Spongebob Squarepants: The Movie Spongebob Squarepants, eða Svampur Sveinsson eins og hann kallast á Íslensku þýðingunni, er áhugaverður djúpsjávarsvampur sem hefur skemmt yngri kynslóðinni hér á klakanum og útum allan heim. Hann er orðinn nokkurskonar “icon” í Bandaríkjunum og er einnig byrjaður að afla sér mikilla vinsælda hér á landi. Svampur Sveinsson býr á Bikinibotnum með besta vini sínum Pétri (Patrick) sem er krossfiskur sem stígur ekki beint í vitið. Leikurinn er byggður á söguþræði myndarinnar, sem er komin í bíóhús á Íslandi, og snýst um það að Svampur og Pétur þurfa að leggja í leiðangur til að endurheimta kórónu konungsins sem hefur verið stolið og Herra Krabba hefur verið kennt um glæpinn. Leikjavísir 9. apríl 2005 00:01
Shrek 2 Shrek 2 er stórt grænt og úrillt tröll sem flestir íslendingar ættu að vera farnir að kannast vel við. Hann snýr núna aftur í þessum tölvuleik sem fylgir söguþræðinum úr seinni myndinni sem var mjög vinsæl í íslenskum kvikmyndahúsum. Leikurinn byrjar á því að Shrek og konunni hans, Fionu, er boðið á konunglegt ball hjá foreldrum hennar, í konungdæminu Langt langt í Burtu. Eftir það fylgjum við þeim á leið þeirra til konungdæmisins, en jafnvel eftir að þau koma þangað er ævintýrið bara rétt að byrja. Leikjavísir 9. apríl 2005 00:01
Rumble Roses Rumble Roses er glímuleikur þar sem mætast tveir söluhæstu eiginleikar í öllum skemmtanaiðnaðinum: Kynlíf og Ofbeldi. Þótt að þessi blanda hafi mjög oft skapað frábæra leiki á borð við GTA, þá eru þetta hlutir sem erfitt er að setja saman á góðan hátt án þess að endurtaka gamla hluti sem allir eru komnir með leið á. Því miður þá býður Rumble Roses ekki upp á neina nýja hluti, en nær þrátt fyrir það að bjóða upp á ágætis skemmtun, ef manni tekst að líta fram hjá stærstu göllunum. Leikjavísir 9. apríl 2005 00:01
Ratchet & Clank 3 Up Your Arsenal Ratchet og Clank er tveir góðir vinir sem allir dyggir Platform-leikja aðdáendur kannast við. Þessir leikir, sem skapaðir eru með grafíkvélinni sem Naughty Dog hannaði fyrir Jak leikina, hafa slegið rækilega í gegn með fyrstu tveim leikjunum, og Ratchet & Clank 3: Up Your Arsenal, er alls engin undantekning. Eftir svaðilfarir þeirra félaga í fyrri ævintýrum, hefur Clank hlotið heimsfrægð sem Special Agent Clank í samnefndum sjónvarpsþáttum, en því miður hefur Ratchet lent á varamannabekknum. Leikjavísir 9. apríl 2005 00:01
Full Spectrum Warrior Margir rauntíma hernaðarleikir hafa litið dagsins ljós undanfarin ár með misjöfnum áherslum og útkomum. Full Spectrum Warrior er sérstakur leikur í þessum geira. Hann er í raun æfingaleikur hannaður sérstaklega fyrir Bandaríska herinn til að þjálfa hermenn í baráttu á strætum Íraks. Leikurinn kennir hermönnum að meta hættu og bregðast við umhverfinu. Tvö teymi Alpha og Bravo þurfa að vinna saman til að halda lífi í hermönnum teymanna og tapast leikurinn ef einhver liðsmaður fellur. Leikjavísir 9. apríl 2005 00:01
