Menning

Menning

Sviðslistir, bókmenntir, sagnfræði, tónlist, myndlist og aðrar listasýningar.

Fréttamynd

Styrktartónleikar Para-Dís

Lokatónleikar verkefnisins „Tónaregn í Reykjavík“ fara fram í Dómkirkjunni annað kvöld. Hafdís Vigfúsdóttir og Kristján Karl Bragason mynda saman dúóið Para-Dís, en þau hafa unnið að Tónaregni í Reykjavík á vegum Hins hússins í sumar.

Tónlist
Fréttamynd

Safnplata á leiðinni

Hljómsveitin Sigur Rós gefur út safnplötuna Hvarf-Heim hinn 5. nóvember, sama dag og tónleikamynd sveitarinnar Heima kemur út. Plötunni verður skipt í tvo hluta.

Tónlist
Fréttamynd

Rottweiler ráðast á eftirlitsþjóðfélagið

„Lagið snýst um þetta 1984-kjaftæði sem komið er upp í þessu þjóðfélagi, hvernig fylgst er með öllum eins og þeir séu glæpamenn,“ segir Erpur Þ. Eyvindarson, forsprakki rapphljómsveitarinnar XXX Rottweilerhunda. Erpur og félagar tóku um helgina upp myndband við fyrsta nýja lag sveitarinnar í nokkur ár.

Tónlist
Fréttamynd

Íslensk sýning í Hangar-7

Listasafnið Hangar-7 í Austurríki setur í lok september upp sýningu tileinkaða íslenskum listamönnum. Sjö íslenskir listamenn verða valdir til að sýna þar. Mikill fjöldi fólks sækir sýningar þarna og er þetta því mikill fengur fyrir þá listamenn sem verða valdir.

Menning
Fréttamynd

ArtFart hefst í annað sinn

Sviðslistahátíðin artFart hefst um helgina, með frumsýningu á dansverkinu Moment Seen í Tjarnarbíói. Samband ungra sviðslistamanna stendur að hátíðinni, sem hóf göngu sína í fyrra.

Menning
Fréttamynd

Jan Mayen til Englands

„Ég er helvíti glaður með þetta,“ segir Ágúst Bogason, gítarleikari rokkhljómsveitarinnar Jan Mayen. Önnur breiðskífa Jan Mayen er væntanleg í búðir eftir verslunarmannahelgi en þrjú ár eru síðan fyrsta plata þeirra kom út.

Tónlist
Fréttamynd

Einkasýning Heklu

Hekla Dögg Jónsdóttir opnar einkasýningu í Nýlistasafninu í dag. Sýningin ber heitið „Liminality; alveg á mörkunum“ og stendur til 19. ágúst. „Liminality” vísar til millibilssvæðis eða griðastaðar sem áhorfanda gefst færi á að dvelja í, að því er segir í fréttatilkynningu.

Menning
Fréttamynd

Vináttan sem sprakk

Töluverð umræða hefur verið uppi um lagið „(Minnst tíu miljón) Flóabitanótt“ sem er að finna á nýjustu plötu Megasar, Frágangur. Hefur því verið haldið fram að í laginu sé Megas að skjóta föstum skotum að Bubba Morthens, sem Megas hefur reyndar sjálfur harðneitað í útvarpsviðtali.

Tónlist
Fréttamynd

Syndug hjörtu á Rauðasandi

Bjartur útgáfa gaf út tvær skáldsögur Gunnars Gunnarssonar, Svartfugl og Aðventu, nú í vikunni. Í tilefni af útgáfu Svartfugls verður boðið upp á menningardagskrá að Saurbæ á Rauðasandi annað kvöld. Dagskráin ber titlinn „Við klukknahljóm syndugra hjarta“.

Menning
Fréttamynd

Norrænt stúlknaband safnar fé fyrir bágstadda

„Okkar draumsýn er að láta gott af okkur leiða. Það er náttúrlega draumur ef maður getur unnið við það að hjálpa öðrum,“ segir söngkonan Birgitta Haukdal, sem vinnur nú með samtökunum Navia í félagi við þrjá aðra Íslendinga.

Tónlist
Fréttamynd

Ofar en Ozzy og Winehouse

Tónlistarkonan Hafdís Huld hefur fengið mjög góða dóma fyrir frammistöðu sína á tónlistarhátíðinni Hultsfred í Svíþjóð sem var haldin á dögunum. Hultsfred er ein stærsta tónlistarhátíðin á Norðurlöndunum og í ár komu 160 hljómsveitir frá öllum heimshornum þar fram.

Tónlist
Fréttamynd

Vinir í 101 Gallerí

Helgi Þórsson og Morgan Betz opna í dag samsýninguna Bermuda Love Triangle: the story of Doctor Son and Mister Bates, í 101 Gallerí að Hverfisgötu 18a.

Menning
Fréttamynd

Sótti áhrif í íslensk sjómannaklæði

Hildigunnur Sigurðardóttir lauk nýverið við BA í fatahönnun í skóla í Bretlandi. Þar fékk hún hæstu eink­unn fyrir lokalínu sína og fékk þann heiður að sýna á London Graduate Week ásamt útskriftarnemum úr öðrum skólum.

Menning
Fréttamynd

Í fótspor Möðruvallamunka

Minjasafnið á Akureyri, í samvinnu við Amtmannssetrið á Möðruvöllum, stendur fyrir sögugöngu frá miðaldakaupstaðnum Gásum að Möðruvöllum í Hörgárdal. Gangan hefst á því að Kristín Sóley Björnsdóttir, verkefnisstjóri Gásaverkefnisins, veitir gestum leiðsögn um Gásakaupstað.

Menning
Fréttamynd

Það er engin leið að hætta

Það er eins og gömlu jálkarnir í Rolling Stones geti ekki hugsað sér að hætta að rokka. A Bigger Bang-túrinn sem enn er í gangi er stærsta tónleikaferð sögunnar. Eftir helgina kemur út fjögurra diska DVD-pakki með efni frá honum.

Tónlist
Fréttamynd

Heimildamynd um íslenskan plötusnúð í bígerð

Verið er að leggja smiðshöggið á heimildamyndina From Oakland to Iceland: Hip Hop Homecoming. Myndin fjallar um þrítugan íslenskan plötusnúð, DJ Platurn, sem hefur verið búsettur í Kaliforníu frá sjö ára aldri, og lifir og hrærist í hip-hop og plötusnúða- menningunni þar. Honum er fylgt eftir í heimsókn á æskuslóðirnar haustið 2006 þar sem hann ferðast um landið, kynnist íslenskum plötusnúðum og röppurum og spilar, meðal annars á Iceland Airwaves hátíðinni.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Simpson frumsýnd á morgun

Kvikmyndin um Simpson fjölskylduna verður frumsýnd hér á landi á morgun. Sama dag verður einnig sýndur á Stöð 2 tímamótaþáttur - sá fjögurhundruðasti í röðinni.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Í beinu sambandi við Jónas

„Ég vil meina að Jónas sé að tala í gegnum mig,“ segir kvikmyndagerðarmaðurinn Valdimar Leifsson sem er að ljúka tökum á sjónvarpsmynd í fullri lengd um Jónas Hallgrímsson, einn af Fjölnismönnum okkar á nítjándu öld. Myndin er samansett af leiknum atriðum og viðtölum og er að sögn leikstjórans eins konar ljóð til Jónasar í kabarettstíl.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Reykholtshátíð er hafin

Alþjóðleg tónlistarhátíð í Reykholti var í gær sett í ellefta sinn. Karlakór Basil dómkirkjunnar í Moskvu opnar hátíðina í kvöld, með tónleikum sínum klukkan 20. Kórinn syngur aftur á morgun á sama tíma. Hann vakti mikla hrifningu áheyrenda á Listahátíð í Reykjavík árið 2004 og er nú aftur kominn til landsins.

