Menning

Menning

Sviðslistir, bókmenntir, sagnfræði, tónlist, myndlist og aðrar listasýningar.

Fréttamynd

Angurværð og spé

Söngkonan Sesselja Kristjánsdóttir heldur tónleika ásamt Guðríði St. Sigurðardóttur í TÍBRÁ, tónleikaröð Kópavogs í Salnum annað kvöld.

Tónlist
Fréttamynd

Gersemar gærdagsins

Víðavangsleikhús er ekki kunnuglegt hugtak í íslensku leikhúslífi en í kvöld má svala forvitni sinni og kynnast slíku í Þjóðleikhúsinu. Franski leikhópurinn Turak er staddur hér á landi á vegum franska menningarvorsins Pourquoi pas? en forsprakki hans Michel Laubu er þekktur leikhúsmaður á meginlandinu.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Hver var Freyja?

Ingunn Ásdísardóttir, þjóðfræðingur og þýðandi heldur fyrirlestrar á vegum Snorrastofu í Reykholti á morgun. Ingunn fjallar þar um ímynd og hlutverk Freyju í norrænni heiðni og kallar erindi sitt „Hver var Freyja?“

Menning
Fréttamynd

Með Biblíur í kassavís

Samkvæmt vef Mannlífs var Gunnar Þorsteinsson, oftast kenndur við Krossinn, sagður vera farinn að hamstra Biblíur en hann hefur ekki farið leynt með andúð sína á nýrri þýðingu bókarinnar sem væntanleg er á næstu misserum.

Menning
Fréttamynd

The Stooges: The Weirdness - þrjár stjörnur

Detroit-sveitin The Stooges kom saman aftur fyrir fjórum árum og hefur verið að spila saman síðan, meðal annars í Hafnarhúsinu í fyrra. Þrír af upprunalegu meðlimunum, Iggy Pop og bræðurnir Ron og Scott Asheton, eru í bandinu í dag.

Tónlist
Fréttamynd

Minning Guðjóns Samúelssonar

Pétur Ármannsson arkitekt og einn reyndasti rannsóknarmaður okkar um þessar mundir í sögu íslenskrar húsagerðar heldur í kvöld fyrirlestur í hátíðarsal Háskóla Íslands en í dag, 16. apríl, eru 120 ár liðin frá fæðingu Guðjóns Samúelssonar, húsameistara ríkisins. Af því tilefni mun Pétur H. Ármannsson arkitekt FAÍ halda fyrirlestur um fjölþætt framlag hans til byggingarlistar og skipulagsmála.

Menning
Fréttamynd

Ull í ungum höndum

Nemendum í Rimaskóla er margt til lista lagt en á morgun verður opnuð sýning á textílverkum nemenda í sjötta bekk skólans í menningarmiðstöðinni Gerðubergi.

Menning
Fréttamynd

Veisla fyrir augu og eyru

Rokksveitin ódauðlega Deep Purple heldur sína fjórðu tónleika hér á landi í Laugardalshöll 27. maí ásamt Uriah Heep. Freyr Bjarnason spjallaði við hljómborðsleikarann Don Airey, sem var rétt að ná sér niður eftir tónleika í Bari á Ítalíu kvöldið áður.

Tónlist
Fréttamynd

Framlag verðlaunað

Rithöfundarnir Margaret Atwood, Ian McEwan og Philip Roth eru meðal þeirra sem hlutu náð fyrir valnefnd Alþjóðlegu Booker bókmenntaverðlaunanna og komust á lista yfir þá fimmtán höfunda sem tilnefndir eru í ár.

Menning
Fréttamynd

Tónleikar Áskels í Hnitbjörgum

Hnitbjörg, hús, vinnustofa og fyrrum heimili Einars Jónssonar myndhöggvara á Skólavörðuholti, er merkileg bygging, hannað af listamanninum sjálfum. Þangað leggja margir leið sína. Bæði garðurinn við húsið og allar innréttingar eru sérstakar.

Tónlist
Fréttamynd

Er hægt að deila sársaukanum?

Hálsfestin hennar Helenu er meira en skartgripur; hún er kannski myllusteinn, jafnvel lausnargjald. Harmurinn er þó að hálsfestin er týnd og eigandinn næstum týndari í framandi borg sem er full af sársauka.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Engin mótmælahljómsveit

Fyrsta plata Skáta í fullri lengd, Ghost of the Bollocks to Come, er komin út á vegum útgáfufélagsins Grandmothers Records. Freyr Bjarnason ræddi við gítarleikarann Benedikt Reynisson.

Tónlist
Fréttamynd

Ekki springa!

Hinn geðþekki óperusöngvari Kristinn Sigmundsson æfir nú hlutverk Mefistós fyrir uppfærslu Semperóperunnar í Dresden í Þýskalandi á óperunni Fordæmingu Fásts eftir Hector Berlioz. Verkið byggir á sorgarleik Goethes um eitt þekktasta fall bókmenntasögunnar þar sem Kristinn leikur hinn illa en óumræðanlega heillandi Mefistó sem verður örlagavaldur Fásts.

Tónlist
Fréttamynd

Dreymir um stóra vinninginn

Leikfélagið Hugleikur setur upp nýtt verk eftir Hrefnu Friðriksdóttur í Hjáleigunni í kvöld. Leikritið heitir Bingó og fjallar um fimm manneskjur sem hittast reglulega og spila þann sívinsæla leik en öll dreymir þau um stóra vinninginn.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Kristallinn hljómar

Kammertónleikaröð Sinfóníuhljómsveitar Íslands, Kristall, heldur áfram göngu sinni í Listasafni Íslands í dag. Þá munu þau Sif Tulinius fiðluleikari, Þórunn Ósk Marinósdóttir víóluleikari og Sigurður Bjarki Gunnarsson sellóleikari flytja verk eftir Mozart og Brahms ásamt sérstökum gesti, píanóleikaranum Steinunni Birnu Ragnarsdóttur.

