Steingarðar byggðir í Eyjafirði Landsfjórðungar takast á í fjölbreyttu framboði listaverka þessa dagana: í Stykkishólmi opnaði Roni Horn Vatnasafn sitt í gær og norður á Akureyri var ekki smærra verk erlends listamanns opinberað. Á morgun verður opnuð í Listasafninu á Akureyri yfirlitssýning á jarðlistaverkefni Andrews Rogers, Lífstakturinn. Menning 4. maí 2007 06:45
Hlýtt á tal tveggja Rithöfundurinn Thor Vilhjálmsson ræðir við kollega sinn frá Frakklandi, Edouard Glissant, í sérstakri dagskrá í tilefni af frönsku menningarkynningunni Pourquoi pas? á morgun. Menning 4. maí 2007 06:15
Lay Low fer til Bandaríkjanna Tónlistarkonan Lay Low er á leiðinni í sína fyrstu tónleikaferð til Bandaríkjanna, sem hefst í lok þessa mánaðar. Dagana 27. maí til 3. júní spilar hún í Los Angeles og 4. til 9. júní treður hún upp í New York. Áður en Lay Low fer til Bandaríkjanna spilar hún 17. og 18. maí á tónlistarhátíðinni The Great Escape sem verður haldin í Brighton á Englandi. Tónlist 3. maí 2007 10:15
Matareitrun tefur ferð Breska rokksveitin Muse og hin bandaríska My Chemical Romance hafa gert hlé á tónleikaferð sinni um Bandaríkin eftir að fylgdarlið beggja sveita, ásamt meðlimum My Chemical Romance, fékk matareitrun. Tónlist 3. maí 2007 09:45
Köngulóarmaðurinn snýr aftur Sam Raimi mætir til leiks nú um helgina með þriðju myndina um Köngulóarmanninn Peter Parker en kvikmyndahúsagestir hafa bundist þessum veggjaklifrara og ofurhuga miklum tryggðarböndum. Bíó og sjónvarp 3. maí 2007 09:15
Áhorfendur varaðir við Japanskur dreifingaraðili kvikmyndarinnar Babel hefur varað fólk við því að því gæti liðið illa við að horfa á myndina. Að sögn dreifingaraðilans hafa fimmtán manns kvartað undan ógleði eftir að hafa horft á myndina. Um er að ræða atriði þar sem persóna japönsku leikkonunnar Rinko Kikuchi fer á næturklúbb með ljósum sem blikka ákaft. Hefur áhorfendum orðið óglatt við það að horfa á ljósin. Bíó og sjónvarp 3. maí 2007 09:00
Cusack til liðs við Óttar og De Bont John Cusack er fyrsti leikarinn sem skrifar undir samning um að leika í kvikmyndinni Stoppin Power en henni er leikstýrt af Jan De Bont. Íslendingar eiga sinn hlut í myndinni en tökumaður myndarinnar verður Óttar Guðnason. Bíó og sjónvarp 3. maí 2007 08:45
Stillur á þorra og gylltur sjór María Huld Markan Sigfúsdóttir og Páll Ragnar Pálsson hafa verið virk í tónlistarlífi hérlendis um árabil en nú fá hlustendur að kynnast verkum þeirra í nýju samhengi. Tónlist 3. maí 2007 08:30
Háskólabíó verði heimavöllur Íslands Sena hefur tekið við rekstri Háskólabíós af Sambíóunum og hyggst gera kvikmyndahúsið að heimavelli íslenskrar kvikmyndagerðar. Af því tilefni hefur verið ákveðið að bjóða upp á „tveir fyrir einn“-tilboð á spennumyndirnar Köld slóð og Mýrina. Bíó og sjónvarp 3. maí 2007 07:30
Sjóræningjar og Spartverjar einoka MTV-hátíðina Stórsmellurinn 300 og sjóræningjarnir á Karíbahafinu berjast um hylli áhorfenda á MTV-kvikmyndaverðlaununum sem afhent verða í Los Angeles. Báðar eru tilnefndar sem besta myndin og keppa þar við Little Miss Sunshine, Blades of Glory og Borat. Tilkynnt hefur verið að Sarah Silverman muni kynna hátíðina, sem verður sýnd í beinni útsendingu í fyrsta sinn. Bíó og sjónvarp 3. maí 2007 06:45