Tónlist
Fréttamynd

Reykjavík skynjuð á nýjan og framandi hátt

Í sumar hafa menningarstofnanir Reykjavíkurborgar staðið fyrir kvöldgöngum frá Kvosinni þriðja sumarið í röð. Í kvöld kl. 20 mun Ilmur Stefánsdóttir myndlistarkona fara fyrir göngunni og varpa nýju ljósi á miðbæ Reykjavíkur á leiðinni.

Menning
Fréttamynd

Stærsta verkefni Hómers Simpson

Simpson-fjölskyldan mætir í íslensk kvikmyndahús á morgun. Sú heimsókn á eflaust eftir að gleðja marga Íslendinga enda hafa þau Hómer, Marge, Bart, Lísa og Maggie verið heimilisvinir okkar síðustu 18 árin.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Syngur til heiðurs móður á stórtónleikum á Akureyri

Stórtónleikar með Kristján Jóhannsson óperusöngvara í fararbroddi verða haldnir í Íþróttahöllinni á Akureyri í september. tórtónleikarnir fara fram sunnudaginn 9. september, og að ósk Kristjáns munu þeir bera yfirskriftina „Fyrir mömmu“, en móðir hans, Fanney Oddgeirsdóttir, verður níræð 14. september næstkomandi.

Tónlist
Fréttamynd

Góð stemning á G! í Færeyjum

Hin stórfenglega tónlistarhátíð G! festival fór fram í hinum þúsund manna bæ Götu í Færeyjum um síðustu helgi. Steinþór Helgi Arnsteinsson var á staðnum og skemmti sér konunglega ásamt um fimmtungi færeysku þjóðarinnar.

Tónlist
Fréttamynd

Alvöru aðdáendur sjá báðar

„Það er nú alltaf svolítil tilhlökkun í manni fyrir frumsýningu en maður er orðinn svo sjóaður að maður lætur það ekki á sig fá lengur,“ segir Jakob Þór Einarsson sem leikstýrir íslensku talsetningunni á Simpsons-myndinni.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

G! Festival í Færeyjum

Tónlistarhátíðin G Festival var haldin í Götu í Færeyjum um helgina en þetta er stærsta tónlistarhátíð landsins. Um fimmtungur þjóðarinnar heimsækir bæinn sem telur aðeins þúsund manns. Frægasti íbúi bæjarins, Eivör Pálsdóttir, tróð þar upp en hún átti einmnitt afmæli á laugardag. Íslenskar hljómsveitir eru fastagestir á hátíðinni og í ár tróðu þrjár íslenskar sveitir þar upp.

Tónlist
Fréttamynd

Var alveg biðarinnar virði

„Það verður búið að skreyta Laugaveginn þegar ég kem heim,“ segir kvikmyndatökumaðurinn Óttar Guðnason. Hann er nú loksins kominn til Berlínar þar sem undirbúningur fyrir hasarmyndina Stopping Power er kominn á fullt. Leikstjóri myndarinnar er enginn annar en hinn hollenski Jan de Bont sem sjálfur hóf feril sinn í kvikmyndatökustólnum.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Blunt samdi plötu á Ibiza

Næsta plata breska popparans James Blunt, All the Lost Souls, kemur út 18. september. Fyrsta smáskífulagið af plötunni, 1973, er væntanlegt á öldur ljósvakans. Fékk Blunt innblásturinn að laginu þegar hann dvaldi á Ibiza við Spán þar sem hann samdi plötuna.

Tónlist
Fréttamynd

LungA lokið

Vikulangri Listahátíð ungs fólks á Austurlandi lauk í gær með uppskeruhátíð á Seyðisfirði og gekk hátíðin vel fyrir sig.

Menning