Menning

Menning

Sviðslistir, bókmenntir, sagnfræði, tónlist, myndlist og aðrar listasýningar.

Fréttamynd

Bobby Breiðholt opnar sýningu

„Þetta er fyrsta einkasýningin mín,“ segir myndlistarmaðurinn Björn Þór Björnsson, sem kallar sig Bobby Breiðholt. „Hún heitir allskyns/all sorts og er í Nakta apanum,“ segir Bobby um sýninguna.

Menning
Fréttamynd

Feist: The Reminder - Fjórar stjörnur

Kanadíska söngkonan Feist er án alls vafa ein mest sjarmerandi tónlistarkona sem komið hefur fram síðustu ár. (Leslie) Feist hefur unnið með fjölmörgum frábærum listamönnum að undanförnu og má þar helst nefna Peaches, Kings of Convenience og síðast en ekki síst Broken Social Scene.

Tónlist
Fréttamynd

Amen frá Trössum komin út

Þungarokksveitin Trassar hefur gefið út sína fyrstu plötu, Amen. Trassar var stofnuð fyrir tuttugu árum og telst því vera ein fyrsta þungarokksveit landsins.

Tónlist
Fréttamynd

Nýjar bækur

Bókafélagið Ugla hefur sent frá sér þrjár spennusögur í kiljuformi. Bók Jacks Higgins, Örninn er sestur, fjallar um eina djörfustu hernaðaraðgerð seinni heimsstyrjaldarinnar, ráðabrugg Heinrichs Himmler sem hugðist ræna breska forsætisráðherranum Winston Churchill.

Menning
Fréttamynd

Stafrænn McCartney

Öll lög sem Paul McCartney hefur gefið út á sólóferli sínum og með hljómsveitinni Wings verða fáanleg í stafrænu formi á netinu á næstunni. Ekki hefur þó enn verið ákveðið hvort eða hvenær plötur Bítlanna verði fáanlegar í stafrænni útgáfu.

Tónlist
Fréttamynd

Black Rebel Motorcycle Club: Baby 81- þrjár störnur

Eftir frábærar tvær fyrstu plötur steig Black Rebel Motorcycle Club heldur betur feilspor á síðustu plötu sinni, Howl. Í hálfgerðu hrokakasti ætlaði sveitin að setja saman tímamótaverk þar sem gospel, blús, sveitatónlist og rokk áttu að mynda ómótstæðilega heild en líklegast fór minnst fyrir því síðastnefnda og útkoman var langt því frá nógu aðlaðandi. Platan átti þó sína spretti og sýndi að BRMC er hljómsveit í fremstu röð.

Tónlist
Fréttamynd

Mótleikur úr Efstaleitinu

Hefð hefur skapast fyrir því að Útvarpsleikhúsið flytji sakamálaleikrit að sumarlagi en um fimmtán þúsund Íslendingar hlýddu á spennuseríu leikhússins síðasta sumar.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Neyðarlegt upphlaup Skjás eins

Enginn Íslendingur verður meðal þátttakenda í sjónvarpsþættinum On the Lot þrátt fyrir auglýsingar þess efnis á Skjá einum. Dagskrárstjóri sjónvarps­stöðvarinnar segir um leiðinleg mistök að ræða.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Groban bræddi íslensku kvenþjóðina

Bandaríski hjartaknúsarinn Josh Groban hélt vel heppnaða tónleika í Laugardalshöll í fyrrakvöld þar sem hann söng öll sín frægustu lög. Húsfyllir var í salnum og skemmti fólk sér hið besta.

Tónlist
Fréttamynd

Cannes-hátíðin hafin í sextugasta sinn

Í gær hófst kvikmynda­hátíðin í Cannes, sem óhætt er að segja að sé ein virtasta kvikmyndahátíð heims, ef ekki sú virtasta. Hátíðin í ár er sú sextugasta sem haldin er í strandbænum sólríka. Því er ekki úr vegi að seilast í verkfærakistu kvikmyndagerðarmannanna og nýta sér endurlitið til að líta yfir farinn veg.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Sköpun í sinni tærustu mynd

Hinn 1. júní næstkomandi kemur út ný ljósmyndabók um Sigur Rós sem nefnist „In a Frozen Sea: A Year With Sigur Rós“. Höfundur bókarinnar hefur fylgst lengi með ferli Sigur Rósar og hefur starfað í tuttugu ár í tónlistarbransanum.

