Eru byssur meira fullorðins? Oddný G. Harðardóttir skrifar 14. maí 2024 14:00 Almenn sátt hefur ríkt um að Íslendingar, sem herlaus þjóð, taki þátt í varnarsamstarfi með öðrum NATÓ-ríkjum á borgaralegum forsendum, þ.e.a.s. með mannúðaraðstoð og aðstoð við uppbyggingu nauðsynlegra innviða á stríðhrjáðum svæðum. Þannig höfum við sent stoðtæki og teppi til Úkraínu, tekið þar þátt í að byggja upp færanleg neyðarsjúkrahús og þannig má áfram telja. Hjá núverandi ríkisstjórn hefur átt sér stað stefnubreyting sem ekki ríkir sátt um. Við sinnum ekki lengur aðstoð á borgaralegum forsendum en kaupum í staðinn vopn til að nota í stríðsátökunum. Utanríkisráðherra kallar eftir því að við Íslendingar fulltorðnumst í varnarmálum og setur það ákall í samhengi við friðarboðskap og aðstoð á borgaralegum forsendum, sem ég skil sem svo að fullorðið fólk eigi ekki að standa í nú um stundir. Byssur til að drepa fólk sé meira fullorðins. Við þurfum að fullorðnast og horfast í augu við hvernig staðan er í heiminum, segir utanríkisráðherrann íslenski. Þetta er ótrúlegur málflutningur sem hlýtur að hljóma skelfilega í eyrum sumra stjórnarliða. Við vitum hitt, að friður er forsenda velferðar, frelsis og mannréttinda, og að allir menn þrá að lifa við frið og öryggi. Þegar Ísland gegndi formennsku í norrænu ráðherranefndinni bar formennskuáætlun Íslands yfirskriftina: Norðurlönd - afl til friðar. Þetta var í fyrra. Ráðherrarnir hafa greinilega fullorðnast síðan þá. Formennskuáætlun Íslands í Norðurlandaráði í ár ber yfirskriftina: Friður og öryggi á Norðri. Norðurlönd eru þekkt fyrir að vera boðberar friðar, afvopnunar og friðsamlegra lausna. Og við þurfum að halda því áfram ekki síst þegar ástandið er í heiminum eins og það er og allar norrænu þjóðirnar að verða meðlimir í Nató. Ráðamenn eiga aldrei að gera lítið úr þeim sem tala fyrir friðsamlegum lausnum. Boðberar friðar þurfa að vera fleiri en ekki færri. Í þessu sambandi er líka rétt að rifja það upp að við eigum þjóðaröryggisstefnu sem samþykkt var einróma árið 2016 og endurskoðuð í þverpólitískri sátt í fyrra. Í inngangi hennar er lögð rík áhersla á frið og friðsamlegar lausnir. Þriðji töluliður stefnunnar kveður á um að ,,… aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu verði áfram lykilstoð í vörnum Íslands og meginvettvangur vestrænnar samvinnu sem Ísland tekur þátt í á borgaralegum forsendum til að efla eigið öryggi og annarra bandalagsríkja." Hvað merkir að við tökum þátt á borgaralegum forsendum? Felur það í sér að sjá þjóðum fyrir vopnum í stríði? Við þurfum að vera viss um þjóðaröryggisstefnan sé ekki bara orðin tóm og bera ákvarðanir sem varða þjóðaröryggi saman við það sem í henni stendur. Enginn hörgull er á verkefnum á sviði mannúðaraðstoðar og innviðauppbyggingar í Úkraínu sem mikilvægt er að styðja. Og enginn íslenskur ráðamaður má vera feiminn við að tala fyrir friði og friðsamlegum lausnum. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Oddný G. Harðardóttir Samfylkingin Alþingi Utanríkismál Öryggis- og varnarmál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar NATO Mest lesið Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Almenn sátt hefur ríkt um að Íslendingar, sem herlaus þjóð, taki þátt í varnarsamstarfi með öðrum NATÓ-ríkjum á borgaralegum forsendum, þ.e.a.s. með mannúðaraðstoð og aðstoð við uppbyggingu nauðsynlegra innviða á stríðhrjáðum svæðum. Þannig höfum við sent stoðtæki og teppi til Úkraínu, tekið þar þátt í að byggja upp færanleg neyðarsjúkrahús og þannig má áfram telja. Hjá núverandi ríkisstjórn hefur átt sér stað stefnubreyting sem ekki ríkir sátt um. Við sinnum ekki lengur aðstoð á borgaralegum forsendum en kaupum í staðinn vopn til að nota í stríðsátökunum. Utanríkisráðherra kallar eftir því að við Íslendingar fulltorðnumst í varnarmálum og setur það ákall í samhengi við friðarboðskap og aðstoð á borgaralegum forsendum, sem ég skil sem svo að fullorðið fólk eigi ekki að standa í nú um stundir. Byssur til að drepa fólk sé meira fullorðins. Við þurfum að fullorðnast og horfast í augu við hvernig staðan er í heiminum, segir utanríkisráðherrann íslenski. Þetta er ótrúlegur málflutningur sem hlýtur að hljóma skelfilega í eyrum sumra stjórnarliða. Við vitum hitt, að friður er forsenda velferðar, frelsis og mannréttinda, og að allir menn þrá að lifa við frið og öryggi. Þegar Ísland gegndi formennsku í norrænu ráðherranefndinni bar formennskuáætlun Íslands yfirskriftina: Norðurlönd - afl til friðar. Þetta var í fyrra. Ráðherrarnir hafa greinilega fullorðnast síðan þá. Formennskuáætlun Íslands í Norðurlandaráði í ár ber yfirskriftina: Friður og öryggi á Norðri. Norðurlönd eru þekkt fyrir að vera boðberar friðar, afvopnunar og friðsamlegra lausna. Og við þurfum að halda því áfram ekki síst þegar ástandið er í heiminum eins og það er og allar norrænu þjóðirnar að verða meðlimir í Nató. Ráðamenn eiga aldrei að gera lítið úr þeim sem tala fyrir friðsamlegum lausnum. Boðberar friðar þurfa að vera fleiri en ekki færri. Í þessu sambandi er líka rétt að rifja það upp að við eigum þjóðaröryggisstefnu sem samþykkt var einróma árið 2016 og endurskoðuð í þverpólitískri sátt í fyrra. Í inngangi hennar er lögð rík áhersla á frið og friðsamlegar lausnir. Þriðji töluliður stefnunnar kveður á um að ,,… aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu verði áfram lykilstoð í vörnum Íslands og meginvettvangur vestrænnar samvinnu sem Ísland tekur þátt í á borgaralegum forsendum til að efla eigið öryggi og annarra bandalagsríkja." Hvað merkir að við tökum þátt á borgaralegum forsendum? Felur það í sér að sjá þjóðum fyrir vopnum í stríði? Við þurfum að vera viss um þjóðaröryggisstefnan sé ekki bara orðin tóm og bera ákvarðanir sem varða þjóðaröryggi saman við það sem í henni stendur. Enginn hörgull er á verkefnum á sviði mannúðaraðstoðar og innviðauppbyggingar í Úkraínu sem mikilvægt er að styðja. Og enginn íslenskur ráðamaður má vera feiminn við að tala fyrir friði og friðsamlegum lausnum. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun