
Rangers á yfir höfði sér refsingu
Skoska liðið Glasgow Rangers á yfir höfði sér refsingu frá evrópska knattspyrnusambandinu vegna hegðunar stuðningsmanna liðsins í leikjunum við Villareal í Meistaradeildinni á dögunum. Stuðningsmennirnir veittust að rútu spænska liðið og grýttu hana, auk þess sem þeir hrópuðu fúkyrðum að mótherjunum á meðan á báðum leikjunum stóð.