Menning

Menning

Sviðslistir, bókmenntir, sagnfræði, tónlist, myndlist og aðrar listasýningar.

Fréttamynd

Bara skápur

Fræðsludeild Þjóðleikhússins og leiklistardeild Listaháskóla Íslands standa í fjórða sinn fyrir örleikritunarsamkeppni meðal framhaldsskólanema.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Eiríkur flytur til Finnlands

Ljóðskáldið og Nýhil-liðinn Eiríkur Örn Norðdahl er á leið í víking til Finnlands. Eiríkur, sem hefur verið afar áberandi í bókmenntaheiminum á síðustu misserum og árum, flyst búferlum til Helsinki að páskafríi loknu, en þar býr sænsk unnusta hans.

Menning
Fréttamynd

Fimmti í Helsinki

Eiríkur Hauksson verður fimmti á svið í Helsinki þegar hann syngur lagið Ég les í lófa þínum í undankeppni Eurovision í maí. Aðstandendur lagsins höfðu vonast til að verða fimmtu til áttundu á svið og urðu því himinifandi þegar þeir fengu tíðindin.

Tónlist
Fréttamynd

Air: Pocket Symphony - fjórar stjörnur

Ef tilvera ykkar í stórborginni Reykjavík heldur ykkur of föstum tökum til þess að þið getið fundið tækifæri til þess að flýja í rólega helgarferð í sumarbústaðinn er alveg óhætt að mæla með þessari nýju Air-plötu sem sárabót.

Tónlist
Fréttamynd

Kanna möguleika miðilsins

Á sýningunni „Augliti til auglitis“ eru ljósmyndir eftir franska myndlistarmenn en sýningu þeirri er ætlað að varpa ljósi á samtímaljósmyndun og möguleika hennar. Sýningin er liður í frönsku menningarkynningunni Pourquoi pas? og var opnuð í Listasafni Akureyrar um helgina.

Menning
Fréttamynd

Heimsækja Hreindýraland

Alþjóðlega kvikmynda- og vídeó­listahátíðin 700.is Hreindýraland verður haldin í annað sinn á Austur­landi í lok mánaðarins. Hátíðin er vettvangur fyrir tilraunakvikmyndir og vídeólist en myndirnar koma hvaðanæva að. Um 500 myndir bárust aðstandendum hátíðarinnar sem höfðu því úr nægu að moða þegar kom að því að móta dagskrána. Myndirnar verða sýndar víða um Austurland.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Met-skilnaður Eddu Björgvins

„Já, þetta er nefnilega svo mikið met. Þetta er bara að verða eins og besti farsi,“ segir Edda Björgvinsdóttir, leikkonan dáða og snjalla, í samtali við Fréttablaðið. Í banastuði eins og svo oft.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Spænsk lög sungin og leikin

Spænsk einsöngslög og dúettar frá ýmsum tímabilum hljóma á Háskólatónleikum í hádeginu á morgun, 14. mars. Valgerður Guðrún Guðnadóttir sópran, Hrólfur Sæmundsson baritón og Steinunn Birna Ragnarsdóttir píanóleikari flytja verk spænsku tónskáldanna Albeniz, De Falla og Granado og argentíska tónskáldsins Morillo.

Tónlist
Fréttamynd

Svítur og sónötur

Hjörleifur Valsson fiðluleikari heldur tónleika ásamt Ástríði Öldu Sigurðardóttur píanóleikara, Kristni H. Árnasyni gítarleikara og Tatu Kantomaa harmonikuleikara í Salnum í Kópavogi í kvöld.

Tónlist
Fréttamynd

Björk spilar á styrktartónleikum

Tónlistarkonan Björk Guðmundsson mun koma fram á styrktartónleikum á Nasa hinn 1. apríl ásamt tíu stúlkna blásturshljómsveit. Munu þau frumflytja lög af nýjustu plötu Bjarkar, Volta, sem kemur út 7. maí.

