Í hvernig samfélagi viljum við búa? Oddný Harðardóttir skrifar 23. maí 2023 17:00 Sláandi niðurstöður könnunar um lífskjör og heilbrigðisþjónustu sem Rúnar Vilhjálmsson prófessor við HÍ og ÖBÍ réttindasamtök fólu Félagsvísindadeild HÍ að framkvæma, voru kynntar í dag, þriðjudaginn 23. maí. Könnunin sýnir að umtalsverður hópur einstaklinga frestar læknisheimsókn og sækir ekki lyf sem þeim er ávísað. Þetta á ekki síst við um öryrkja, lágtekjufólk og einstæða foreldra. Margir úr sama hópi búa við verulega kostnaðarbyrði vegna heilbrigðisútgjalda. Öryrkjar fresta því að fara til læknis vegna þess að þau hafa ekki efni á því. Fram kemur að nær 43% öryrkja 18 ára og eldri hafa frestað læknisþjónustu sem þörf var fyrir á síðustu sex mánuðum ársins 2023. Öryrkjum sem frestað hafa læknisþjónustu hefur fjölgað mikið frá árinu 2015 þegar hlutfallið var 34,7%. Munurinn er minni hjá öðrum fullorðnum þó svo að stór hópur, 22,1% hafi frestað því að fara til læknis síðast liðna sex mánuði. Niðurstöður könnunarinnar eru mjög alvarlegar og kalla á tafarlaus viðbrögð stjórnvalda. Vandinn er ekki einungis sá að kjör þeirra sem veikastir standa fyrir séu afleit heldur hefur heilbrigðiskerfið þróast í óæskilegar áttir. Samfélag sem leyfir einum af mikilvægustu stoðum þess að þróast handahófskennt út og suður getur ekki kallast velferðarsamfélag. Hvað viljum við? Þegar almenningur er spurður um heilbrigðiskerfið þá leggja nánast allir áherslu á að hafa traust opinbert kerfi fyrir alla. Þó að alger sátt virðist ríkja um þetta hafa stjórnvöld markvisst grafið undan félagslegum grunni kerfisins. Heilbrigðisþjónusta í einkarekstri verður sífellt stærri hluti heilbrigðiskerfisins. Sú þróun á sér stað á meðan mikil mannekla er í kerfinu og ríkið hefur hvorki sinnt þarfagreiningum né sett fram skýrar kröfulýsingar um magn og gæði þjónustunnar. Ríkisstjórnin veit ekki um hvað hún vill semja við rekstraraðila einnar mikilvægustu þjónustu velferðarsamfélags. Þróun heilbrigðiskerfisins í átt til aukins einkareksturs virðist tilviljunarkennd. Ekkert í lögum um Sjúkratryggingar ver sjúklinga fyrir þeirri fráleitu stöðu að samningar við sérgreinalækna náist ekki svo árum skipti líkt og nú er raunin. Og að sjúklingar séu rukkaðir fyrir þeim kostnaði sem sérgreinalæknar meta að fylgi samningsleysinu. Sjúklingarnir hafa ekkert val því heilbrigðisþjónustan er oft ófáanleg í opinbera kerfinu, aðeins fáanleg í því einkarekna. Því miður er svo komið að íslenskt heilbrigðiskerfi nær einungis fáum af þeim skilyrðum félagslegs heilbrigðiskerfis sem velferðarsamfélög byggja á. Það sem alvarlegra er að við færumst sífellt fjær félagslegu heilbrigðiskerfi ár frá ári. Samhjálpin og samtryggingin hefur smám saman verið veikt í heilbrigðiskerfinu. Er það svona sem við viljum hafa samfélag okkar? Ég segi nei! Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Oddný G. Harðardóttir Heilbrigðismál Félagsmál Samfylkingin Mest lesið Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson Skoðun Drengir á jaðrinum Margrét Kristín Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þing í þágu kvenna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Drengir á jaðrinum Margrét Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er vínandinn orðinn hinn sanni andi íþrótta? Þráinn Farestveit skrifar Skoðun Mikilvægi tjáningar erfiðrar reynslu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ný sýn á almenningssjónvarp í almannaþágu, eða hvað? Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Sláandi niðurstöður könnunar um lífskjör og heilbrigðisþjónustu sem Rúnar Vilhjálmsson prófessor við HÍ og ÖBÍ réttindasamtök fólu Félagsvísindadeild HÍ að framkvæma, voru kynntar í dag, þriðjudaginn 23. maí. Könnunin sýnir að umtalsverður hópur einstaklinga frestar læknisheimsókn og sækir ekki lyf sem þeim er ávísað. Þetta á ekki síst við um öryrkja, lágtekjufólk og einstæða foreldra. Margir úr sama hópi búa við verulega kostnaðarbyrði vegna heilbrigðisútgjalda. Öryrkjar fresta því að fara til læknis vegna þess að þau hafa ekki efni á því. Fram kemur að nær 43% öryrkja 18 ára og eldri hafa frestað læknisþjónustu sem þörf var fyrir á síðustu sex mánuðum ársins 2023. Öryrkjum sem frestað hafa læknisþjónustu hefur fjölgað mikið frá árinu 2015 þegar hlutfallið var 34,7%. Munurinn er minni hjá öðrum fullorðnum þó svo að stór hópur, 22,1% hafi frestað því að fara til læknis síðast liðna sex mánuði. Niðurstöður könnunarinnar eru mjög alvarlegar og kalla á tafarlaus viðbrögð stjórnvalda. Vandinn er ekki einungis sá að kjör þeirra sem veikastir standa fyrir séu afleit heldur hefur heilbrigðiskerfið þróast í óæskilegar áttir. Samfélag sem leyfir einum af mikilvægustu stoðum þess að þróast handahófskennt út og suður getur ekki kallast velferðarsamfélag. Hvað viljum við? Þegar almenningur er spurður um heilbrigðiskerfið þá leggja nánast allir áherslu á að hafa traust opinbert kerfi fyrir alla. Þó að alger sátt virðist ríkja um þetta hafa stjórnvöld markvisst grafið undan félagslegum grunni kerfisins. Heilbrigðisþjónusta í einkarekstri verður sífellt stærri hluti heilbrigðiskerfisins. Sú þróun á sér stað á meðan mikil mannekla er í kerfinu og ríkið hefur hvorki sinnt þarfagreiningum né sett fram skýrar kröfulýsingar um magn og gæði þjónustunnar. Ríkisstjórnin veit ekki um hvað hún vill semja við rekstraraðila einnar mikilvægustu þjónustu velferðarsamfélags. Þróun heilbrigðiskerfisins í átt til aukins einkareksturs virðist tilviljunarkennd. Ekkert í lögum um Sjúkratryggingar ver sjúklinga fyrir þeirri fráleitu stöðu að samningar við sérgreinalækna náist ekki svo árum skipti líkt og nú er raunin. Og að sjúklingar séu rukkaðir fyrir þeim kostnaði sem sérgreinalæknar meta að fylgi samningsleysinu. Sjúklingarnir hafa ekkert val því heilbrigðisþjónustan er oft ófáanleg í opinbera kerfinu, aðeins fáanleg í því einkarekna. Því miður er svo komið að íslenskt heilbrigðiskerfi nær einungis fáum af þeim skilyrðum félagslegs heilbrigðiskerfis sem velferðarsamfélög byggja á. Það sem alvarlegra er að við færumst sífellt fjær félagslegu heilbrigðiskerfi ár frá ári. Samhjálpin og samtryggingin hefur smám saman verið veikt í heilbrigðiskerfinu. Er það svona sem við viljum hafa samfélag okkar? Ég segi nei! Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar