Synirnir á báðum áttum með pabba „Synir mínir eiga safnið og hafa skyldað mig til að horfa á það allt,“ segir leikarinn Ellert Ingimundarson en hann hefur verið ráðinn til að tala fyrir hinn guðhrædda Ned Flanders í Simpson-myndinni sem frumsýnd verður í sumar. Bíó og sjónvarp 14. maí 2007 08:00
Samdi nýtt stef fyrir Ríkisútvarpið „Þetta er stef sem ég samdi síðasta sumar,“ segir Sveinbjörn Thorarensen, betur þekktur sem Hermigervill, sem samdi nýtt stef sem hljóma mun undir samlesnu auglýsingunum á Rás eitt og tvö. „Ég fékk Björn Thorarensen, pabba minn til að spila á hljómborð fyrir mig. Þannig að þetta er svona feðga samvinna. Hann spilaði með Mezzoforte í gamla daga og kemur með smá áhrif þaðan. Sjálfur spilaði ég á gítar.“ Tónlist 14. maí 2007 07:00
Horfa á Star Wars og Dirty Dancing Star Wars og Dirty Dancing eru þær myndir sem fólk hefur mest gaman af að horfa á aftur og aftur. Þetta kemur fram í niðurstöðum könnunar á vegum bresku sjónvarpsstöðvarinnar Sky. Bíó og sjónvarp 14. maí 2007 03:00
Fönkskotin tónlist Platan Fnykur með Stórsveit Samúels Jóns Samúelssonar kemur út á föstudag á vegum SJS Musik. Sama dag heldur Stórsveitin útgáfutónleika á tónlistarhátíðinni Vorblóti. Tónlist 14. maí 2007 02:00
Bjartsýn á franskt/íslenskt framhald Það var tilkomumikil sjón þegar götuleikhúsið Royal de Luxe sprengdi höfuð risans mislynda í loft upp og risessan sigldi úr Reykjavíkurhöfn. Þá var létt yfir mannskapnum sem undanfarna þrjá mánuði hefur staðið fyrir franska vorinu á Íslandi. Menning 14. maí 2007 01:00
Star Wars í efsta sæti Star Wars hefur verið kjörin sú mynd sem hefur haft mest áhrif á tæknibrellur annarra mynda í gegnum tíðina. Star Wars, sem kom út 1977, hvatti marga til að starfa við tæknibrellur í kvikmyndum, að því er kom fram niðurstöðum könnunar Samtaka tæknibrellna í Bandaríkjunum. Bíó og sjónvarp 13. maí 2007 14:00
Líf og fjör á vorhátíð Vorhátíð Laugarneshverfis hefst klukkan 14 í dag. „Þetta er sannkölluð fjölskylduhátíð þar sem börnin eru í forgrunni,“ sagði séra Hildur Eir Bolladóttir, prestur í Laugarneskirkju, sem verður kynnir á hátíðinni. Tónlist 13. maí 2007 11:30
Coppola sýnir í Róm Fyrsta kvikmynd leikstjórans Francis Ford Coppola í tíu ár verður frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Róm í október. Myndin nefnist Yout Without Youth og gerist í seinni heimsstyrjöldinni. Með aðalhlutverk fer Tim Roth. Leikur hann prófessor sem verður að skotmarki nasista eftir að hann kemst yfir formúlu fyrir ódauðleika. Bíó og sjónvarp 13. maí 2007 10:00
Green Day í Simpsons Bandaríska hljómsveitin Green Day kemur fram í gestahlutverki í kvikmyndinni The Simpsons sem kemur út í sumar eftir margra ára bið. Koma söngvarinn Billie Joe og félagar fram í stuttu atriði skömmu áður en myndin endar. Öskrar barþjónninn Moe á þá og biður um að spila ekki svona hátt. Bíó og sjónvarp 13. maí 2007 09:30
Landnámssetrið eins árs Ár er nú liðið frá opnun Landnámssetursins í Borgarnesi og af því tilefni eru aðdáendur afmæla og einkum þeir yngstu boðnir sérstaklega velkomnir í setrið. Bíó og sjónvarp 13. maí 2007 08:00
Vill sexalógíu Kvikmyndaframleiðandinn The Halcyon Co. hefur keypt sýningarréttinn að kvikmyndunum um Tortímandann og ætlar sér að búa til þrjár myndir til viðbótar þannig að úr verði sexalógía. Bíó og sjónvarp 12. maí 2007 16:00
Upphefð í annað sinn Sigríður Lára Sigurjónsdóttir leikskáld á heiðurinn að verkinu Listin að lifa sem var valið áhugaverðasta áhugaleiksýning leikársins 2006-2007. Þetta er í annað sinn sem höfundinum hlotnast þessi heiður en verkið verður sýnt í Þjóðleikhúsinu í júní. Bíó og sjónvarp 12. maí 2007 15:30
Traustur maður á réttum stað CoBrA-sýningin stóra sem var opnun Listahátíðarinnar í Reykjavík í gær verður ekki ekki til af sjálfu sér. Forráðamenn Listasafns Íslands drógu enga dul á að þegar farið var í alvöru að ræða hugmyndina, sem kom upp í sendiráði Íslands í Kaupmannahöfn, hafi enginn annar komið til greina til að setja sýninguna saman en Norðmaður á eftirlaunum: Per Hovdenakk, fyrrverandi safnstjóri á Onstadt-safninu í Osló. Menning 12. maí 2007 15:00
Tónamínútur fyrir flautu og píanó Verk Atla Heimis Sveinssonar, Tónamínútur, verður flutt á tónleikum í Þjóðleikhúsinu á morgun í tilefni af Listahátíð í Reykjavík. Tónamínútur er verk fyrir einleiksflautu og flautu og píanó en flytjendur verða Áshildur Haraldsdóttir flautuleikari, Anna Guðný Guðmundsdóttir píanóleikari og tónskáldið sjálft. Tónlist 12. maí 2007 14:15
Tilraunakenndari Leaves Hljómsveitin Leaves er komin langt með upptökur á sinni þriðju plötu. Arnar Guðjónsson söngvari segir tónlistina tilraunakenndari en áður. „Við ætlum ekkert að gefa út fyrr en við erum orðnir ánægðir. Við ætlum að taka upp tvö lög í viðbót áður en við segjum þetta gott,“ segir Arnar Guðjónsson, söngvari Leaves. Tónlist 12. maí 2007 13:30
Tengsl hests og manns Þuríður Sigurðardóttir, Þura, kynnir myndbandsverk og sína nýjustu málverkaröð á sýningunni „STÓГ í galleríi Suðsuðvestur í Reykjanesbæ. Sýningin verður opnuð kl. 16 í dag. Menning 12. maí 2007 13:15
Spáir tveimur undankeppnum að ári „Þetta er nákvæmlega það sem ég spáði fyrir um fyrir þremur árum,“ sagði Jónatan Garðarsson, þaulreyndur Eurovision-spekingur, um úrslitin í undankeppni Eurovision. Mikillar óánægju hefur orðið vart bæði á Íslandi og í löndum á borð við Noreg, Danmörku og Holland, þar sem enginn keppandi frá vesturhluta Evrópu komst áfram. Tónlist 12. maí 2007 13:00
Þrír rómantískir menn Saxófónleikarinn Sigurður Flosason og píanóleikarinn Kjartan Valdemarsson halda tónleika með völdum sönglögum eftir Franz Schubert í eigin útsetningum í Laugarneskirkju kl. 16 í dag. Þar geta íbúar á höfuðborgarsvæðinu róað taugar sínar á kjördag og varið innilegri klukkustund með með þremur rómantískum karlmönnum: Kjartani, Sigurði og Franz. Tónlist 12. maí 2007 12:45
Sopranos-leikari á tímamótum Michael Imperioli er staddur hér á landi til að leika í kvikmynd Ólafs Jóhannessonar, Stóra planið, þar sem hann fer með hlutverk glæpaforingjans Alexanders. Freyr Gígja Gunnarsson hitti leikarann við sjávarsíðuna á Seltjarnarnesi. Bíó og sjónvarp 12. maí 2007 12:15
Kvöldmessa og vorhátíð Síðasta kvöldmessa vetrarins í Laugarneskirkju verður flutt annað kvöld að lokinni vorhátíð safnaðarins. Þar verður flutt Misa criolla, argentínsk messa eftir Ariel Ramírez, í stað hefðbundinna messuliða og auk þess sungnir suðrænir sálmar til þess að æsa upp sumarskapið. Hildur Eir Bolladóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Tónlist 12. maí 2007 11:30
