Menning

Menning

Sviðslistir, bókmenntir, sagnfræði, tónlist, myndlist og aðrar listasýningar.

Fréttamynd

Silja verðlaunuð fyrir Wuthering Heights

Silja Aðalsteinsdóttir hlaut í dag, á degi bókarinnar, Íslensku þýðingaverðlaunin fyrir þýðingu sína á verkinu Wuthering Heights eftir Emily Brontë sem Bjartur gaf út á síðasta ári. Silja tók við verðlaununum úr hendi Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, við athöfn að Gljúfrasteini fyrr í dag.

Innlent
Fréttamynd

Tekur Partílandið fram yfir Harry Potter

„Ég er núna að fara að spila með landsliðinu en auðvitað vilja allir spila með Draumaliðinu,“ segir Jón Páll Eyjólfsson, leikari og leikstjóri, sem stóð frammi fyrir erfiðri ákvörðun í vikunni. Fréttablaðið greindi frá því að hann væri einn þeirra sem þyki koma til greina í hlutverk í sjöttu kvikmyndinni um Harry Potter.

Menning
Fréttamynd

Allt í kjölfar Airwaves?

Hljómsveitir og tónlistarfólk sem dreymir um að spila á tónlistarhátíðinni Iceland Air­waves í haust geta byrjað að sækja um. Ýmislegt gott hefur rekið á fjörur íslenskra sveita í kjölfar Airwaves þannig að það er margt galnara hægt að gera en að senda inn umsókn.

Tónlist
Fréttamynd

Ávaxtarkarfan verður að sinfóníu

Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson situr nú sveittur og semur hljómsveitarverk úr tónlist Ávaxtarkörfunanar fyrir Sinfóníuhljómsveit Íslands. Áætlað er að það verði flutt 12. júní en þetta barnaleikrit Þorvalds og Kristlaugar Maríu Sigurðardóttur sló eftirminnilega í gegn þegar það var frumsýnt árið 1998. Það var síðan tekið aftur til sýningar árið 2003 og var aðsóknin engu síðri þá.

Tónlist
Fréttamynd

Deerhoof: Friend Opportunity -fjórar stjörnur

The Runners Four með Deerhoof var án ef ein af bestu plötum ársins 2005 og var mun sykursætari en fyrri verk hljómsveitarinnar. Á Friend Opportunity hljómar Deerhoof mun líkari því sem hún gerði fyrir The Runners Four en poppið heldur þó áfram að vera nokkuð ríkjandi. Hér er samt ekki um að ræða eitthvað einn, tveir, þrír tyggjókúlu popp, heldur rokkað, vel framsækið og dýrslegt popp.

Tónlist
Fréttamynd

Horft inn um skráargatið

Er hjónabandið hagkvæmnisráðstöfun, fyrirtæki eða loforð um skilyrðislausa ást? Elva Ósk Ólafsdóttir ræddi við blaðamann um hálan ís og heilmikinn þroska.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Fyrir rokkþyrsta

Hljómsveitin Dr. Spock hyggst veita rokkþyrstum almúganum fyllingu á skemmtistaðnum Grand Rokki í kvöld. Þeim til fulltingis verða félagar úr hljómsveitinni Drep. Fyrrgreinda bandið er þekkt fyrir líflega og hressandi sviðsframkomu og má því líklegt teljast að það verði svolítið fútt í þessu hjá þeim.

Tónlist
Fréttamynd

Ólík öllu öðru

Bandaríska hljómsveitin The Doors fagnar því um þessar mundir með viðamikilli endurútgáfuröð að fjörutíu ár eru liðin frá útgáfu fyrstu Doors-plötunnar. Trausti Júlíusson rifjaði upp kynnin af þessari áhrifamiklu sveit og skoðaði nýju útgáfurnar.

