust að þær fái engar barnabætur, barnabæturnar séu ekki fyrir þeirra börn.

Skoðun
Fréttamynd

Skaði skattaskjóla

Það var rétt fyrir kosningar haustið 2016 sem starfshópur skilaði fjármála- og efnahagsráðherra skýrslu um eignir Íslendinga á aflandssvæðum. Ráðherrann ákvað að setja skýrsluna ofan í skúffu.

Skoðun
Fréttamynd

Stefna ó­jafnaðar

Samkvæmt fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára er megináherslan á að stöðva hlutfallslegan vöxt skuldasöfnunar en minni metnaður lagður í arðbærar fjárfestingar, opinbera þjónustu, öflugri almannatryggingar og stuðning við fólk sem misst hefur vinnuna.

Skoðun
Sjá meira
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.