Minntust Syd Barrett Meðlimir Pink Floyd stigu allir á svið á minningartónleikum um Syd Barrett, fyrrverandi liðsmann sveitarinnar, í London fyrir skömmu. Roger Waters, sem hélt tónleika í Egilshöll á síðasta ári, spilaði einn á sviðinu en David Gilmore spilaði með trommaranum Nick Mason og hljómborðsleikaranum Rick Wright sem báðir voru í Pink Floyd. Gilmore og félagar spiluðu nokkur lög, þar á meðal fyrsta smáskífulag Pink Floyd, Arnold Layne. Tónlist 12. maí 2007 11:15
Óvenjuleg listapör Óvenjuleg myndlistarsýning á vegum hátíðarinnar List án landamæra verður opnuð í Norræna húsinu í dag. Þetta er sannkölluð parasýning þar sem fimmtán ólíkir listamenn sameina krafta sína en meðal þátttakenda eru meðal annars pörin Gauti Ásgeirsson og Finnbogi Pétursson, Halldór Dungal og Hulda Hákon og Guðrún Bergsdóttir og stúlkurnar í Gjörningaklúbbnum. Menning 12. maí 2007 10:45
Edda fyrir Eddu Borgarleikhúsið og Edda Björgvinsdóttir standa fyrir styrktarsýningu á leikritinu Alveg Brilljant Skilnaður á miðvikudag 16. maí kl. 20:00 á Nýja Sviði Borgarleikhússins og mun allur ágóði sýningarinnar renna til leikkonunnar Eddu Heiðrúnar Backman sem stríðir nú við alvarlegan sjúkdóm. Bíó og sjónvarp 12. maí 2007 09:45
Andspyrnan og saga hennar Evrópusambandið hefur nú komið á fót safni á netinu þar sem finna má viðtöl á myndböndum við félaga úr andspyrnuhreyfingum í Evrópu. Vefritið Deutsche Welle greindi frá þessu á dögunum. Menning 12. maí 2007 08:00
Dansað í Óperunni Dans-leikhúsið Pars pro toto er vaknað enn á ný eins og það gerir reglulega: tilefnið er boð um að sýna tvö verk á hátíð í Stuttgart í Þýskalandi hinn 18. og 19. maí næstkomandi. Þar hefur flokknum verið boðið að sýna verkin Von og G.Duo á Íslandshátíð þar í bæ. Menning 12. maí 2007 08:00
múm í september Hljómsveitin múm hefur lokið upptökum á sinni fjórðu hljóðversplötu og er hún væntanleg í búðir 24. september. „Hún er töluvert skemmtilegri en platan á undan [Summer Make Good]. Hún er miklu lausari í sér. Við slepptum okkur miklu meira við hana,“ segir Örvar Þóreyjarson Smárason, meðlimur múm. Tónlist 11. maí 2007 09:15
Hundar stressaðir vegna kröfuharðra eigenda Svissneskir dýralæknar segja að hundar þjáist af stressi og streitueinkennum vegna kröfuharðra eigenda sinna. Linda Hornisberger frá Dýralæknastofu í Bern segir að hundar fái magaverki, spennueinkenni og höfuðverki vegna álagsins. Hún segir að í flestum tilfellum sé kröfuhörðum eigendum um að kenna. Þó geti þrengsl í borgum haft áhrif. Lífið 10. maí 2007 11:17
Mikill léttir fyrir Johnny Depp Kvikmyndaleikarinn Johnny Depp segist hafa lifað sitt mesta angistartímabil þegar dóttir hans varð alvarlega veik í byrjun marsmánaðar. Í viðtali við breska blaðið Daily Mirror sagði hann að nýru Lily-Rose, sem er sjö ára gömul, hafi hætt að starfa eftir að slæm bakteríusýking lagðist á þau. Hún þurfti mikla læknisaðstoð um tíma en hefur náð fullum bata. Lífið 10. maí 2007 09:43
Leiðinda öryggi Slöpp tilraun til þess að búa til kántrí fyrir indí-krakka. Oftast óáhugaverð og leiðinleg til lengdar. Gagnrýni 10. maí 2007 04:30
Tom Jones spilar á Díönu tónleikum Söngvarinn og hjartaknúsarinn Tom Jones og rapparinn P Diddy koma fram á tónleikum til minningar um líf Díönu prinsessu á Wembley leikvanginum í London. Tónleikarnir verða á afmælisdegi prinsessunnar 1. júlí næstkomandi en þá hefði hún orðið 46 ára. Söngvarinn Will Young og kanadíska stjarnan Nelly Furtado eru einnig á lista tónlistarmanna sem koma fram. Lífið 9. maí 2007 15:42