Íslenski boltinn

Íslenski boltinn

Fréttir, beinar lýsingar, úrslit og myndbönd úr efstu deildum í fótbolta á Íslandi.

Fréttamynd

Logi: Allir skiluðu varnarvinnunni

Logi Ólafsson, þjálfari KR, var ánægður með sína menn eftir 3-0 sigurinn gegn Fylki. Sérstaklega var Logi sáttur með varnarvinnu alls liðsins en hún hefur ekki verið nægilega góð það sem af er tímabili.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Valsstúlkur unnu Breiðablik

Íslandsmeistarar Vals unnu 2-1 sigur á Breiðabliki í Landsbankadeild kvenna á Kópavogsvelli í dag. Málfríður Erna Sigurðardóttir kom Val yfir í leiknum á 8. mínútu og Valur komst síðan í 2-0 með sjálfsmarki.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Markalaust á Skaganum

Fjórir leikir voru í Landsbankadeild karla í dag. ÍA og Valur gerðu markalaust jafntefli á Skaganum en Andri Júlíusson, leikmaður ÍA, fékk að líta rauða spjaldið seint í leiknum.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Leiknir lagði Víking

Leiknir úr Breiðholti vann í dag sinn fyrsta sigur í 1. deildinni þetta tímabilið þegar liðið vann 1-0 sigur á Víkingi Reykjavík. Daninn Rune Koertz skoraði eina mark leiksins. Fimm leikir voru í deildinni í dag.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

KSÍ styður Ólaf Ragnarsson

Dómarinn Ólafur Ragnarsson var mikið í umræðunni eftir að hann dæmdi leik Keflavíkur og ÍA í Landsbankadeildinni. Guðjón Þórðarson, þjálfari Skagamanna, gagnrýndi Ólaf harðlega í viðtölum eftir leik.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

U-21 árs liðið tapaði fyrir Norðmönnum

Íslenska U-21 árs landsliðið tapaði í kvöld 4-1 fyrir Norðmönnum í vináttuleik á Vodafonevellinum. Norska liðið náði 4-0 forystu í leiknum áður en Jón Vilhelm Ákason náði að laga stöðuna fyrir íslenska liðið í blálokin.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

HK/Víkingur lagði Keflavík

Sjöttu umferðinni í Landsbankadeild kvenna lauk í kvöld með þremur leikjum. HK/Víkingur lagði Keflavík 4-1, Fylkir vann Þór/KA 1-0 fyrir norðan og Fjölnir og Afturelding gerðu markalaust jafntefli.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Valur með fullt hús

Íslandsmeistarar Vals höfðu betur 2-1 gegn KR í stórleik kvöldsins í Landsbankadeild kvenna. Valsliðið er því eina liðið með fullt hús á toppi deildarinnar eftir leiki dagsins.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Ólafur: Hef engar áhyggjur

Ólafur Stígsson, fyrirliði Fylkis, hefur engar áhyggjur af sínum mönnum þó svo að liðið hafi tapað síðustu tveimur leikjum sínum, nú síðast fyrir Fjölni á útivelli.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Fjölnir lagði Fylki

Einn leikur fór fram í Landsbankadeild karla í knattspyrnu í kvöld. Fjölnismenn unnu 1-0 sigur á grönnum sínum í Fylki í Grafarvogi. Það var Tómas Leifsson sem skoraði markið sem réði úrslitum á 40. mínútu leiksins.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Fjölnir hefur yfir gegn Fylki

Nýliðar Fjölnis hafa yfir 1-0 gegn Fylki þegar flautað hefur verið til hálfleiks í viðureign liðanna í Grafarvogi. Fylkismenn voru betri aðilinn í fyrri hálfleiknum en heimamenn nýttu færi sín betur - skoruðu raunar úr eina markskoti sínu.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Viðtal við Guðjón Þórðarson (myndband)

Guðjón Þórðarson er enn inni í myndinni hjá skoska úrvalsdeildarfélaginu Hearts. Það mun hafa hrifið forráðamenn skoska félagsins að Terry Butcher, fyrrum fyrirliði enska landsliðsins, væri inni í myndinni sem aðstoðarmaður Guðjóns.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Guðjón: Til í Hearts ef forsendur eru réttar

"Ég get staðfest að það hefur verið leitað til mín og spurt hvort ég hafi áhuga á starfinu. Lengra er það nú ekki komið," segir Guðjón Þórðarson, þjálfari ÍA, um fréttir skoskra miðla í morgun þess efnis að hann sé að taka við skoska úrvalsdeildarliðinu Hearts.

Íslenski boltinn