Íslenski boltinn

Íslenski boltinn

Fréttir, beinar lýsingar, úrslit og myndbönd úr efstu deildum í fótbolta á Íslandi.

Fréttamynd

Stöð 2 Sport og KSÍ undirrita viðamikinn samstarfssamning

Stöð 2 og KSÍ hafa gert með sér samkomulag um samstarf sem m.a. er ætlað að stórauka stuðning og umfjöllun um fóboltaiðkun æskunnar. Í samningnum felst m.a. að Stöð 2 Sport skuldbindur sig til a.m.k. 35 beinna útsendinga frá leikjum í Pepsi-deild karla, 5 leikja í Visa-bikarkeppni karla, útsendinga frá útileikjum A – landsliðs karla og vináttulandsleikjum þess á Íslandi.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Umfjöllun: Sóknarsýning Vals gegn varnarlausum gestum

Valur vann stórsigur á Fylki 5-2 á Hlíðarenda í kvöld. Gríðarlega öflugur sóknarleikur Vals í kvöld gefur stuðningsmönnum liðsins von um að liðið sé búið að finna rétta gírinn og ef þetta er það sem koma skal eru þeir rauðu til alls líklegir þetta sumarið.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Selfoss fékk tíu milljónir frá KSÍ

Selfoss fékk 10 milljónir króna úr Mannvirkjasjóði KSÍ fyrir nýjan grasvöll sinn og áhorfendastúku. Þetta er hæsta upphæð sem Mannvirkjasjóður úthlutar í þetta sinn en alls fengu 12 verkefni samtals 31 milljón til mannvirkjagerða.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Ólafur: Ekki fallegasti leikurinn

„Við vorum miklu betri en þeir og 4-0 eru fín úrslit,“ sagði Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari Íslands, eftir sigurinn örugga á Andorra í vináttulandsleik á Laugardalsvelli um helgina.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Umfjöllun: Þolinmæðissigur á leiðinlegasta liði Evrópu

Sigur Íslands á Andorra í dag var öruggur og aldrei í hættu. Andorra er líklega með eitt allra leiðinlegasta landslið sem undirritaður hefur séð spila á Laugardalsvelli, en strákarnir pirruðu sig ekki á því og kláruðu verkefnið vel. 4-0 sigur niðurstaðan.

Fótbolti