Menning
Fréttamynd

Dulkóðaður raðmorðingi

Um helgina verður spennutryllirinnn Zodiac frumsýndur en þetta er nýjasta kvikmynd leikstjórans David Fincher. Myndin er byggð á sannsögulegum atburðum sem gerðust í Norður-Kaliforníu undir lok sjöunda áratugarins.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Malta vill banna símakosningu

Malta hefur óskað eftir því að nokkrum þjóðum frá Austur-Evrópu sem taka þátt í Eurovision verði bannað að taka þátt í símakosningu. Vill Robert Abela, yfirmaður Eurovision á Möltu, að rannsakað verði hvernig kosning þessara þjóða fari fram því stigagjöf margra þeirra sé ekki einungis byggð á kosningu almennings.

Tónlist
Fréttamynd

Silvía Nótt seld til Svíþjóðar

Hópnum sem stendur að baki Silvíu Nótt hefur borist tilboð frá sænsku sjónvarpsstöðinni TV4 en hún er stærsta einkarekna sjónvarpsstöðin þar í landi. Gaukur Úlfarsson, leikstjóri þáttanna, staðfesti þetta í samtali við Fréttablaðið og sagði þetta vissulega mikil gleðitíðindi.

Tónlist
Fréttamynd

Fleiri sjóræningjamyndir á dagskrá

Jerry Bruckheimer hefur ekki útilokað að kvikmyndahúsagestir fái meira af sjóræningjunum á Karíbahafinu. Þriðja myndin um Jack Sparrow og félaga verður frumsýnd í lok þessa mánaðar en þær hafa allar rakað inn peningum. Bruckheimer segir að þrátt fyrir að næsta mynd verði lokakaflinn um ævintýri Sparrows útilokar hann ekki að búnar verði til svokallaðar „spin-off“ myndir um aðrar persónur myndarinnar.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Mótetta og Morthens

Nú er tími tónleikanna og þá einkum þeirra sem kenndir eru við burtfararpróf. Í dag heldur Rósa Jóhannesdóttir einsöngstónleika í Áskirkju ásamt Kristni Erni Kristinssyni píanóleikara. Rósa lýkur um þessar mundir burtfararprófi frá Söngskólanum í Reykjavík.

Tónlist
Fréttamynd

Góður gestur

Orgelsnillingurinn Michael Radulescu heldur tvenna tónleika hér á landi, þá fyrri í Langholtskirkju í kvöld en þá síðari í Hallgrímskirkju á sunnudag. Radulescu hefur starfað sem prófessor í organleik við Tónlistarháskólann í Vínarborg frá árinu 1968 en hann er auk þess mjög flytjandi. Ferðalag hans hingað er fyrir milligöngu Kórs Langholtskirkju, Listvinafélags Hallgrímskirkju og Tónskóla þjóðkirkjunnar.

Tónlist
Fréttamynd

Rómantísk Vegas-mynd

Cameron Diaz og Ashton Kutcher eru í viðræðum um að leika í rómantísku myndinni What Happens in Vegas ... Myndin fjallar um tvær ókunnugar manneskjur sem vakna með mikla timburmenn í Vegas eftir að hafa gift sig kvöldið áður. Einnig uppgötva þau að annað þeirra hefur unnið stóran vinning með smápeningum hinnar manneskjunnar. Skapar þetta vitaskuld mikil vandamál.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Endurmat gæðanna

Stafræna ljósmyndavæðingin hefur komið af stað umbyltingu hjá almenningi sem nú geymir myndaalbúm sín rafrænt inni í heimilistölvunni. Myndabankar á netinu gera öllum kleift að koma myndum sínum á framfæri, sýna þær öðrum og fá viðbrögð við hæfileikum sínum og auga fyrir myndefni og myndbyggingu.

