Íslenski boltinn

Íslenski boltinn

Fréttir, beinar lýsingar, úrslit og myndbönd úr efstu deildum í fótbolta á Íslandi.

Fréttamynd

FH vann 1-4 sigur á Stjörnunni

Íslandsmeistarar FH styrktu stöðu sína á toppi Pepsi-deildarinnar með 1-4 sigri gegn Stjörnunni á Stjörnuvelli í kvöld. Stjarnan tapaði þar með fyrsta heimaleik sínum í deild í rúmt ár.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Umfjöllun: Þróttarasigur í tilefni dagsins

Þróttarar fögnuðu 1-3 sigri gegn Fjölni í botnbaráttuslag Pepsi-deildar karla í kvöld á 60 ára afmælisdegi félagsins. Leikurinn var mjög kaflaskiptur þar sem heimamenn í Fjölni réðu ferðinni framan af leik en gestirnir í Þrótti höfðu yfirhöndina í skrautlegum seinni hálfleik þar sem tveir Fjölnismenn fuku útaf með rautt spjald.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Þorsteinn: Nú heldur baráttan áfram

„Það var talað um sex stiga leik fyrir leikinn í kvöld en við fengum víst bara þrjú,“ sagði Þorsteinn Halldórsson nýráðinn þjálfari Þróttar kátur í bragði eftir 1-3 sigur gegn Fjölni í Pepsi-deild karla á Fjölnisvelli í kvöld.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Basel sýnir Diogo hjá KR áhuga

Jordao Diogo, Portúgalinn í liði KR, hefur leikið feykilega vel að undanförnu með liðinu. Fulltrúar svissneska liðsins Basel hafa fylgst vel með leikjum KR og heillast af leikmanninum.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Gunnar Jarl nýr A-dómari

Leiknismaðurinn Gunnar Jarl Jónsson hefur verið færður upp í A-hóp dómara og má því dæma leiki í Pepsi-deild karla. Gunnar er fæddur 1983 og hefur þótt dæma virkilega vel í 1. deildinni í sumar.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Prince Rajcomar skellti sér á Þjóðhátíð í Eyjum

Sóknarmaðurinn Prince Rajcomar hjá KR lék ekki með liðinu gegn Val á sunnudagskvöld. Fram kom í fjölmiðlum að hann væri farinn út til reynslu hjá MK Dons í Englandi. Það kom því mörgum gestum Þjóðhátíðar í Eyjum á óvart að sjá leikmanninn á hátíðinni.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Hverjar velur Sigurður Ragnar á EM? - sextán ættu að vera öruggar

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari kvennalandsliðsins mun á blaðamannafundi í dag tilkynna þá 22 leikmenn sem munu leika fyrir Íslands hönd í úrslitakeppni Evrópumótsins í Finnlandi. Þessir leikmenn munu einnig taka þátt í fyrsta leik liðsins í undankeppni HM 2011 gegn Serbíu á Laugardalsvelli, laugardaginn 15. ágúst.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Gott að hafa Gumma Ben í bikarleikjum KR og Vals

Ólafur Brynjar Halldórsson heldur utan um alla tölfræði knattspyrnuliðs KR-inga og skrifar reglulega inn á heimsíðu félagsins. Ólafur bendir á það í dag á www.kr.is að það hefur reynst Val eða KR afar gott að hafa Guðmundur Benediktsson sínum meginn í innbyrðis bikarleikjum félaganna síðustu árin.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Logi: Hefði viljað geta notað Prinsinn

Logi Ólafsson þjálfari KR viðurkennir að hann hefði gjarnan viljað geta notað Prince Rajcomar í leiknum gegn Val Í VISA-bikarnum en leikmaðurinn fór óvænt á reynslu hjá c-deildarfélaginu MK Dons á Englandi.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Óskar: Ég hrinti honum bara frá og því fór sem fór

„Gríðarlega skemmtilegur sigur og sterkur hjá okkur. Það er bara mikil jákvæðni í kringum KR núna og þessi sigur lofar góðu upp á framhaldið,“ segir miðjumaðurinn Óskar Örn Hauksson hjá KR sem var atkvæðamikill í 1-3 sigrinum gegn Val í VISA-bikarnum á Vodafonevellinum í kvöld.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Gummi Ben kemur KR-ingum yfir

Guðmundur Benediktsson, fyrrum leikmaður Vals, var rétt í þessu að koma KR yfir 1-2 með marki úr vítaspyrnu eftir að brotið var á Grétari Sigfinni Sigurðarsyni í vítateignum.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Igor Pesic snýr aftur upp á Skaga

Skagamenn hafa fengið liðstyrk fyrir lokabaráttuna í 1. deild karla en eins og er liðið í miðri fallbaráttu í deildinni eftir erfiðan júlímánuð. Igor Pesic er kominn aftur til liðsins en hann lék með liðinu frá 2005 til 2006. Þetta kom fram á heimasíðu félagsins.

Íslenski boltinn