Tónlist
Fréttamynd

Music and Lyrics - tvær stjörnur

Mér er gjörsamlega fyrirmunað að skilja af hverju Hugh Grant nennir að gera bíómyndir. Hann leikur jú ávallt sömu persónuna, taugaveiklaðan, vandræðalegan en hnyttinn Breta sem lendir í ástarævintýri með konu sem er fjórtánhundruð sinnum fallegri en hann sjálfur. Hugh Grant er ekki góður leikari og þetta virkaði síðast hjá honum fyrir áratug síðan en hann gefst ekki upp.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Aerosmith í Indlandi

Hljómsveitin Aerosmith mun halda tónleika í Indlandi 2. júní næstkomandi. Er þetta í fyrsta sinn sem hljómsveitin spilar þarlendis. Munu tónleikarnir fara fram í kvikmynda- og fjármálaborginni Mumbai.

Tónlist
Fréttamynd

Fröken elliheimili kosin í Sviss

Fegurðarsamkeppni fyrir ellilífeyrisþega – Fröken elliheimili – var haldin í fyrsta sinn á laugardagskvöldið í Sviss. Einu skilyrðin fyrir þátttöku í keppninni eru að þátttakendur geti gengið án hjálpar, séu yfir sjötugt og búi einir. Laurent Rerat framkvæmdastjóri keppninnar fékk hugmyndina þegar hann velti fyrir sér æsku-þráhyggju nútímans.

Lífið
Fréttamynd

Ljúka ekki við bók Beckhams

Harry Potter og eldbikarinn, My life eftir Bill Clinton og My side eftir David Beckham eru á meðal þeirra bóka sem Bretar klára ekki. Gerð var könnun á 4000 Bretum og í ljós kom að um helmingur bóka sem þeir kaupa eru ólesnar.

Menning
Fréttamynd

Hafdís Huld á kvennarokkhátíð í Frakklandi

Hafdís Huld Þrastardóttir söngkona hefur verið valin í hóp þeirra listamanna sem koma fram á frönsku tónlistar hátíðinni Les Femmes S´en Melent í vor. Hátíðin miðast að því að kynna fólki það áhuga verðasta sem er að gerast meðal kvenna í heimi tónlistarinnar ár hvert.

Tónlist
Fréttamynd

Hrotur svipta maka tveimur árum

Þeir sem eiga maka sem hrýtur í svefni missa tvö ár af svefni þegar litið er til meðal líftíma sambanda. Í nýlegri breskri rannsókn kemur fram að meira en þriðji hver Breti er sviptur góðum nætursvefni af hrotum maka. Að meðaltali missa makarnir tveggja klukkustunda svefn á hverri nóttu. Þegar tölfræðin tekur svo mið af meðal líftíma sambanda, sem er 24 ár, safnast tímarnir saman og verða að tveimur árum.

Lífið
Fréttamynd

Lay Low spilar á blúskvöldi

Tónlistarkonan Lay Low treður upp í fyrsta sinn undir formerkjum blússins á Classic Rock í kvöld. Samtökin Blues Iceland Promotion standa fyrir tónleikunum.

Tónlist
Fréttamynd

LEG - Fjórar stjörnur

Það er öllu til tjaldað á stóra sviðinu í Þjóðleikhúsinu þar sem söngleikurinn Leg var frumsýndur fyrir helgi. Mér er nær að halda að annað eins havarí hafi vart sést þar áður. Sýningin er afar kröftug og litrík, keyrð upp af dúndrandi tónlistarbræðingi sem gefur Webber og félögum þokkalegan selbita.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Leikur í Mama Mia

Leikarinn Pierce Brosnan hefur tekið að sér hlutverk í nýrri söngvamynd sem verður byggð á Abba-söngleiknum vinsæla Mama Mia. Brosnan, sem lék James Bond á sínum tíma, leikur á móti Meryl Streep í myndinni. Fjallar hún um unga konu sem reynir að komast að því hver pabbi hennar er.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Ræbbblar gera við reiðhjól

Hópur pönkara hefur stofnað reiðhjólagengið Ræbbblarnir sem ætlar að setja á fót verkstæði í sumar þar sem fólk getur búið til hjól og lagað gömul með aðstoð gengisins. Ætlar gengið að sækja um skapandi sumarstarf hjá Hinu húsinu í von um að fá styrk til verkefnisins. Einnig stendur til að halda nokkra styrktartónleika til að koma þessari athyglisverðu hugmynd á koppinn.

