Íslenski boltinn

Íslenski boltinn

Fréttir, beinar lýsingar, úrslit og myndbönd úr efstu deildum í fótbolta á Íslandi.

Fréttamynd

Ólafur: Sturtuðum þessu í klósettið

“Við vorum skynsamir í fyrri hálfleik en seinni hálfleikurinn var skítahálfleikur af okkar hálfu,” sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari Blika, svekktur í leikslok eftir að hans menn töpuðu í Keflavík í kvöld.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Boltavaktin á leikjum kvöldsins

Boltavaktin verður á sínum stað í kvöld þegar tveir spennandi leikir fara fram í toppbaráttu Landsbankadeildarinnar. Fyrri leikurinn er viðureign Keflvíkinga og Blika í Keflavík klukkan 17:15 en klukkan 21:10 taka Framarar á móti FH í Laugardalnum.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

ÍBV í Landsbankadeildina

ÍBV tryggði sér í kvöld sæti í Landsbankadeild karla í knattspyrnu á ný eftir 1-0 sigur á KS/Leiftri í kvöld. Sigurinn tryggði Eyjamönnum efsta sæti 1. deildarinnar en Stjarnan hefur náð öðru sætinu eftir leiki kvöldsins.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Vanda hættir hjá Breiðablik

Vanda Sigurgeirsdóttir, þjálfari kvennaliðs Breiðabliks í Landsbankadeildinni, mun hætta þjálfun liðsins að tímabilinu loknu. Þetta kom fram á fotbolti.net í dag. Vanda mun ætla sér í nám til Ítalíu en hún hefur stýrt liði Breiðabliks fyrir yfirstandandi leiktíð.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Annar stórsigur hjá Val

Valsstúlkur unnu í dag annan stórsigur sinn í röð í Evrópukeppninni þegar liðið skellti heimaliðinu Slovan Duslo Sala frá Slóvakíu 6-2. Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði þrennu fyrir Val annan leikinn í röð en auk hennar voru þær Málfríður Sigurðardóttir, Kristín Bjarnadóttir og Sif Atladóttir á skotskónum.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Valur burstaði Cardiff

Kvennalið Vals vann í dag 8-1 stórsigur á liði Cardiff frá Wales í riðli sínum í Evrópukeppninni sem leikinn er í Slóvakíu. Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði þrennu í leiknum og hafði Valsliðið yfir 5-1 í hálfleik.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Gravesen í tveggja leikja bann

Sex leikmenn úr Landsbankadeild karla voru úrskurðaðir í leikbann af Aga- og Úrskurðarnefnd KSÍ eftir fund í gær. Daninn Peter Gravesen hjá Fylki fékk tveggja leikja bann eftir að hafa fengið 8 áminningar í sumar.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Konan fékk leiða á að hafa mig heima

Skagamenn eygja veika von um að forðast fall úr Landsbankadeildinni. Þeir unnu aðeins sinn annan leik í sumar gegn Val á dögunum. Þar fór á kostum gamla brýnið Kári Steinn Reynisson sem hefur tekið skóna niður úr hillunni líkt og Pálmi Haraldsson.

Íslenski boltinn