The Incredibles The Incredibles er byggður á samnefndri kvikmynd sem kom í kvikmyndahús fyrir stuttu og vakti mikla lukku. Myndin, og leikurinn, fjalla um fjölskyldu af ofurhetjum, sem hafa neyðst til að setjast í helgan stein gegn vilja sínum, en þurfa svo að grípa aftur í búningana þegar nýr ofurglæpamaður byrjar að útrýma ofurhetjum. Þar sem myndin vakti svona mikla, og verðskuldaða athygli, var bara spurning um tíma hvenær leikurinn kæmi út, og myndi hann standast þær háu kröfur sem myndin hafði sett? Leikjavísir 9. apríl 2005 00:01
Blood Will Tell Þeir gerast varla Japanskari leikirnir en Blood Will Tell. Maður fer í hlutverk Hyakkimaru, Samúræja sem var afmyndaður í æsku. Það vantaði á hann næstum alla útlimi, raddböndin, augun og ég veit ekki hvað og hvað. Faðir hans losar sig við kvikindið en góðhjartaður læknir finnur hann og tekur að sér. Læknirinn byggir svo hreinlega nýja líkamsparta á hann (guð má vita hvernig hann fer að því) og Hyakki lærir að ganga og berjast. Vondu skrímslin, svokallaðir „fiends”, gerðu þetta við hann og þegar hann fullorðnast fer hann í ferð til að drepa þá alla og fá líkamspartana sína aftur. En áður en hann fer lætur fósturpabbi hans hann fá innbyggð vopn í líkama hans sem gjöf. Já, þetta er vægast sagt furðulegt. Enda er leikurinn byggður á “anime” teiknimyndum, sem eru þekktar fyrir allt annað en að vera venjulegar. Leikjavísir 9. apríl 2005 00:01
Robots Robots er tölvuleikur byggður á samnefndri teiknimynd sem að vakti miklar vinsældir hérna á klakanum. Myndin, og leikurinn, fjalla um Rodney Copperbottom sem er, eins og titillinn gefur til kynna, vélmenni. Hann býr í heimi alsettum vélmennum þar sem allir hlutir eru vélrænir á einn eða annan hátt. Rodney er talinn vera mikill uppfinningamaður af öllum þeim sem þekkja til hans, og fjallar leikurinn um ferð hans til stórborgarinnar þar sem hann ætlar að hitta uppáhalds uppfinningamanninn sinn, Bigweld, og kynna fyrir honum uppfinningar sínar. Leikjavísir 9. apríl 2005 00:01
Republic Commando Stjörnustríðsleikirnir eru nú orðnir ansi margir og misjafnir eru þeir líka. Í hvert sinn sem ég skelli nýjum stjörnustríðsleik í gang þá fæ ég smá angistartilfinningu yfir því hvort hann sé útþynnt útgáfa eða frábær afurð gerð að metnaði. Republic Commando segir frá fjórum klónuðum hermönnum sem eru partur af sérsveit. Þeir eru hæfari en allir aðrir klónar enda með meiri þjálfun í farteskinu. Þetta er Delta sveitin sem tekur að sér erfið sérverkefni sem aðrir klónar ráða ekki við. Leikjavísir 9. apríl 2005 00:01
Fight Club Fyrsta regla Fight Club er: ekki tala um Fight Club. Nú ætla ég að brjóta þessa reglu og tjá hvað mér finnst um Fight Club leikinn. Fight Club leikurinn er gerður eftir virkilega góðri og frumlegri kvikmynd frá árinu 1999 sem er byggð á skáldsögu. Eftir skáldsögu er gerð kvikmynd sem svo er gerður tölvuleikur eftir: ósköp venjulegur gangur í dag. En í þessi tilfelli er þetta svolítið kaldhæðið þar sem að saga Fight Club er upprunalega hörð ádeila á markaðshyggju, stórfyrirtæki og nútíma afþreyingu eins og sjónvarp. Leikjavísir 8. apríl 2005 00:01
