Öll félögin í Pepsi-deild karla komin með keppnisleyfi Leyfisráð Knattspyrnusamband Íslands samþykkti í dag allar leyfisumsóknir félaganna átta sem var gefinn vikufrestur til að ganga frá útistandandi atriðum á fyrri fundi ráðsins fyrir viku síðan. Íslenski boltinn 23. mars 2010 17:48
Matthías og Kolbeinn opnuðu markareikninginn sinn - myndband Matthías Vilhjálmsson og Kolbeinn Sigþórsson skoruðu sínu fyrstu mörk fyrir A-landsliðið þegar liðið vann 2-0 sigur á Færeyjum í vináttulandsleik í Kórnum síðasta sunnudag. Kolbeinn skoraði í sínum fyrsta leik en Matthías var að leika sinn þriðja landsleik. Fótbolti 23. mars 2010 17:30
Valskonur skelltu Blikum á Hlíðarenda í gær - myndasyrpa Kvennalið Vals og Breiðabliks áttust við í Lengjubikar kvenna á gervigrasvellinum á Hlíðarenda í gær. Valur vann leikinn 5-0 með mörkum frá Kristínu Ýr Bjarnadóttur (2 mörk), Hallberu Guðnýju Gísladóttur, Dóru Maríu Lárusdóttur og Rakel Logadóttur. Fótbolti 23. mars 2010 08:15
Kristín Ýr með tvö í 5-0 sigri Vals á Blikum Kristín Ýr Bjarnadóttir skoraði tvö mörk fyrir Val þegar liðið vann 5-0 sigur á Breiðabliki á gervigrasvellinum að Hlíðarenda í kvöld en leikurinn var í A-deild Lengjubikarsins. Íslenski boltinn 22. mars 2010 22:55
Enn eitt áfallið fyrir Ernu Björk - óttast um slitin krossbönd Þjálfari kvennaliðs Breiðabliks óttast að Erna Björk Sigurðardóttir, fyrirliði Breiðabliks og byrjunarliðsmaður í íslenska kvennalandsliðinu, sé með slitin krossbönd. Erna Björk meiddist á landsliðsæfingu um helgina. Vefmiðillinn Sport.is greindi frá þessu í dag. Íslenski boltinn 22. mars 2010 19:00
Sigur Íslands í Kórnum - Myndasyrpa Um 300 áhorfendur voru mættir í Kórinn í gær til að horfa á vináttulandsleik Íslands og Færeyja. Íslenska liðið var að mestu skipað leikmönnum sem spila hér heima. Íslenski boltinn 22. mars 2010 07:30
Öruggur 2-0 sigur Íslands á Færeyjum Ísland vann sannfærandi 2-0 sigur á Færeyjum í vináttulandsleik í Kórnum. Matthías Vilhjálmsson, fyrirliði FH, og Kolbeinn Sigþórsson, leikmaður AZ Alkmaar, skoruðu mörkin. Íslenski boltinn 21. mars 2010 13:48
Jón Guðni og Valur Fannar miðverðir gegn Færeyjum Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt er mætir Færeyjum í vináttulandsleik. Íslenski boltinn 20. mars 2010 22:00
Suðurnesjaliðin unnu í Lengjubikarnum Suðurnesjaliðin Keflavík og Grindavík hrósuðu sigri í þeim leikjum sem voru í A-deild Lengjubikarsins í dag. Íslenski boltinn 20. mars 2010 18:57
Motland í FH Íslandsmeistarar FH hafa ákveðið að semja við norska framherjann Torger Motland sem hefur æft með félaginu undanfarna daga. Íslenski boltinn 18. mars 2010 17:40
Nýtt tímarit um fótbolta á íslensku - Goal kom út í dag GOAL, nýtt tímarit um fótbolta, kom út í dag en það fjallar um allt sem tengist fótboltanum, hvort sem það er enski, spænski, ítalski eða íslenski boltinn. Þetta er eina íslenska fótboltablaðið á markaðnum. Fótbolti 18. mars 2010 16:30
Hefur dæmt á Old Trafford - Dæmir í Kórnum á sunnudag Dómari í vináttulandsleik Íslands og Færeyja á sunnudag verður Claus Bo Larsen frá Danmörku. Þessi reyndi dómari leggur senn flautuna á hilluna. Fótbolti 18. mars 2010 16:00
Vantar fjárhagsgögn frá fjórum félögum í Pepsi-deildinni Leyfisnefnd KSÍ samþykkti leyfisumsóknir sjö félaga í Pepsi-deild karla í gær. Áttunda liðið, Keflavík, fékk ekki keppnisleyfi strax vegna mannvirkjamála. Íslenski boltinn 18. mars 2010 14:45
Keflavík valtaði yfir Blika Bikarmeistarar Breiðabliks áttu ekki góðan dag í kvöld er þeir mættu lærisveinum Willums Þórs Þórssonar í Keflavík í Lengjubikarnum. Lokatölur í leiknum 3-0 fyrir Keflavík. Íslenski boltinn 17. mars 2010 22:31
Þorkell Máni hættur að þjálfa Stjörnuna Kvennalið Stjörnunnar í knattspyrnu missti þjálfarann sinn í kvöld þegar Þorkell Máni Pétursson fór fram á að verða leystur undan samningi. Stjórn knattspyrnudeildar varð við þeirri beiðni. Íslenski boltinn 17. mars 2010 22:03
