Skórnir upp í hillu vegna höfuðmeiðsla Fanney Lind Thomas, leikmaður Skallagríms í Domino's deild kvenna í körfubolta, hefur lagt skóna á hilluna, allavega tímabundið, vegna höfuðmeiðsla. Körfubolti 12. nóvember 2017 15:15
Lonzo sá yngsti í sögu NBA til að ná þrefaldri tvennu Lonzo Ball sló í nótt 12 ára gamalt met Lebron James þegar hann varð yngsti leikmaðurinn í sögu NBA til að ná þrefaldri tvennu. Körfubolti 12. nóvember 2017 10:04
Domino's Körfuboltakvöld: Slubbulegur sóknarleikur Þórs Þór Þorlákshöfn tapaði á heimavelli fyrir ÍR í sjöttu umferð Domino's deildar karla á fimmtudaginn. Körfubolti 12. nóvember 2017 08:00
Domino's Körfuboltakvöld: Dýrir tapaðir boltar hjá Stjörnunni Stjarnan tapaði fyrir nýliðum Vals 110-104 í framlengdum leik í Valshöllinni í gærkvöld. Körfubolti 11. nóvember 2017 22:30
Martin stigahæstur í tapi Martin Hermannsson var annar tveggja stigahæstu manna í liði Chalons-Reims sem lét í lægri hlut gegn Le Portel í frönsku úrvalsdeildinni í körfubolta. Körfubolti 11. nóvember 2017 20:45
Domino's Körfuboltakvöld: Þessir voru bestir í sjöttu umferð Sjötta umferð Domino's deildar karla kláraðist á stórleik Grindavíkur og KR í gærkvöld. Eftir leikinn var umferðin gerð upp í Domino's Körfuboltakvöldi þar sem sérfræðingarnir völdu leikmann og lið umferðarinnar. Körfubolti 11. nóvember 2017 19:15
Ívar: Fyrri hálfleikurinn var frábær Þrátt fyrir tap fyrir Svartfjallalandi, 62-84, í dag var Ívar Ásgrímsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í körfubolta, ánægður með frammistöðu sinna stelpna í leiknum. Körfubolti 11. nóvember 2017 18:50
Helena: Losnaði um Hildi undir körfunni Helena Sverrisdóttir var aðeins einni stoðsendingu frá því að vera með þrefalda tvennu þegar Ísland tapaði 62-84 fyrir Svartfjallalandi í undankeppni EM 2019 í kvöld. Körfubolti 11. nóvember 2017 18:35
Umfjöllun: Ísland - Svartfjallaland 62-84 | Fín frammistaða en bitlaus sóknarleikur Íslenska kvennalandsliðið í körfubolta laut í lægra haldi fyrir Svartfjallalandi, 62-84, í fyrsta leik sínum í undankeppni EM 2019 í dag. Körfubolti 11. nóvember 2017 18:15
Dominos Körfuboltakvöld: Bestu leikmenn, tilþrif og úrvalslið októbermánaðar tilkynnt | Myndbönd Tilkynnt var um bestu leikmenn, úrvalslið og bestu tilþrif mánaðarins í Dominos-deild karla og kvenna í Domninos Körfuboltakvöldi í gær. Körfubolti 11. nóvember 2017 14:15
Jón Axel gældi við þrefalda tvennu: Með 40 framlagspunkta í stórsigri Grindvíkingurinn efnilegi, Jón Axel Guðmundsson, átti sinn besta leik fyrir Davidson-háskólann í nótt og setti nýtt persónulegt met í stigaskori í bandaríska háskólakörfuboltanum. Jón skoraði 24 stig, tók 9 fráköst og gaf 8 stoðsendingar. Körfubolti 11. nóvember 2017 12:00
Ellefti sigur Celtics í röð Boston Celtics, sem spiluðu án síns besta leikmanns, Kyrie Irving, unnu endurkomusigur á Charlotte Hornets á heimavelli í nótt og hafa þar með unnið ellefu leiki í röð. Sitja þeir á toppi Austurdeildar NBA með 11 sigra og tvö töp. Körfubolti 11. nóvember 2017 10:30
Krísufundur eftir þriðja tapið í röð Leikmenn og þjálfarar Oklahoma City Thunder héldu krísufund eftir 102-94 tap fyrir Denver Nuggets í NBA-deildinni í nótt. Körfubolti 10. nóvember 2017 23:30
Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - KR 94-84 | Grindavík lagði Íslandsmeistarana Grindavík vann mikilvægan sigur á KR í Dominos-deild karla í körfuknattleik í kvöld. Lokatölur urðu 94-84 en heimamenn leiddu allan tímann og sigurinn í raun nokkuð öruggur. Körfubolti 10. nóvember 2017 22:30
Hrafn: Stórkostlegt áhyggjuefni Það var ekki bjart yfir Hrafni Kristjánssyni, þjálfara Stjörnunnar, eftir að hans menn köstuðu frá sér unnum leik gegn Val í kvöld. Körfubolti 10. nóvember 2017 22:14
Jóhann: Umræðan háværari því Lewis er að leika sér í Ameríku „Ég er mjög ánægður með sigurinn. Frammistaðan á köflum var ekkert æðisleg en það eru ljósir punktar og sigurinn góður,“ sagði Jóhann Þór Ólafsson þjálfari Grindavíkur eftir tíu stiga sigur þeirra á KR í Grindavík í kvöld. Körfubolti 10. nóvember 2017 22:05