Tónlist
Fréttamynd

Rætt um listir í skólakerfinu

Myndlistarskólinn í Reykjavík gengst fyrir námstefnu um möguleika listnámskennslu í almennu skólastarfi í dag og á morgun. Yfirskrift stefnunnar er „KnowHow” en að því verkefni standa listaskólar í fjórum Evrópulöndum.

Menning
Fréttamynd

Sólin skein skært í Borgarleikhúsinu

Afmælistónleikar hljómsveitarinnar Síðan skein sól í Borgarleikhúsinu á miðvikudagskvöld heppnuðust frábærlega. Helgi Björnsson og félagar voru í miklu stuði og áhorfendur nutu stundarinnar vel.

Tónlist
Fréttamynd

Nýtt frá White Stripes

Ný plata frá hljómsveitinni The White Stripes kemur í verslanir hinn 18. júní næstkomandi. Þetta verður sjötta hljóðversplata The White Stripes, sú fyrsta síðan Get Behind Me Satan kom út árið 2005.

Tónlist
Fréttamynd

Gersemar gærdagsins, sýning Turak-leikhússins - fjórar stjörnur

Landsmenn geta hugsað sér glatt til menningarglóðarinnar fram á vorið því enn stendur yfir franska menningarkynningin Pourquoi pas? og hingað streymir hæfileikafólk frá meginlandinu sem fúst er að skemmta okkur og fræða. Á mánudagskvöld var sett upp óvenjuleg leiksýning í Kúlu Þjóðleikhússins en sýning sú ferðast um landið þessa dagana og verður hún sett upp í flestum fjórðungum auk sýninga í Hafnarfirði og á Reykjanesi.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Til heiðurs merkisberunum

Djasshátíð Garðabæjar hefst í dag og stendur fram á laugardag. Þetta er í annað sinn sem hátíðin er haldin en hún heppnaðist með afbrigðum vel í fyrra.

Tónlist
Fréttamynd

Óvænt samstaða myndast innan leikarastéttarinnar

„Þetta er rétt og þessi samstaða er vægast stórkostleg,“ segir Randver Þorláksson, formaður Félags íslenskra leikara, en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa þó nokkuð margir ungir leikarar hafnað hlutverkum í sjónvarpsþáttaröðinni Pressu vegna ósættis um launamál.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Sígauni með sinfóníunni

Guðný Guðmundsdóttir hefur verið konsertmeistari Sinfóníuhljómsveitar Íslands í rúm þrjátíu ár. Sjálf segist hún ekki hafa tölu á þeim tónleikum þar sem hún hefur leikið einleik með sveitinni enda er hún ekkert upptekin af því að telja.

Tónlist
Fréttamynd

Modest Mouse: We Were Dead Before the Ship Even Sank - þrjár stjörnur

We Were Dead Before the Ship Even Sank hér getur ekki verið um að ræða nokkra aðra sveit en Modest Mouse. Fyrsta lagið, March Into the Sea, er líka eins Modest Mouse-legt og lag getur hugsast orðið. Annað lagið, Dashboard, er síðan kennimerki hinnar nýju Modest Mouse sem er allt í einu farin að semja slagara sem fá ofspilun í útvarpi. Flott upphaf á plötu og sannar strax að Modest Mouse er eðalsveit. En síðan kárnar gamanið.

Tónlist
Fréttamynd

Fullnaðarsigur Skerjafjarðarskáldsins

Samkvæmt áreiðanlegum heimildum Fréttablaðsins hefur Kristján Hreinsson Skerjafjarðarskáld unnið fullnaðarsigur í deilu sinni og Sveins Rúnars Sigurðsonar vegna Eurovsion-lagsins Valentine‘s Lost.

Tónlist
Fréttamynd

Fransmenn og fjölskyldufjör

Borgarbókasafnið fagnar Viku bókarinnar með fjölbreyttri dagskrá um alla borg. Í dag verður til dæmis efnt til fjölskylduhátíða á vegum safnsins í Árbæ og Grafarvogi auk þess sem heilmikið verður um að vera í Grófarhúsinu við Tryggvagötu.