Tónlist
Fréttamynd

Brynhildur líklega í Lordi-myndinni

„Þetta var ein skemmtilegasta áheyrnarprufa sem ég hef verið með,“ segir Alexía Björg Jóhannesdóttir hjá Reykjavík Casting en hún sá um að prófa leikkonur fyrir finnsk/íslensku hryllingsmyndina Dark Floors: Lordi Motion Picture. Eins og fram kom í Fréttablaðinu fyrir skömmu verður íslensk leikkona í aðalhlutverkinu en meðframleiðendur myndarinnar eru þeir Júlíus Kemp og Ingvar Þórðarson hjá Kvikmyndafélagi Íslands.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Ísland græðir þrjá milljarða á Hollywood

Þau erlendu kvikmyndatökulið sem hafa dvalist hér á landi síðastliðin fimm ár hafa eytt fimmtíu milljónum bandaríkjadala sem samsvarar þremur milljörðum íslenskra króna. Þetta kemur fram í grein á vefsíðu kvikmyndatímaritsins Variety sem birtist í gær undir nafninu "Iceland's landscape brings big names“ eða Íslenskt landslag laðar að stóru nöfnin.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Sígilt sultubrauð fáanlegt að nýju

Hjá Vöku-Helgafelli er komin út að nýju bókin Franskbrauð með sultu eftir Kristínu Steinsdóttur með myndum eftir Brian Pilkington. Tuttugu ár eru síðan bókin kom fyrst út en fyrir hana hlaut Kristín Íslensku barnabókaverðlaunin vorið 1987

Menning
Fréttamynd

Fyrsta skrefið í átt til landsfrægðar

Nú er lag fyrir ungar og upprennandi hljómsveitir að láta af sér kveða. Þær sveitir sem eiga upptökur í pokahorninu - hvort sem um er að ræða fullbúnar upptökur eða hráan efnivið úr bílskúrnum - eiga möguleika á að fá spilun í COKE ZERO listanum sem er á miðvikudögum kl. 18. Þar með geta þær orðið Ungstirni vikunnar og stígið fyrsta skrefið í átt til landsfrægðar!

Tónlist
Fréttamynd

Tilfinningaleg tjáning

Fyrsta plata hljómsveitarinnar Wulfgang kemur út í dag. Þessi efnilega sveit er á leið í tónleikaferðalag um Kína og virðist eiga bjarta tíma framundan.

Tónlist
Fréttamynd

Hara skrifar undir samning við Concert

„Hljómsveitin byrjar að æfa strax á miðvikudag og Jógvan byrjar að syngja á fimmtudaginn,“ segir Einar Bárðarson en ráðgert er að fyrsta platan með færeyska söngvaranum Jógvan komi út strax í byrjun maí. Einar stóð uppi sem sigurvegari á föstudaginn langa þegar úrslitin í X-Factor voru kunngjörð en skjólstæðingur hans Jógvan hafði mikla yfirburði og sigraði með yfir sjötíu prósent allra atkvæða.

Tónlist
Fréttamynd

Gamlar gersemar

Kvikmyndasafn Íslands ­gref­ur upp gersemar úr sínum fórum og sýnir á næstu dögum nokkrar heimildarmyndir frá fornri tíð. Í kvöld og næstkomandi laugardag verðar sýndar myndir frá hnattflugi Nelsons og félaga hans sem komu við í Reykjavík árið 1924 og heimildarmynd um Ítalann Balbo sem flaug yfir Atlantshafið og drap niður fæti hér árið 1933.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Þriðja plata Kings of Leon

Rokksveitin Kings of Leon frá Nash­ville hefur sent frá sér sína þriðju plötu, Because of the Times. Hún inniheldur meðal annars smáskífulagið On Call sem hefur verið mikið spilað að undanförnu.

Tónlist
Fréttamynd

LCD Soundsystem: Sound of Silver -fjórar stjörnur

James Murphy, aðalhausinn á bak við LCD og stofnandi DFA plötufyrirtækisins, er án efa einn mest þenkjandi tónlistarmaður samtímans. Snilldin á bak við aðra plötu LCD Soundsystem er einfaldlega slík. Murphy hefur tekist að skapa danstónlistarkokteil sem á skilið allsherjar lýsingarorðakyn­svall, góðra að sjálfsögðu en einnig ögrandi og dónalegra.

Tónlist
Fréttamynd

Engar guðfræðilegar hártoganir

Séra Þórhallur Heimisson hefur samið við bókaútgáfuna Sölku um útgáfu á ævisögu Maríu Magdalenu. Þórhallur hefur gengið með hugmyndina í maganum síðan 2004 þegar hann byrjaði með námskeiðið um Da Vinci lykilinn en þar leikur María stórt hlutverk.

Menning
Fréttamynd

Science of Sleep - fjórar stjörnur

Nýjasta mynd franska leikstjórans Michel Gondry er óhefðbundin ástarsaga sem gerist í París og í undralandi draumanna. Aðalpersónan Stéphane (Bernal) gerir ekki greinarmun á þessum tveimur heimum, sérstaklega ekki eftir að hann kynnist listakonunni Stéphanie (Gainsbourg) sem býr á móti honum.

Bíó og sjónvarp