Gunnleifur: Spila með HK ef ekkert breytist „Ef ekkert gerist í mínum málum á næstu dögum þá byrja ég bara að spila með HK í þessum mánuði," segir landsliðsmarkvörðurinn Gunnleifur Gunnleifsson. Kópavogsliðið lánaði Gunnleif til Vaduz í vetur en hann verður aftur orðinn löglegur með HK þegar félagaskiptaglugginn opnar þann 15. júlí. Íslenski boltinn 9. júlí 2009 15:30
Haraldur Freyr samningslaus Miðvörðurinn Haraldur Freyr Guðmundsson æfir um þessar mundir með uppeldisfélagi sínu, Keflavík. Samningi hans við Apollon Limassol á Kýpur hefur verið rift en Fótbolti.net greindi frá þessu í dag. Íslenski boltinn 8. júlí 2009 21:45
Guðmundur Reynir til KR á ný Guðmundur Reynir Gunnarsson er á heimleið og mun formlega vera orðinn leikmaður KR þegar félagaskiptaglugginn opnar 15. júlí. Guðmundur kemur á lánssamningi frá sænska liðinu GAIS. Íslenski boltinn 8. júlí 2009 19:45
Valur og KR mætast í bikarnum Í dag var dregið í fjórðungsúrslit VISA-bikarkeppni karla og undanúrslit VISA-bikarkeppni kvenna í höfuðstöðvum KSÍ. Íslenski boltinn 8. júlí 2009 11:57
Björn: Aldrei spurning í síðari hálfleik Björn Kristinn Björnsson, þjálfari kvennaliðs Fylkis, var ekki sáttur við fyrri hálfleikinn hjá sínu liði gegn ÍBV í kvöld. Árbæjarliðið skoraði þó fjögur mörk í seinni hálfleik og Björn gat því leyft sér að brosa. Íslenski boltinn 7. júlí 2009 21:57
Sara: Tapið hvatti okkur áfram Sara Björk Gunnarsdóttir sagði að það hefði reynst Blikum vel að tapa fyrir Þór/KA í deildinni á föstudaginn síðastliðinn. Íslenski boltinn 7. júlí 2009 21:50
Stjörnukonur slógu KR út úr bikarnum í fyrsta sinn Stjarnan komst í kvöld í undanúrslit VISA-bikars kvenna eftir 3-0 sigur á KR á gervigrasinu í Garðabæ. Þetta er í fyrsta sinn sem Stjarnan vinnur KR í bikarkeppni kvenna. Íslenski boltinn 7. júlí 2009 21:12
Fylkisstúlkur skoruðu fjögur í seinni hálfleik Bikarævintýri Eyjastúlkna er á enda en þær töpuðu 4-0 fyrir Fylki í átta liða úrslitum í kvöld. ÍBV leikur í 1. deildinni og hafði lagt tvö úrvalsdeildarlið að velli í keppninni, GRV og Aftureldingu/Fjölni. Íslenski boltinn 7. júlí 2009 20:01
Umfjöllun: Naumur sigur Breiðabliks í bikarnum Breiðablik vann heldur nauman 2-1 sigur á Þór/KA í fjórðungsúrslitum VISA-bikarkeppni kvenna í spennandi leik. Þrívegis hafnaði boltinn í stöng eða slá, þar af tvisvar eftir skot gestanna. Íslenski boltinn 7. júlí 2009 19:57
Dagný og Kristín báðar með tvennu í öruggum Valssigri á Húsavík Dagný Brynjarsdóttir og Kristín ýr Bjarnadóttir skoruðu báðar tvö mörk í 4-0 sigri Vals á Völsungi á Húsavík í átta liða úrslitum VISA-bikars kvenna í kvöld. Íslenski boltinn 7. júlí 2009 19:49