Menning
Fréttamynd

Dularfullar skepnur

Kómedíuleikhúsið frumsýnir einleikinn Skrímsli í Baldurshaga á Bíldudal í dag. Mun þetta vera í annað sinn sem atvinnnuleikhús frumsýnir á Bíldudal, en áður hefur Kómedíuleikhúsið frumsýnt þar einleikinn um Mugg.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Á heimshornaflakki

Nýstofnaður Kvennakór Háskóla Íslands heldur tónleika í hátíðarsal skólans í dag og fagnar þar sumardeginum fyrsta með gleði og söng.

Tónlist
Fréttamynd

Aldrei fór ég suður á allra vörum

Tónlistarhátíðin Aldrei fór ég suður sem fram fór á Ísafirði um páskahelgina hefur vakið mikla athygli út fyrir landsteinana. „Það voru tíu eða ellefu erlendir blaðamenn hér á hátíðinni. Breskir, bandarískir, þýskir og einhverjir frá Skandinavíu líka,“ segir Örn Elías Guðmundsson, betur þekktur sem Mugison, einn aðalskipuleggjandi hátíðarinnar.

Tónlist
Fréttamynd

Prófaður í hlutverk í næstu Harry Potter-mynd

"Þetta er allt á mjög viðkvæmu stigi en er vissulega spennandi og magnað ef af verður," segir Jón Páll Eyjólfsson, leikari og leikstjóri, sem er nýkominn heim frá Englandi þar sem hann fór í prufur fyrir næstu Harry Potter-mynd. Um er að ræða Harry Potter og Blendingsprinsinn " sjöttu kvikmyndina um ævintýri galdramannsins unga sem kemur fyrir sjónir almennings á næsta ári.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Vill fá hlutverk í Harry Potter

„Á þessu stigi fær maður bara að sjá búta úr handritinu og það hvílir mikil leynd yfir þessu öllu saman,“ segir Jón Páll Eyjólfsson leikari sem prófaður hefur verið fyrir hlutverk í sjöttu myndinni um Harry Potter. Sú heitir Harry Potter og Blendingsprinsinn og verður frumsýnd á næsta ári. Ekki fæst uppgefið um hvaða hlutverk er að ræða.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Umsóknarferli hljómsveita og listamanna hafið

Aðstandendur tónlistarhátíðarinnar Iceland Airwaves, sem haldin verður í miðborg Reykjavíkur í níunda sinn daganna 17. til 21. október, eru byrjaðir að taka við umsóknum frá innlendum hljómsveitum og listamönnum sem vilja koma fram á hátíðinni. Líkt og undanfarin ár munu yfir eitt hundrað íslenskir flytjendur koma fram á Airwaves 2007.

Tónlist
Fréttamynd

Björk í Saturday Night Live á laugardaginn

Björk Guðmundsdóttir kemur fram í sjónvarpsþættinum Saturday Night Live næstkomandi laugardag, 21. apríl. Þetta verður í þriðja skiptið sem Björk kemur fram í þessum vinsæla grín og skemmtiþætti á NBC sjónvarpstöðinni. Kynnir þáttarins þar sem Björk flytur efni af nýrri plötu sinni, Volta, verður Scarlett Johansson.

Tónlist
Fréttamynd

Portman kemur nakin fram

Leikkonan Natalie Portman hefur fallist á að leika í kvikmyndinni Goya‘s Ghosts en ákvörðunin reyndist henni erfið þar eð hún þarf að fækka fötum í kvikmyndinni.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Misráðin Simpson-talsetning

„Ég held að þetta verði eitthvað hálf útvatnað og það er ekki gáfulegt að láta misgóða íslenska leikara klæmast á þessu,“ segir Steinn Ármann Magnússon, spurður um hvernig honum lítist á íslenska talsetningu Simpsons-kvikmyndarinnar.

Bíó og sjónvarp