Halo 2 Stærsti leikurinn sem hefur komið á Xbox leikjavélina var lengi vel Halo. Engin annar leikur hefur náð sömu hæðum og hann fyrr en nú. Halo 2 tekur við forystuhlutverkinu frá forvera sínum með nýjungum og viðbótum fyrir seríuna. Master Chief mætir aftur í sögufléttuna eftir að hafa eyðilagt risastóran dularfullan hring í útgeimi sem var í rauninni ofurvopn. Illu geimverurnar í Covenant eru nú á leið til jarðarinnar og þarf Master Chief að bjarga heimaplánetunni sinni frá innrás þeirra. Leikjavísir 8. apríl 2005 00:01
GoldenEye Rogue Agent Bond. James B... nei ekki í þetta skiptið! Nú ert þú fyrrverandi starfsfélagi njósnara 007 sem hefur sagt upp starfi sínu hjá leyniþjónustu Breta MI6 og farið að starfa fyrir óvininn. Þegar Rouge Agent starfaði hjá MI6 var hann þekktur fyrir grófar og mjög hættulegar aðferðir sem dugðu þó alltaf til að klára verkefnið. En höfuð MI6 var alls ekki sátt við ósiðferðislegan starfshátt Rouge Agent og segir að hann sé að verða að því sem MI6 er einmitt til að berjast gegn. Móðgaður af M, segir útsendarinn starfi sínu lausu og verður að Rouge Agent, fyrsta spilanlega illmenni í sögu Bond leikja. Leikjavísir 8. apríl 2005 00:01
Shadow Of Rome Skylmingarþrælar urðu aftur svaka töffarar með mynd Ridley Scott “Gladiator”. Í Shadow Of Rome er umfjöllunarefnið Róm til forna stuttu eftir að Sesar er myrtur. Agrippa er hermaður sem snýr heim til Rómar og kemst að því að faðir hans er grunaður um tilræðið. Með hjálp félaga síns Octavianus ætla þeir að afhjúpa morðingjann og bjarga föður Agrippa frá dauðadóm í hringleikahúsinu ógurlega. Agrippa gerist skylmingarþræll í þeirri von að geta unnið leikanna en sigurvegarinn fær það böðulshlutverk að taka morðingja Sesars af lífi. Leikjavísir 8. apríl 2005 00:01
Star Wars KOTOR 2: The Sith Lords Star Wars leikirnir hafa notið töluverða vinsælda í gegnum tíðina, þó aðalega hjá þeim sem fíla Star Wars, sem er alveg skiljanlegt því leikirnir fjalla mikið um þá hluti sem tengjast myndunum sbr “the force” og þessháttar sem fólk ætti kanski ekki að þekkja svo auðveldlega. Sith Wars er engin undantekning, þú leikur Jedi riddara sem vaknar á yfirgefnu eldsneytis tungli, nakinn og minnislaus. Þú þarft að skoða þig um og reyna að komast að því hvað er að gerðist og leysa gátuna. Leikjavísir 8. apríl 2005 00:01
Sonic Mega Collection Plus Ég held að það sé óhætt að segja að Sonic sé ein ástsælasta tölvuleikjapersóna allra tíma. Margar tilraunir hafa verið gerðar til að færa hann í nútímabúning í nýlegum þrívíddarleikjum en það hefur gengið frekar illa. Það er meira að segja að koma nýr Sonic leikur þar sem maður leikur skuggalegan fýr vopnaðan skammbyssum. Hvað er í gangi? Það eru gömlu góðu Sega Mega leikirnir sem standa eftir sem hin eina sanna snilld. Sonic Mega Collection Plus er því eins og hvalreki fyrir gamlar Sonic kempur sem vilja rifja upp gömlu taktana jafnt sem þá sem misstu kannski af þeim hér áður fyrir. Leikjavísir 8. apríl 2005 00:01