Tónlist
Fréttamynd

Séní af ísfirskum ættum

Sellóleikarinn Erling Blöndal Bengtsson lýkur afmælisferð sinni um Ísland með tónleikum hjá Kammermúsíkklúbbn-um í kvöld. Erling fagnaði 75 ára afmæli sínu síðastliðinn fimmtudag og hélt þá tónleika á Ísafirði en í vikunni lék hann einnig fyrir Norðlendinga ásamt píanóleikaranum Ninu Kavtaradze og Einari Jóhannessyni klarinettuleikara.

Tónlist
Fréttamynd

Stórstjörnur í American Idol

Raunveruleikaþátturinn vinsæli, American Idol, mun í næsta mánuði fá stórstjörnur til að koma fram í þættinum til styrktar góðgerðarmála. Meðal þeirra sem koma fram eru Gwen Stefani, Pink og Annie Lennox. Einnig er búist við því að Bono taki lagið og að Sacha Baron Cohen komi fram sem Borat.

Tónlist
Fréttamynd

Stebbi og Eyfi ferðast um landið

Stefán Hilmarsson og Eyjólfur Kristjánsson eru á leiðinni í tónleikaferð um landið, sem hefst í Ólafsvíkurkirkju í Ólafsvík á mánudagskvöld. Munu þeir jafnframt heimsækja Akureyri, Akranes, Vestmannaeyjar, Dalvík, Keflavík og fleiri bæi á ferð sinni. Hefjast allir tónleikarnir klukkan 20.30.

Tónlist
Fréttamynd

Someone to Drive You Home - þrjár stjörnur

Breska tónlistartímaritið NME valdi þessa plötu eina af 10 bestu plötum síðasta árs. Persónulega botna ég ekkert í því. Mig grunar að Pretenders-legi slagarinn Weekend Without Makeup hafi átt hlut að máli. Hef það líka á tilfinningunni að þetta sé eitt af þessum böndum sem skila sér ekki eins vel á plasti og á sviði.

Tónlist
Fréttamynd

Horft austur

Um tvö hundruð manns hafa þegar skráð sig í kvikmyndaklúbbinn Fjalaköttinn sem hóf sýningar í Tjarnarbíói fyrir skömmu. Þriðju sýningarhelgina verður kastljósinu beint að Rússlandi. Á morgun verða sýndar fjórar myndir en þar á meðal er stórvirkið Trönurnar fljúga eftir Mikhail Kalatozov.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Fullt af engu

Í Nýlistasafninu stendur nú yfir sýningin „Presque rien“ sem útleggst á hinu ástkæra ylhýra sem „næstum því ekki neitt“. Þar sýna franskir myndlistarmenn í tilefni af menningarkynningunni Pourquoi pas? en sýningin byggir á sköpunarverkum listamannsins Roberts Filliou.

Menning
Fréttamynd

Beastie Boys bætast við

Hljómsveitirnar Beastie Boys, The Killers, Peter Björn og John og Slayer eru á meðal þeirra sem hafa bæst við dagskrá Hróarskelduhátíðarinnar sem verður haldin í Danmörku í sumar.

Tónlist
Fréttamynd

Launahækkun læknanna í Grey's Anatomy

Grey’s Anatomy stjarnan Ellen Pompeo, sem leikur Dr. Meredith Grey í þáttaröðinni vinsælu, hefur gert nýjan samning við ABC. Er samningurinn metinn á næstum 200 þúsund dollara fyrir hver þátt, en það jafngildir rúmum 13,5 milljónum króna. Eru um 20 þættir í hverri seríu.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Öfundsjúkir læknar

Mikil ólga er meðal leikaranna í læknaþættinum Grey´s Anatomy vegna þess að Kate Walsh sem leikur Dr. Addison Montgomery, fær sérstakan þátt um sína persónu, sem verður gerður samhliða aðalþáttunum. Allir leikararnir vildu ólmir fá sinn hliðarþátt og eru sagðir mjög afbrýðisamir út í Walsh.

Lífið