Knightley býðst hlutverk í leikhúsi Leikkonan Keira Knightley íhugar alvarlega að hætta kvikmyndaleik en leikkonan segir að kastljós fjölmiðlanna sé orðið alltof mikið. Þetta kemur fram í viðtali við tímaritið Elle. Bíó og sjónvarp 3. maí 2007 06:30
Þegar múrinn féll Græna ljósið tekur til sýningar um helgina þýsku myndina Líf hinna eða Das Leben der Anderen en hún hlaut Óskarsverðlaun sem besta erlenda myndin fyrr á árinu. Að venju býður Græna ljósið félögum í kvikmyndaklúbbnum sínum frítt á myndina um opnunarhelgina en þeir fá sendan miðakvóta á föstudaginn sem þeir geta notað á midi.is. Bíó og sjónvarp 3. maí 2007 06:30
Ljúfar tenóraríur Tenórinn ungi Þorsteinn H. Árbjörnsson syngur þekktar aríur við undirleik píanóleikarans Antoníu Hevesi á hádegistónleikum í menningarmiðstöðinni Hafnarborg í dag. Tónleikarnir standa sem fyrr yfir í um hálfa klukkustund og eru algjörlega ókeypis. Tónlist 3. maí 2007 06:15
Uppsprengt verð á Kjarval „Þetta er bull og vitleysa,“ sagði Bragi Kristjónsson fornbókasali um verðlagningu á Hvalasögu Jóhannesar S. Kjarvals á uppboðssíðunni eBay. Seljandi, sem virðist búsettur í Kópavogi en lætur nafns síns ekki getið, býður upp áritað eintak af smásögunni „Hvalasagan – átján hundruð níutíu og sjö“ á eBay, fyrir lágmarksupphæðina 58.500 bandaríkjadali. Menning 3. maí 2007 06:00
Tröllaslagurinn í Kvosinni Skessur leggja undir sig Reykjavík sólarhringana fyrir kosningarnar. Tilefnið er ekki fardagar heldur Listahátíðin sem skellir sér ofan í síðustumetrana í kosningabáráttu og andlegan undirbúning þjóðarinnar fyrir Eurovision. Menning 3. maí 2007 05:30
Ryder og Amy gestir Söngkonan Amy Winehouse og Shaun Ryder, forsprakki Happy Mondays, verða að öllum líkindum í gestahlutverki á annarri plötu Babyshambles. Sveitin er í viðræðum við Ryder um þátttökuna og næst á blaði er síðan Winehouse, sem er mikil vinkona Pete Doherty og félaga. Tónlist 3. maí 2007 03:00
Hvaladráp 14. maí Fjórða plata rokksveitarinnar Mínus, The Great Northern Whalekill kemur út hinn 14. maí næstkomandi. Hið sérstaka umslag plötunnar var hannað af Gunnari Vilhjálmssyni og tók Börkur Sigþórsson myndina. Tónlist 30. apríl 2007 10:00
Tónleikar: Nouvelle vague - þrjár stjörnur Franska hljómsveitin Nouvelle vague lék á tónleikum í Hafnarhúsinu á föstudagskvöld. Steinþór Helgi Arnsteinsson setti sig í franska gírinn. Andrúmsloftið var nokkuð þægilegt í Hafnarhúsinu þetta ágæta föstudagskvöld, reyndar var rauðvín ekki selt á staðnum sem vissulega hefði gert áhorfendaskarann örlítið franskari. Tónlist 30. apríl 2007 09:30
Snjóboltaáhrif Sykurmola Hollendingurinn Marcel Edwin Deelen hefur mikla ástríðu fyrir íslenskri menningu og vinnur nú að því að boða fagnaðarerindi hennar á erlendri grund. Tónlist 30. apríl 2007 09:15
Curver + Kimono - tvær stjörnur Platan Curver + Kimono inniheldur að sögn aðstandenda einhvers konar furðumix af lögunum á fyrstu plötu Kimono, Mineur Agressif, sem kom út fyrir fjórum árum, en Curver stjórnaði upptökum á henni. Tónlist 30. apríl 2007 08:15