Umfjöllun og viðtöl: Valur - Stjarnan 110-104 | Fyrsti heimasigur Vals Valur vann sinn fyrsta leik á heimavelli þegar liðið bar sigurorð af Stjörnunni, 110-104, í kvöld. Körfubolti 10. nóvember 2017 21:45
Harden afrekaði það í nótt sem aðeins Jordan og Olajuwon höfðu náð að gera í sögu NBA Það bendir orðið margt til þess að James Harden standi upp sem mikilvægasti leikmaður NBA-deildarinnar við lok tímabilsins. Körfubolti 10. nóvember 2017 20:45
Jakob og félagar áfram á toppnum Jakob Örn Sigurðarson hélt upp á endurkomu sína í íslenska körfuboltalandsliðið með því að hjálpa sínu liði Borås Basket að vinna fimm stiga útisigur á Jämtland í sænsku úrvalsdeildinni í kvöld. Körfubolti 10. nóvember 2017 19:58
Antonio Hester er ökklabrotinn | „Mikið högg fyrir félagið“ Antonio Hester mun ekki leika körfubolta með Tindastól á næstu mánuðum því í dag kom í ljós að hann ökklabrotnaði í sigrinum á Keflavík í Domino´s deild karla í körfubolta í gær. Körfubolti 10. nóvember 2017 16:53
Þrenna Harden sá um kónginn og félaga hans | Stóru þrír í OKC eru í vandræðum James Harden fór á kostum á móti Cleveland Cavaliers í NBA-deildinni í nótt. Körfubolti 10. nóvember 2017 07:30
Pabbi Lonzo Ball getur ekki talað skotin hans ofan í körfuna | Sögulega slakt Los Angeles Lakers notaði annan valrétt sinn í NBA-nýliðavalinu síðasta sumar til að velja leikstjórnandann Lonzo Ball. Körfubolti 9. nóvember 2017 22:30
Will Ferrell vill að LeBron James bjóði sig fram til forseta Bandaríski leikarinn Will Ferrell hefur miklar mætur á körfuboltamanninum LeBron James sem spilar nú með Cleveland Cavaliers í NBA-deildinni. Körfubolti 9. nóvember 2017 22:00
Umfjöllun og viðtöl: Þór Ak. - Njarðvík 85-92 | Njarðvíkursigur á Akureyri Njarðvíkingar fylgja efstu liðum deildarinnar eftir í Domino´s deild karla í körfubolta eftir sjö stiga sigur á Þór á Akureyri í kvöld, 92-85. Ingvi Rafn Ingvarsson átti stórleik fyrir heimamenn og skoraði 36 stig en það var ekki nóg. Körfubolti 9. nóvember 2017 21:45
Umfjöllun og viðtöl: Þór Þorl. - ÍR 69-77 | ÍR-ingar gefa ekkert eftir ÍR-ingar ætla ekki að gefa neitt eftir í Domino´s deild karla í körfubolta en Breiðhyltingar sóttu tvö stig í Þorlákshöfn í kvöld. ÍR vann leikinn 77-69 og hefur þar með unnið þrjá leiki í röð og fimm af fyrstu sex deildarleikjum tímabilsins. Heimamenn hafa hinsvegar aðeins unnið einn deildarleik. Körfubolti 9. nóvember 2017 21:45
Friðrik Ingi: Óásættanlegur varnarleikur Keflavík tapaði sínum fyrsta leik á heimavelli á tímabilinu í Domino's deildinni þegar liðið lá fyrir Tindastól í kvöld. Körfubolti 9. nóvember 2017 21:34
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Keflavík - Tindastóll 88-97 | Pétur fór fyrir Tindastólsliðinu eftir að Hester meiddist Tindastóll hélt sigurgöngu sinni áfram í Domino´s deild karla í körfubolta í kvöld þegar liðið vann níu stiga sigur í Keflavík, 97-88, þrátt fyrir að leika allan seinni hálfleikinn án Bandaríkjamannsins Antonio Hester. Hester meiddist illa á ökkla í fyrri hálfleik eftir að hafa skorað 16 stig á 15 mínútum. Pétur Rúnar Birgisson var með 26 stig og 13 stoðsendingar fyrir Stólana í kvöld og tók liðið á herðarnar í seinni hálfleiknum. Körfubolti 9. nóvember 2017 21:30
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Haukar - Höttur 105-86 | Haukar aftur á sigurbraut Haukar unnu öruggan sigur á Hetti, 105-86, í Domino's deild karla í kvöld. Hattarmenn eru enn án sigurs í deildinni. Körfubolti 9. nóvember 2017 21:30
Ívar: Ekki boðlegt að landsliðin séu á vergangi Illa hefur gengið að finna æfingatíma fyrir kvennalandsliðið í körfubolta sem mætir Svartfjallalandi í undankeppni EM 2019 á laugardaginn. Körfubolti 9. nóvember 2017 11:30
Helena: Þær eru eiginlega of kurteisar Íslenska kvennalandsliðið í körfubolta mætir Svartfjallalandi í fyrsta leiknum í undankeppni EM 2019 í Laugardalshöllinni á laugardaginn. Körfubolti 9. nóvember 2017 10:30