Körfubolti

Friðrik Ingi: Óásættanlegur varnarleikur

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Friðrik Ingi Rúnarsson
Friðrik Ingi Rúnarsson Vísir/Ernir
„Ákveðin vonbrigði yfir leik okkar í dag. Við vorum langt frá því besta sem við höfum sýnt þetta haustið,“ voru fyrstu viðbrögð Friðriks Inga Rúnarssonar, þjálfara Keflavíkur, eftir tap liðsins gegn Tindastól í kvöld.

Keflavík lá á heimavelli 88-97 gegn sterku liði Stólanna.

„Þetta var langt frá því besta sem við höfum sýnt.“

Cameron Forte fékk lítinn leiktíma hjá Friðrik í síðasta leikhlutanum, en hann gaf nú lítið undir það að þar lægi eitthvað stórt að baki.

„Þessi hópur sem var inn á undir lokin náði bara mjög vel saman. Eins og sást þá náðum við að minnka muninn og jafnvel hefðum getað gert meira. Ég sá enga ástæðu til að breyta því sem var þar í gangi.“

„Í sjálfu sér fannst mér það augljóst að þeir myndu klára leikinn sem komu okkur í séns að vinna.“

Hvað réði úrslitum í kvöld?

„Tindastóll var miklu grimmari. Leikmenn gengu á lagið og fengu sjálfstraust í sínum skotum. Varnarleikur okkar á tímabili var hreint út sagt skelfilegur og algjörlega óásættanlegur,“ sagði Friðrik Ingi Rúnarsson.


Tengdar fréttir

Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Tindastóll 88-97 | Pétur fór fyrir Tindastólsliðinu eftir að Hester meiddist

Tindastóll hélt sigurgöngu sinni áfram í Domino´s deild karla í körfubolta í kvöld þegar liðið vann níu stiga sigur í Keflavík, 97-88, þrátt fyrir að leika allan seinni hálfleikinn án Bandaríkjamannsins Antonio Hester. Hester meiddist illa á ökkla í fyrri hálfleik eftir að hafa skorað 16 stig á 15 mínútum. Pétur Rúnar Birgisson var með 26 stig og 13 stoðsendingar fyrir Stólana í kvöld og tók liðið á herðarnar í seinni hálfleiknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×