Leiklistarveisla í Borgó Leiklistarveisla verður haldin í Borgarleikhúsinu í kvöld kl. 20 í tilefni af menningarhátíðinni List án landamæra. Bíó og sjónvarp 30. apríl 2007 08:00
Vorblót væntanlegt Miðasala á tónlistarhátíðina Vorblót, sem fer fram í annað sinn í Reykjavík 17.-19. maí, hefst á þriðjudag. Þeir sem koma fram á hátíðinni eru Salsa Celtica, Oumou Sangaré, Stórsveit Samúels J. Samúelssonar og Goran Bregovic. Tónlist 30. apríl 2007 08:00
Treður upp á Eurovison Finnska tríóið Apocalyptica spilar á úrslitakvöldi Eurovision-keppninnar í Helsinki 12. maí. Sveitin vakti fyrst athygli fyrir sellóútgáfur sínar á lögum rokksveitarinnar Metallica. Síðan þá hefur hún spilað sífellt meira af eigin efni. Tónlist 30. apríl 2007 07:15
Sjötta plata NIN Sjötta plata rokksveitarinnar Nine Inch Nails, Year Zero, er komin út. Hljómsveitin á sér nokkra sögu, átján ár eru liðin síðan fyrsta platan, Pretty Hate Machine, kom út. Síðasta plata sveitarinnar, With Teeth, kom út fyrir fjórum árum og fékk hún mjög góðar viðtökur. Tónlist 30. apríl 2007 06:30
Saga bústaðanna Nokkuð er liðið síðan menn tóku að hafa áhyggjur af því að heimildir væru fáar til um Verkamannabústaðina við Hringbraut. Það var fyrsta stóra átakið sem verkafólk í Reykjavík sýndi til að koma húsnæðismálum sínum í lag með samtakamættinum: forkólfur í byggingu þeirra var Héðinn Valdimarsson en hann lagði fram frumvarp á þingi 1924 um að þeir risu. Menning 30. apríl 2007 06:30
Risaeðlur og fyrsta hanagal Tónleikaröðin 15:15 hefur komið sér upp aðsetri í Norræna húsinu. Erindið er enn sem fyrr flutningur á nýrri tónlist og á sunnudaginn verða þar frumflutt verk eftir ung tónskáld. Það er hin margverðlaunaða Caput-sveit sem flytur. Þar verða flutt verk eftir Hafdísi Bjarnadóttur, Jón Rúnar Arason, Guðmund Óla Sigurgeirsson og Diönu Rotaru. Tónlist 29. apríl 2007 12:00
Alltaf á leið til leikhússins Menn hafa löngum afgreitt leikrit Halldórs Laxness sem einhvers konar aukagetu. Jón Viðar Jónsson leikhúsfræðingur segir að leikritaskrif hans hafi verið mikilvægur hluti af hans listrænu leit og glímu og eigi skilið verðugri sess. Hann ræðir um olnbogabarnið Straumrof á Gljúfrasteini í dag. Bíó og sjónvarp 29. apríl 2007 10:00
Fjalakötturinn sýnir þrjár myndir byggðar á sögum Astridar Lindgren Fjalakötturinn sýnir þrjár myndir byggðar á sögum Astridar Lindgren nú um helgina, auk þess sem síðustu sýningar á myndum franska kvikmyndagerðarmannsins Raymond Depardon fara fram. Bíó og sjónvarp 29. apríl 2007 08:00
Kate: Sambandsslitin Karli að kenna Karl Bretaprins sagði Vilhjálmi syni sínum að ef hann ætlaði ekki að giftast kærustunni, Kate Middleton, skyldi hann hætta með henni. Þetta er haft eftir samstarfsfélögum Kate í breska blaðinu Daily Mirror. Vilhjálmur mun hafa leitað ráða hjá föður sínum vegna þrýstings um að hann ætti að biðja Kate að giftast sér. Lífið 28. apríl 2007 16:47
Vilja endurreisa Rósenberg Tvennir tónleikar undir yfirskriftinni Reisum Rósenberg verða haldnir um helgina til að stuðla að uppbyggingu tónleikastaðarins Café Rósenberg, sem skemmdist illa í bruna á dögunum. Tónlist 28. apríl 2007 16:00