Slá Eyjastelpur þriðja úrvalsdeildarliðið út í kvöld? Kvennalið ÍBV hefur gert frábæra hluti í VISA-bikar kvenna í sumar en 1. deildarliðið er komið alla leið í átta liða úrslit þar sem Eyjastúlkur mæta Fylki í Árbænum klukkan 19.15 í kvöld. Íslenski boltinn 7. júlí 2009 17:00
Búin að skiptast á að vinna hvort annað Breiðablik og Þór/KA mætast í átta liða úrslitum VISA-bikars kvenna á Kópavogsvellinum í kvöld aðeins fjórum dögum eftir að liðin mættust í Pepsi-deildinni. Liðin eru nú að mætast í fimmta sinn á þessu ári og hafa þau skipts á því að vinna innbyrðisleiki sína. Íslenski boltinn 7. júlí 2009 16:30
Rutgers tæpur fyrir Valsleikinn Hollenski varnarmaðurinn Mark Rutgers fór meiddur af velli í 2-0 sigri KR á Víði í VISA-bikarnum í gær. Rutgers fékk hnykk á hálsinn og var farið með hann á sjúkrahús þar sem kom í ljós að um tognun er að ræða. Íslenski boltinn 7. júlí 2009 15:05
Leikið í VISA-bikar kvenna í kvöld Spennan magnast í VISA-bikar kvenna en í kvöld fara fram athyglisverðir leikir í átta-liða úrslitunum. Boðið verður upp á tvær innbyrðis viðureignir Pepsi-deildarliða þar sem Breiðablik og Þór/KA mætast annars vegar og Stjarnan og KR hins vegar. Íslenski boltinn 7. júlí 2009 12:00
Ronaldo söng Viva Madrid með 80 þúsund stuðningsmönnum Real Opinber kynning Cristiano Ronaldo sem leikmanni Real Madrid fór fram fyrir framan 80 þúsund stuðningsmenn liðsins á Santiago Bernabeu. Ronaldo kom þá fram í nýju Real Madrid treyju sinni sem verður númer níu. Íslenski boltinn 6. júlí 2009 22:45
Logi: Góður sigur en dýrkeyptur Logi Ólafsson, þjálfari KR, sagði í samtali við Vísi eftir bikarleikinn við Víði í kvöld að 2-0 sigur sinna manna hafi verið góður en dýrkeyptur. Íslenski boltinn 6. júlí 2009 22:07
Umfjöllun: Stefán Logi sá rautt í sigri KR á Víði KR-ingar áttu ekki í teljandi vandræðum með Víði í Garðinum í kvöld og unnu 2-0 sigur. Þeir voru einum færri nánast allan seinni hálfleikinn. Íslenski boltinn 6. júlí 2009 22:00
Framlengt í fimm leikjum en engin vítaspyrnukeppni Framlengja þurfti fimm leiki af átta í 16-liða úrslitum VISA-bikarkeppni karla sem lauk í kvöld. Aldrei þurfti þó vítaspyrnukeppni til að knýja fram úrslit. Íslenski boltinn 6. júlí 2009 21:55
Atli: Þekkti varla leikmennina Atli Eðvaldsson viðurkennir að það hafi verið erfitt að koma inn í leik Vals og KA í kvöld eftir að hafa náð aðeins einni æfingu með Val fyrir leikinn. Íslenski boltinn 6. júlí 2009 21:45
Sigurbjörn: Verður varla sætara Sigurbjörn Örn Hreiðarsson var hæstánægður með sigur sinna manna á KA í kvöld en hann skoraði sigurmark leiksins undir lok leiksins sem þurfti að framlengja. Íslenski boltinn 6. júlí 2009 21:32
HK tryggði sér sigur á Reyni með þremur mörkum í framlengingu Þrjú mörk frá þeim Þórði Birgissyni, Hafsteini Briem og Calum Þór Bett tryggðu HK 5-2 sigur á Reyni Sandgerði í 16 liða úrslitum VISA-bikars karla á Kópavogsvelli í kvöld. HK varð því áttunda og síðasta liðið til þess að tryggja sér sæti í átta liða úrslitunum. Íslenski boltinn 6. júlí 2009 21:14