Rome: Total War Rómaveldið var ansi magnað eins og flestir vita og eru þeir sennilega ófáir sem hafa dreymt um að vera Sesar og hafa öll þau völd sem því fylgdi. Í Total War:Rome færðu tækifæri til þess að byggja upp veldi og er markmið leiksins að leggja undir sig allar nýlendur sem mögulegt er að leggja undir sig. Þú spilar sem annaðhvort Julii, Scipii eða Brutii veldin og hafa þeir allir mismunandi áherslur. Leikjavísir 8. apríl 2005 00:01
EyeToy: Play 2 EyeToy myndavélin hefur farið sigurför um leikjaheiminn enda alveg frábær viðbót fyrir Playstation 2. Þeir sem þekkja ekki til EyeToy þá er það myndavél sem tengist með usb tengi við Playstation 2 vélina og er sett ofan á sjónvarpið. Leikmaðurinn stillir sér upp fyrir framan sjónvarpið og notar handa og fótahreyfingar til að spila leikina. Í EyeToy: Play 2 eru tólf nýir leikir sem ættu að ná vel í mark enda mismunandi spilunarleikar í boði. Leikjavísir 8. apríl 2005 00:01
Spider Man 2 Það sem kom kannski mest á óvart í leikjaheiminum árið 2004 var hversu góðir nokkrir leikir sem byggðir voru á bíómyndum voru. Yfirleitt er hægt að afskrifa alla slíka leiki jafnvel áður en maður spilar þá. Þessu er rignt yfir mann í hvert skipti sem einhver mynd fær góða aðsókn. Beljan er mjólkuð meðan hún gefur. En það eru alltaf undantekningar. Spider-Man 2 kom eins og þruma úr heiðskýru lofti og sló í gegn. Hann fylgir söguþráði myndarinnar algjörlega eftir en býður upp á margt annað. Leikjavísir 8. apríl 2005 00:01
Atari Anthology Það að gefa út gamla leiki aftur er alltaf frekar örugg leið fyrir framleiðendur til að græða pening á þess að þurfa að vinna mikið. Hér ákváðu Atari-menn að fá Digital Eclipse, sem eru vanir í þeirri list að “emulata” leiki til þess að setja 85 leiki af Atari 2600 og Atari Arcade á einn disk. Þetta hljómar án efa eins og góð kaup, allir þessir leikir á nokkra þúsund kalla. Digital Eclipse hafa ákveðið að setja þennan pakka upp eins og stjörnukerfið. Hægt er að velja stjörnumerki til að byrja með, sem er merkt því hvaða tegund leikirnir þar tilheyra. Þetta er flott uppsetning en verður fljótt frekar þreytt því það er svolítið vesen að fara á milli “stjörnukerfa”. En það er kannski smáatriði, það eru leikirnir sem skipta máli. Leikjavísir 8. apríl 2005 00:01
Killzone Þegar Killzone leikurinn var í framleiðslu þá var hann hylltur af mörgum sem andstæðingur skotleiksins Halo 2 en í rauninni eiga þeir lítið sameiginlegt nema að vera báðir fyrstu persónu skotleikir og hafa fjöldaspilunarmöguleika fyrir leikjatölvur. Killzone gerist í framtíðinni þar sem mannkynið hefur lagt undir sig aðrar plánetur í sólkerfinu og skiptist mannkynið niður í tvær fylkingar, Leikjavísir 8. apríl 2005 00:01
Mercenaries Það er ljóst að áhrif GTA leikjanna eru ótvíræð í leikjaheiminum. Það sannast enn og aftur í leiknum Mercenaries sem ber mikinn GTA keim. Leikurinn fjallar um málaliða sem þurfa takast á við öfgastjórn í Norður Kóreu sem hafa hertekið landið með áform um frekari landvinninga með kjarnorkuvopnum.Öfgastjórnin kallast “Deck of 52” því skúrkarnir sem þú eltist við eru 52 talsins. Ef þú nærð þeim á lífi þá þrengist hringurinn en ef þú nærð þeim látnum þá tekur lengri tíma að fara í gegnum stokkinn og einnig fær málaliðinn minna borgað fyrir vikið. Leikjavísir 8. apríl 2005 00:01
