Körfubolti

Skórnir upp í hillu vegna höfuðmeiðsla

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Fanney Lind í leiknum gegn Val.
Fanney Lind í leiknum gegn Val. vísir/eyþór

Fanney Lind Thomas, leikmaður Skallagríms í Domino's deild kvenna í körfubolta, hefur lagt skóna á hilluna, allavega tímabundið, vegna höfuðmeiðsla.

Fanney fékk höfuðhögg í leik gegn Val fyrir mánuði og hefur ekkert spilað síðan þá.

Þetta er mikið áfall fyrir þunnskipað lið Skallagríms.

Fanney var með 8,3 stig og 3,0 fráköst að meðaltali í fyrstu þremur leikjum Skallagríms í Domino's deildinni.

Skallagrímur situr í 4. sæti deildarinnar með átta stig.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.