Guðmundur Reynir og Gunnar Örn kallaðir inn Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, hefur gert tvær breytingar á hópnum er mætir Færeyjum og Mexíkó í vináttulandsleikjum á næstu dögum. Íslenski boltinn 17. mars 2010 20:30
KR-ingar með norskan markvörð á reynslu KR-ingar eru að skoða norska markvörðinn Lars Ivar Moldskred þessa dagana en hann kom til Íslands í gær og mætti á sína fyrstu æfingu í dag. Það mátti sjá kappann á æfingu með liðinu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Íslenski boltinn 17. mars 2010 19:30
Litli bróðir Gilles Ondo samdi við Grindavík Tvítugur bróðir sóknarmannsins Gilles Mbang Ondo hefur samið við Grindavík. Beðið er eftir því að hann fái leikheimild en strákurinn lék síðast í Frakklandi. Íslenski boltinn 17. mars 2010 09:30
Sigurður Ragnar: Erfiðara og erfiðara að velja Sigurður Ragnar Eyjólfsson tilkynnti í dag 18 manna leikmannahóp fyrir leiki gegn Serbíu og Króatíu í undankeppni HM. Leikirnir verða í lok mánaðarins en Sigurður segir sífellt erfiðara að velja landsliðið. Íslenski boltinn 16. mars 2010 18:15
Hópur kvennalandsliðsins gegn Serbíu og Króatíu Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari kvennalandsliðsins, kynnti í hádeginu leikmannahóp sinn sem mætir Serbíu og Króatíu í undankeppni HM. Íslenski boltinn 16. mars 2010 13:23
Guðmundur lék með KR í gær - Guðjón horfði á Um helgina gengu KR-ingar frá lánssamningunum við þá Guðmund Reyni Gunnarsson og Guðjón Baldvinsson. Koma þeir á láni út leiktíðina frá sænska liðinu GAIS þar sem þeir hafa ekki náð að festa sig í sessi. Íslenski boltinn 15. mars 2010 09:15
Markajafntefli hjá kvennaliðum Þór/KA og Vals í Boganum Þór/KA og Valur gerðu 2-2 jafntefli í Lengjubikar kvenna í Boganum á Akureyri í gærkvöldi en bæði lið höfðu unnið fyrsta leik sinn í keppninni. Þór/KA vann 3-1 sigur á KR í fyrsta leik á sama tíma og Valur vann 4-0 sigur á Stjörnunni. Íslenski boltinn 14. mars 2010 09:00
Tvö Grindavíkurmörk eftir að þeir misstu mann útaf Grindavík vann dramatískan 3-2 sigur á Þór Akureyri í Akraneshöllinni í dag í riðli 1 í A-deild Lengjubikars karla. Þór var 2-1 yfir í leiknum þegar Grindvíkingurinn Grétar Ólafur Hjartarson var rekinn útaf fimm mínútum fyrir leikslok en Grindavíkurliðið skoraði tvö mörk manni færri. Íslenski boltinn 13. mars 2010 19:00
Skagamenn lentu 0-4 undir en náðu að tryggja sér jafntefli ÍA og Stjarnan gerðu 4-4 jafntefli í miklum markaleik í Akraneshöllinni í Riðli 1 í Lengjubikar karla í dag þar sem Stjörnumenn fóru illa með frábæra stöðu. Íslenski boltinn 13. mars 2010 13:30
Andri Steinn í Keflavík Andri Steinn Birgisson hefur náð samkomulagi við Keflavík og spilar með liðinu í Pepsi-deildinni í sumar. Andri samdi nýlega við Raufoss í Noregi en er núna kominn heim. Íslenski boltinn 12. mars 2010 18:17
Bikarúrslit karla og kvenna um sömu helgi Stjórn KSÍ ákvað á fundi sínum í gær að bikarúrslitaleikur kvenna skildi fara fram sömu helgi og karlaleikurinn. Úrslitaleikurinn hjá konunum verður því sunnudaginn 15. ágúst. Íslenski boltinn 12. mars 2010 16:00
Blikar safna peningum fyrir knattspyrnudeildina Stuðningsmenn Breiðabliks hafa hrundið af stað fjársöfnun til handa knattspyrnudeildinni. Blikar eru nýbúnir að punga út kaupverði fyrir framherjann Guðmund Pétursson og borguðu Blikar meira fyrir leikmanninn en þeir upprunalega voru til í að borga. Íslenski boltinn 12. mars 2010 15:00
Lengjubikarinn: Jafntefli hjá Fram og Val Tveir leikir voru í Lengjubikarnum í fótbolta í kvöld þar sem Reykjavíkurlið voru í eldlínunni. Fram og Valur gerðu jafntefli 1-1 í baráttuleik. Íslenski boltinn 11. mars 2010 23:30
Skautafélag Akureyrar Íslandsmeistari eftir mikla yfirburði gegn Birninum Skautafélag Akureyrar er Íslandsmeistari í íshokkí eftir frábæran sigur á Birninum í kvöld. Lokatölur voru 6-2 í leiknum sem voru verðskulduð úrslit. SA vann rimmu félaganna 3-2. Sport 10. mars 2010 21:55
Rafn Andri tryggði Blikum sigur á HK Einn leikur var í Lengjubikarnum í kvöld. Breiðablik vann 3-2 sigur á HK í Kópavogsslag sem fram fór í Kórnum. Íslenski boltinn 9. mars 2010 20:05