Call Of Duty 2 í vinnslu Activision og fyrirtæki þeirra Infinity Ward er komnir aftur í gang og eru að vinna að Call of Duty 2, glænýjum stórleik sem inniheldur ringulreiðina og spennuna sem var til staðar í Seinni Heimsstyrjöldinni. Þetta framhald af verðlaunaleiknum Call of Duty. Leikjavísir 7. apríl 2005 00:01
Endurbætt Lara Croft Eidos fyrirtækið hefur lekið út upplýsingum um nýja Tomb Raider leikinn, þar á meðal nafni hans, persónum, breytingum á áherslum og fleira. Í Lara Croft Tomb Raider: Legend er farið aftur í rætur seríunnar þar sem Lara var að leita að fornmunum í hinum og þessum grafhýsum. Leikjavísir 7. apríl 2005 00:01
Halo 2 aukapakki á leiðinni Miklar vangaveltur hafa verið undanfarið um aukapakka fyrir hinn vinsæla Halo 2 fyrir Xbox leikjavélina eftir að upplýsingar birtust fyrst á heimasíðu Microsoft í Kóreu og svo á Ebgames.com sem birti upplýsingar og verð á pakkanum en tók svo upplýsingarnar af síðunni. Leikjavísir 6. apríl 2005 00:01
Guðfaðirinn á leiðinni í tölvurnar Electronic Arts hafa tilkynnt útgáfu á leik byggðum á meistaraverkinu Godfather. Leikurinn verður gefin út í haust fyrir PS2, Xbox, PC og PSP og mun innihalda raddir frá leikurunum James Caan, Robert Duvall og Marlon Brando sjálfur mun koma við sögu. Leikjavísir 6. apríl 2005 00:01
Marilyn Manson með lag í Cold Fear Marilyn Manson hefur gefið tölvuleikjaframleiðandanum UbiSoft leyfi að nota lagið hans Use Your Fist and Not Your Mouth af plötunni The Golden Age Of Grotesque frá árinu 2003 í leikinn Cold Fear. Leikjavísir 6. apríl 2005 00:01
Doom í farsíma Doom leikirnir hafa verið brautryðjandi í gegnum tíðina fyrir skotleikjageirann en nú mun afbrigði af Doom sjást í farsímum í nánustu framtíð. Það sérstaka við þessa útgáfu er að leikurinn mun vera hlutverkaleikur gerður af einum höfunda Doom, John Carmack. Leikjavísir 6. apríl 2005 00:01
Simsararnir mála bæinn rauðann Í þessum öðrum aukadisk fyrir vinsælasta leik heimsins eða The Sims 2, fá simsarnir loks tækifæri á að mála bæinn rauðann. Nú er tími til að láta námið eiga sig, henda skólabókunum lengst ofan í skúffu og leggja alla orku í að verða drottning eða konungur næturinnar. Leikjavísir 6. apríl 2005 00:01
24 hertekur stafræna heiminn Sony hafa tilkynnt um samning þeirra við Twentieth Century Fox um að færa sjónvarpsþáttinn ‘24’ yfir í leik fyrir PlayStation 2. ´24: The Game’, sem verður eflaust einn af ævintýra- og hasarleikjum ársins, gerir leikmönnum kleift að stýra og upplifa glænýjan dag í lífi Jack Bauer og félaga hans hjá CTU (Los Angeles Counter Terrorist Unit). Leikjavísir 6. apríl 2005 00:01
Burnout Revenge staðfestur Hefur þú einhverntíma setið fastur í umferðarteppu og fundið reiðina byggjast upp í takt við fjölda þeirra bíla sem eru í kringum þig? Electronic Arts mun gefa þér tækifæri í september til að fá útrás fyrir þessa reiði í Burnout Revenge. Leikjavísir 6. apríl 2005 00:01