Menning

Menning

Sviðslistir, bókmenntir, sagnfræði, tónlist, myndlist og aðrar listasýningar.

Fréttamynd

Svala og Einar gera tónlistarmyndband

Svala Björgvins sem búsett er í Los Angeles var ráðin ásamt kærasta sínum, Einari, til Universal Music og AMVI Australia til að gera tónlistarmyndbandið fyrir áströlsku poppstjörnuna Havana Brown við lagið "Big Banana" sem er hennar nýjasta smáskífa. Svala segir þau ekki hafa sofið mikið þessa tvo daga sem myndbandið var tekið upp. "Einar leikstýrði myndbandinu á sinn snilldarhátt eins og hann er vanur að gera og klippti myndbandið líka. Ég og Einar skrifuðum handritið saman og sáum um art direction sameiginlega. Ég sá um allt styling fyrir Havana Brown og klæddi alla leikarana sem voru 10 talsins í myndbandinu," segir Svala. "Svo sá ég um allai förðun og hár og notaði mitt bjútí team sem er 8 manns sem sáu um alla förðun og hár á Havana Brown og leikurum. Einar var með 8 manna tökulið sem sá um að skjóta myndbandið og lýsa það og svo framvegis. Eddi, yngrii bróðir Einars og okkar hljómsveitarmeðlimur í Steed Lord lék flott hlutverk í myndbandinu sem ríkur sonur fólksins sem er að halda partíið í myndbandinu. "Þetta var meiriháttar gaman og mikið stress og læti en allir unnu svo vel saman. Þetta var algjörlega frábært í alla staði," segir Svala. Hér má sjá útkomuna:

Tónlist
Fréttamynd

Hagaskóli slær í gegn

Meðfylgjandi myndir tók Heiðdís Einarsdóttir baksviðs hjá nemendum Hagaskóla sem hafa slegið í gegn með söngleikinn Konungur ljónanna í leikstjórn Sigríðar Birnu Valsdóttur leiklistarkennara við skólann en tónlistarstjóri er Björn Thorarensen. Uppselt hefur verið á allar sýningarnar og aukasýningarnar að sama skapi.

Menning
Fréttamynd

Þorvaldur Davíð skoðar sögusvið glæpasagna

Leikarinn Þorvaldur Davíð Kristjánsson er staddur á Siglufirði um helgina, en samkvæmt heimildum Vísis hyggst hann kynna sér sögusvið glæpasagna Ragnars Jónassonar, Snjóblindu, Myrknættis og Rofs, og hitta heimamenn.

Menning
Fréttamynd

Orðin nógu þroskuð til þess að taka hrósi

Halldóru Geirharðsdóttur mátti sjá í leikritinu Ormstungu á laugardagskvöldinu og í hlutverki öryrkjans Jóhönnu í leikritinu Gullregni í kvöld (17.03.13.). Fyrir leik sinn í þessum leikritum auk frammistöðunnar í Beðið eftir Godot og Jesú litla hlaut hún Menningarverðlaun DV í vikunni.

Menning
Fréttamynd

Þetta er fjandi töff bók

Stefán Máni rithöfundur fékk hugmynd að skáldsögu í ágúst í fyrra. Afraksturinn verður gefinn út í næstu viku, skáldsagan Úlfshjarta, en að sögn höfundarins er hún ætluð ungu fólki.

Menning
Fréttamynd

Ást og hörmungar

Anna Karenina verður frumsýnd annað kvöld. Myndin er byggð á stórvirki rússneska höfundarins Leo Tolstoj og fjallar um forboðna ást og afleiðingar hennar.

Menning
Fréttamynd

Rómantískt sjónarhorn

Snotur sýning, eins konar sýnishorn fyrir ákveðin tímabil í listasögunni, og gefur smá viðbótarinnsýn í íslenska listsköpun fyrir og eftir aldamótin 1900.

Gagnrýni
Fréttamynd

Listaverk á grunni gamals þvottahúss

Upphækkaður flötur, skreyttur í anda barokktímabilsins, verður framlag Íslands á Feneyjatvíæringnum sem hefst 1. júní. Höfundurinn er Katrín Sigurðardóttir myndlistarmaður, sem svaraði símanum úti í Feneyjum.

Menning
Fréttamynd

Fékk loks kjark til að sækja um

Elsa María Jakobsdóttir er komin inn í eitt eftirsóttasta leikstjóranám í Danmörku. Hún segist hafa heillast af kvikmyndagerð á síðustu árum og uppgötvað að leikstjórn snýst um að liggja eitthvað á hjarta.

Menning
Fréttamynd

Dansa snjódans á hverju kvöldi

"Þetta er búið að vera frekar pirrandi og komið á það stig að við erum farnir að dansa snjódansinn hérna á hverju kvöldi,“ segir Davíð Óskar Ólafsson hjá framleiðslufyritækinu Mystery sem heldur utan um myndina Málmhaus.

Menning
Fréttamynd

Strákastelpan sem veðjaði rétt

Það er fátt stórborgarlegt við Heru Hilmarsdóttur þegar hún æðir inn úr kuldanum á kaffihús í miðbæ Reykjavíkur. Með bakpoka í brúnni lopapeysu og síða hárið flaksandi er ekki beint augljóst að þarna er á ferðinni leikkona sem er á leiðinni að sigra London, en innan skamms munu íslenskir bíógestir sjá Heru leika samhliða stjörnunum Jude Law og Keiru Knightly í stórmyndinni Anna Karenina.

Menning