Menning
Fréttamynd

Þríleikur um Tinna

Leikstjórarnir Steven Spielberg og Peter Jackson ætla að kvikmynda þríleik um teiknimyndapersónuna vinsælu Tinna. Ætla þeir að leikstýra hvor í sínu lagi fyrstu tveimur myndunum en enn á eftir að ákveða hver leikstýrir þriðju myndinni.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Syndlaus Banderas

Antonio Banderas er svekktur yfir því að fá ekki hlutverk í næstu Sin City-mynd en hann hafði gert sér vonir um að blása nýju lífi í feril sinn eftir frekar mögur ár með þátttöku í henni.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Til heiðurs Douglas

Kvintett Andrésar Þórs leikur tónlist eftir trompetleikarann Dave Douglas á tónleikum Djassklúbbsins Múlans á DOMO í kvöld kl. 21. Ásamt Andrési sem leikur á gítar skipa kvintettinn þeir, Sigurður Flosason á altsaxófón, Eiríkur Orri Ólafsson á trompet, Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson á kontrabassa og Scott McLemore á trommur.

Tónlist
Fréttamynd

Herbergi fullt af þoku

Breski myndhöggvarinn Antony Gormley heldur nú sýningu á verkum sínum í Hayward safninu í London. Hann er einn af þekktustu bresku myndhöggvurum og sá þekktasti sem er á lífi. Á sýningunni má meðal annars finna risastórt glerhergi sem er fyllt með þoku.

Menning
Fréttamynd

Efnt til Pétursþings

Málþing helgað verkum Péturs Gunnarssonar rithöfundar verður haldið í Odda á morgun. Pétur Gunnarsson hefur skrifað tíu skáldsögur auk fjölda ritgerða og smáprósa. Hann hefur aukinheldur fengist við þýðingar og ljóðagerð.

Menning
Fréttamynd

Wulfgang - Tvær stjörnur

Alls hafa þrjú lög með hinni efnilegu Wulfgang fengið útvarpsspilun. Að mínu mati hafa þau aldrei gefið neitt til kynna annað en að sveitin hafi örlítið fram að færa en lítið meira en það. Annað efni á plötunni gefur manni heldur ekki ástæðu til þess að hampa Wulfgang á neinn sérstakan hátt.

Tónlist
Fréttamynd

Nýtt myndlistarrit

Nú er unnið að því að setja á stofn nýtt rit um íslenska myndlist. Myndlistarritið Sjónauki verður blanda af blaði og bók en viðfangsefnið er allt mögulegt sem tengist myndlist. Aðstandendur Sjónauka, myndlistarmennirnir Anna Júlía Friðbjörnsdóttir og Karlotta Blöndal, fengu á dögunum útgáfustyrk frá Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar. „Það er mikil vöntun á sérhæfðu riti um myndlist á Íslandi.

Menning
Fréttamynd

Stúlka kærir sýningu Brokeback Mountain

Tólf ára gömul stúlka og fjölskylda hennar hafa farið í skaðabótamál við skólayfirvöld í Chicago vegna sýningar í bekk stúlkunnar á hinsegin kúrekamyndinni Brokeback Mountain. Jessica Turner sagðist hafa þjáðst andlega eftir að horfa á myndina. Kennarinn sagði nemendunum að það sem gerðist innan veggja bekksins, ætti að haldast þar, segir í Chicago Tribune.

Lífið
Fréttamynd

Fashion Cares haldið í Toronto

Dita von Teese sýndi hina víðfrægu erótísku kampavínsglassýningu sína á hátíðinni Fashion Cares sem fram fór um helgina í Toronto í Kanada. Þema hátíðarinnar að þessu sinni var „Gægjast“ eða að horfa á og að vera horft á. Hátíðin var styrkt af snyrtivörurisanum MAC og tilgangur hennar var að safna fé í baráttunni gegn alnæmi.

Lífið