Íslenski boltinn

Íslenski boltinn

Fréttir, beinar lýsingar, úrslit og myndbönd úr efstu deildum í fótbolta á Íslandi.

Fréttamynd

Matthías og Kolbeinn opnuðu markareikninginn sinn - myndband

Matthías Vilhjálmsson og Kolbeinn Sigþórsson skoruðu sínu fyrstu mörk fyrir A-landsliðið þegar liðið vann 2-0 sigur á Færeyjum í vináttulandsleik í Kórnum síðasta sunnudag. Kolbeinn skoraði í sínum fyrsta leik en Matthías var að leika sinn þriðja landsleik.

Fótbolti
Fréttamynd

Valskonur skelltu Blikum á Hlíðarenda í gær - myndasyrpa

Kvennalið Vals og Breiðabliks áttust við í Lengjubikar kvenna á gervigrasvellinum á Hlíðarenda í gær. Valur vann leikinn 5-0 með mörkum frá Kristínu Ýr Bjarnadóttur (2 mörk), Hallberu Guðnýju Gísladóttur, Dóru Maríu Lárusdóttur og Rakel Logadóttur.

Fótbolti
Fréttamynd

Motland í FH

Íslandsmeistarar FH hafa ákveðið að semja við norska framherjann Torger Motland sem hefur æft með félaginu undanfarna daga.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Keflavík valtaði yfir Blika

Bikarmeistarar Breiðabliks áttu ekki góðan dag í kvöld er þeir mættu lærisveinum Willums Þórs Þórssonar í Keflavík í Lengjubikarnum. Lokatölur í leiknum 3-0 fyrir Keflavík.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

KR-ingar með norskan markvörð á reynslu

KR-ingar eru að skoða norska markvörðinn Lars Ivar Moldskred þessa dagana en hann kom til Íslands í gær og mætti á sína fyrstu æfingu í dag. Það mátti sjá kappann á æfingu með liðinu í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Tvö Grindavíkurmörk eftir að þeir misstu mann út­af

Grindavík vann dramatískan 3-2 sigur á Þór Akureyri í Akraneshöllinni í dag í riðli 1 í A-deild Lengjubikars karla. Þór var 2-1 yfir í leiknum þegar Grindvíkingurinn Grétar Ólafur Hjartarson var rekinn útaf fimm mínútum fyrir leikslok en Grindavíkurliðið skoraði tvö mörk manni færri.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Andri Steinn í Keflavík

Andri Steinn Birgisson hefur náð samkomulagi við Keflavík og spilar með liðinu í Pepsi-deildinni í sumar. Andri samdi nýlega við Raufoss í Noregi en er núna kominn heim.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Blikar safna peningum fyrir knattspyrnudeildina

Stuðningsmenn Breiðabliks hafa hrundið af stað fjársöfnun til handa knattspyrnudeildinni. Blikar eru nýbúnir að punga út kaupverði fyrir framherjann Guðmund Pétursson og borguðu Blikar meira fyrir leikmanninn en þeir upprunalega voru til í að borga.

Íslenski boltinn