Íslenski boltinn

Íslenski boltinn

Fréttir, beinar lýsingar, úrslit og myndbönd úr efstu deildum í fótbolta á Íslandi.

Fréttamynd

Óli Stefán: Gott fyrir gamlan mann að komast í frí

„Það er vægt til orða tekið að segja að við höfum verið þreyttir í þessum leik. Það voru allir mjög þungir og leikur okkar þunglamalegir. Við vorum líka lengi í gang," sagði Óli Stefán Flóventsson Grindvíkingur eftir jafnteflið gegn ÍBV í kvöld.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Andri Ólafs.: Svekkjandi að fá ekkert víti

„Eins og við byrjuðum leikinn þá er ég svekktur að hafa ekki klárað leikinn. Þá hefðum við átt að setja annað mark á þá og jafnvel fá víti líka," sagði Andri Ólafsson, fyrirliði ÍBV, eftir leikinn gegn Grindavík í kvöld.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Umfjöllun: ÍBV á skilið að vera í efstu deild

Eftir leik Fylkis og ÍBV fyrr í sumar skrifaði ofanritaður að lið ÍBV ætti nákvæmlega ekkert erindi í efstu deild. Ég skal með glöðu geði éta það ofan í mig núna. ÍBV sýndi í kvöld, og hefur sýnt í undanförnum leikjum, að þetta lið á fullt erindi í efstu deild.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Rutgers áfram hjá KR

Knattspyrnudeild KR hefur framlengt samning sinn við Mark Rutgers til loka næsta keppnistímabils en frá þessu er greint á heimasíðu félagsins.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Alfreð: Við tókum þá bara á þeirra eigin bragði

„Eigum við ekki að segja að við höfum bara jarðað þá í fyrri hálfleik og siglt þessu svo rólega í höfn í síðari hálfleik,“ sagði markahrókurinn ungi Alfreð Finnbogason hjá Breiðabliki eftir 1-3 sigur liðsins gegn Stjörnunni á Stjörnuvelli í kvöld.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Orri Freyr: Skelfileg dómgæsla

Orri Freyr Hjaltalín fyrirliði Grindavíkur var allt annað en ánægður með Einar Örn Daníelsson dómara leiks Grindavíkur og Fylkis í kvöld sem gestirnir úr Árbænum sigruðu, 3-2.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Toppslagur í 1. deildinni

Í kvöld verður toppslagur í 1. deild karla í knattspyrnu þegar að HK tekur á móti Haukum. Liðin eru í hörkubaráttu um að komast upp í Pepsi-deildina.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Pepsi-deild karla: Falla Þróttarar í kvöld?

19. umferð Pepsi-deildar karla klárast í kvöld með þremur leikjum sem hefjast allir kl. 18. Flestra augu verða á Valbjarnarvelli þar sem Íslandsmeistarar FH mæta í heimsókn til Þróttara sem eru með bakið upp við vegg og dugir ekkert nema sigur til þess að halda á lífi möguleikanum á að bjarga sér frá falli.

Íslenski boltinn