Íslenski boltinn

Íslenski boltinn

Fréttir, beinar lýsingar, úrslit og myndbönd úr efstu deildum í fótbolta á Íslandi.

Fréttamynd

Gunnleifur: Spila með HK ef ekkert breytist

„Ef ekkert gerist í mínum málum á næstu dögum þá byrja ég bara að spila með HK í þessum mánuði," segir landsliðsmarkvörðurinn Gunnleifur Gunnleifsson. Kópavogsliðið lánaði Gunnleif til Vaduz í vetur en hann verður aftur orðinn löglegur með HK þegar félagaskiptaglugginn opnar þann 15. júlí.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Haraldur Freyr samningslaus

Miðvörðurinn Haraldur Freyr Guðmundsson æfir um þessar mundir með uppeldisfélagi sínu, Keflavík. Samningi hans við Apollon Limassol á Kýpur hefur verið rift en Fótbolti.net greindi frá þessu í dag.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Guðmundur Reynir til KR á ný

Guðmundur Reynir Gunnarsson er á heimleið og mun formlega vera orðinn leikmaður KR þegar félagaskiptaglugginn opnar 15. júlí. Guðmundur kemur á lánssamningi frá sænska liðinu GAIS.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Björn: Aldrei spurning í síðari hálfleik

Björn Kristinn Björnsson, þjálfari kvennaliðs Fylkis, var ekki sáttur við fyrri hálfleikinn hjá sínu liði gegn ÍBV í kvöld. Árbæjarliðið skoraði þó fjögur mörk í seinni hálfleik og Björn gat því leyft sér að brosa.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Búin að skiptast á að vinna hvort annað

Breiðablik og Þór/KA mætast í átta liða úrslitum VISA-bikars kvenna á Kópavogsvellinum í kvöld aðeins fjórum dögum eftir að liðin mættust í Pepsi-deildinni. Liðin eru nú að mætast í fimmta sinn á þessu ári og hafa þau skipts á því að vinna innbyrðisleiki sína.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Rutgers tæpur fyrir Valsleikinn

Hollenski varnarmaðurinn Mark Rutgers fór meiddur af velli í 2-0 sigri KR á Víði í VISA-bikarnum í gær. Rutgers fékk hnykk á hálsinn og var farið með hann á sjúkrahús þar sem kom í ljós að um tognun er að ræða.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Leikið í VISA-bikar kvenna í kvöld

Spennan magnast í VISA-bikar kvenna en í kvöld fara fram athyglisverðir leikir í átta-liða úrslitunum. Boðið verður upp á tvær innbyrðis viðureignir Pepsi-deildarliða þar sem Breiðablik og Þór/KA mætast annars vegar og Stjarnan og KR hins vegar.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Tíu KR-ingar slógu Víðismenn út úr bikarnum

Tíu KR-ingar náðu að tryggja sér sæti í átta liða úrslitum VISA-bikars karla með því að vinna 2-0 sigur á Víði í Garði í kvöld. Björgólfur Takefusa skoraði fyrramarkið á 42. mínútu en Guðmundur Pétursson innsiglaði sigurinn í uppbótartíma. KR-ingar léku manni færri næstum því allan seinni hálfleikinn.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

VISA-bikar karla í kvöld - Fyrsti leikur Atla með Val

Atli Eðvaldsson stýrir Valsmönnum í sínum fyrsta leik með Hlíðarendaliðið gegn KA í VISA-bikarnum í kvöld. Valsmenn þurfa að rífa sig upp eftir neyðarlegt 0-5 tap gegn FH í Pepsi-deildinni og fróðlegt verður að sjá hvernig til tekst gegn Norðanmönnum sem eru taplausir í 1. deildinni í sumar.

Íslenski boltinn