Tíu KR-ingar slógu Víðismenn út úr bikarnum Tíu KR-ingar náðu að tryggja sér sæti í átta liða úrslitum VISA-bikars karla með því að vinna 2-0 sigur á Víði í Garði í kvöld. Björgólfur Takefusa skoraði fyrramarkið á 42. mínútu en Guðmundur Pétursson innsiglaði sigurinn í uppbótartíma. KR-ingar léku manni færri næstum því allan seinni hálfleikinn. Íslenski boltinn 6. júlí 2009 19:41
Jason Kidd verður áfram hjá Dallas Mavericks Jason Kidd hefur gert nýjan þriggja ára samning við Dallas Mavericks í NBA-deildinni í körfubolta en líklegt þótti að þessi 37 ára gamli leikstjórnandi myndi finna sér nýtt lið í sumar. Íslenski boltinn 6. júlí 2009 19:30
Umfjöllun: Sigurbjörn tryggði Val sigur á KA Sigurbjörn Örn Hreiðarsson var hetja Valsmanna er hann tryggði sínum mönnum 3-2 sigur á KA með marki í lok framlengingarinnar. Þetta var leikur í 16-liða úrslitum bikarkeppni karla en staðan að loknum venjulegs leiktíma var 2-2. Íslenski boltinn 6. júlí 2009 18:46
Gummi Ben sjóðheitur í bikarleikjunum á móti Víði Guðmundur Benediktsson fær væntanlega að spila í KR-liðinu á móti Víði í VISA-bikar karla í kvöld ef Logi Ólafsson hefur kynnt sér söguna. Guðmundur hefur nefnilega skorað 5 mörk í 2 bikarleikjum sínum á móti Víði. Íslenski boltinn 6. júlí 2009 18:15
Eina taplausa lið landsins heimsækir Valsmenn í kvöld Valur tekur á móti KA í VISA-bikar karla í fótbolta í kvöld en Akureyrarliðið er eina karlalið landsins sem hefur ekki tapað leik í sumar. Leikur liðanna í 16 liða úrslitunum hefst klukkan 18.00 á Vodafone-vellinum á Hlíðarenda. Íslenski boltinn 6. júlí 2009 17:15
VISA-bikar karla í kvöld - Fyrsti leikur Atla með Val Atli Eðvaldsson stýrir Valsmönnum í sínum fyrsta leik með Hlíðarendaliðið gegn KA í VISA-bikarnum í kvöld. Valsmenn þurfa að rífa sig upp eftir neyðarlegt 0-5 tap gegn FH í Pepsi-deildinni og fróðlegt verður að sjá hvernig til tekst gegn Norðanmönnum sem eru taplausir í 1. deildinni í sumar. Íslenski boltinn 6. júlí 2009 12:00
Jóhann: Mikið sjálfstraust í liðinu Jóhann Þórhallsson skoraði þrennu eftir að hafa komið inn á sem varamaður í 6-1 sigri Fylkis á Fjarðabyggð í VISA-bikarkeppninni í kvöld. Íslenski boltinn 5. júlí 2009 22:59
Kristján: Erfitt að spila á móti þessu liði „Þetta hafðist," sagði Kristján Hauksson, varnarmaður Fram, eftir nauman 1-0 sigur liðsins á Grindavík í kvöld. Framlengingu þurfti til að knýja fram úrslit í leiknum. Íslenski boltinn 5. júlí 2009 22:27
Umfjöllun: Sex mörk Fylkismanna Fylkir vann 6-1 stórsigur á Fjarðabyggð í lokaleik dagsins í 16-liða úrslitum VISA-bikarkeppni karla í Árbænum í kvöld. Íslenski boltinn 5. júlí 2009 21:38