Stjarnan með 8 mörk á KR-vellinum - Sandra markvörður skoraði Stjarnan tryggði sér fjórða sætið í Pepsi-deild kvenna með 8-0 sigri á KR í fyrsta leik lokaumferðar deildarinnar sem klárast síðan á sunnudaginn. Lindsey Schwartz og Rachel Rapinoe skoruðu báðar tvö mörk í leiknum en markvörðurinn Sandra Sigurðardóttir var meðal markaskorara Stjörnunnar í leiknum. Íslenski boltinn 24. september 2010 19:30
17 ára landsliðið vann Tyrki sem enduðu níu inn á vellinum Íslenska 17 ára landsliðið vann 2-0 sigur á Tyrkjum í öðrum leik liðsins í undanriðli fyrir EM en riðilinn fer fram á Íslandi. Fylkismaðurnn Hjörtur Hermannsson og Blikinn Oliver Sigurjónsson skoruðu mörk íslenska liðsins en leikið var í Víkinni. Íslenski boltinn 24. september 2010 17:54
Lokaumferðin í beinni fyrir utan landsteinana Lokaumferð Pepsi-deildar karla fer fram á morgun og nú er orðið ljóst að Íslendingar erlendis fá tækifæri til fylgjast með gangi mála á Sporttv.is. Útsending Stöð 2 Sport frá lokaumferðinni verður aðgengileg á netinu. Íslenski boltinn 24. september 2010 17:30
Heimir: Umræðan hefur verið hættuleg fyrir okkur FH er eitt af þeim þremur liðum sem á möguleika á Íslandsmeistaratitlinum þegar lokaumferð Pepsi-deildar karla fer fram á morgun. Íslenski boltinn 24. september 2010 16:45
Heimir: Kannski er þetta ár landsbyggðarinnar Heimir Hallgrímsson, þjálfari ÍBV, hefur ekki velt sér mikið upp úr öðrum leikjum en sínum í lokaumferð Pepsi-deildar karla sem fer fram á morgun. Íslenski boltinn 24. september 2010 15:45
Ólafur: Kylfingur breytir ekki sveiflu sinni í miðri keppni Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks, líst vel á sína menn degi fyrir lokaumferð Pepsi-deildar karla. Ef Blikar vinna sinn leik á morgun verða þeir Íslandsmeistarar í fyrsta sinn í sögu félagsins. Íslenski boltinn 24. september 2010 15:15
Blikar ætla að mæta í fjólubláum V-hálsmálspeysum í Garðabæinn Einhverjir stuðningsmenn Blika ætla að klæðast fjólubláum V-hálsmálspeysum á leik liðsins gegn Stjörnunni í lokaumferð Pepsi-deildar karla á morgun. Íslenski boltinn 24. september 2010 12:45
Ekki uppselt á Stjörnuvöllinn - forsala í dag Ekki er enn orðið uppselt á leik Stjörnunnar og Breiðabliks sem fer fram á morgun en þá geta Blikar tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í fyrsta sinn í sögu félagsins. Íslenski boltinn 24. september 2010 12:05
Hólmfríður og félagar í úrslitaleik WPS-deildarinnar Philadelphia Independence, lið Hólmfríðar Magnúsdóttur, tryggði sér í nótt sæti í úrslitaleik bandarísku atvinnumanndeildarinnar í knattspyrnu, WPS, með 2-1 sigri á Boston Breakers í framlengdum leik. Íslenski boltinn 24. september 2010 09:15
Búið að raða niður dómurum á lokaumferðina Dómaranefnd KSÍ hefur raðað niður dómurum á lokaumferð Pepsi-deildar karla sem fram fer á laugardaginn. Kristinn Jakobsson, Jóhannes Valgeirsson og Gunnar Jarl Jónsson dæma leikina sem ráða því hvar Íslandsbikarinn endar í ár. Íslenski boltinn 23. september 2010 21:15
Arsenal-draumur Vals dvínaði verulega eftir 3-0 tap á Spáni Íslands- og bikarmeistarar Vals töpuðu 3-0 fyrir spænska liðinu Rayo Vallecano de Madrid í fyrri leik liðanna í 32 liða úrslitum Meistaradeildar kvenna í fótbolta í kvöld. Íslenski boltinn 23. september 2010 19:41
Sara Björk: Við hefðum getað gert betur „Þetta féll ekki með okkur í dag. Við fengum mark á okkur snemma sem við ætluðum ekki að gera, svo náðum við ekki að halda boltanum næginlega vel og mér fannst vera smá stress í hópnum. Við náðum ekki að gera það sem við ætluðum að leggja upp með," sagði Sara Björk Gunnarsdóttir, eftir 0-3 tap Breiðabliks fyrir franska liðinu Juvisy Essonne á Kópavogsvelli í dag í fyrri leik liðanna í 32 liða úrslitum Meistaradeildar kvenna í fótbolta. Íslenski boltinn 23. september 2010 19:30
Hlín: Margt jákvætt í leiknum sem við tökum með okkur út Breiðablikskonur töpuðu 0-3 á heimavelli í fyrri leik sínum við franska liðið Juvisy Essonne á Kópavogsvellinum í dag. Breiðabliksliðið varðist lengstum vel í leiknum en fékk á sig tvö mörk á síðustu 18 mínútum leiksins. Íslenski boltinn 23. september 2010 19:15
Blikakonur töpuðu 0-3 í fyrri leiknum á móti Juvisy Breiðablikskonur töpuðu 0-3 fyrir franska liðinu Juvisy Essonne á Kópavogsvelli í dag í fyrri leik liðanna í 32 liða úrslitum Meistaradeildar kvenna í fótbolta. Franska liðið var mun sterkara liðið og baráttuglaðar Blikakonur komust lítið áleiðis í sóknarleik sínum. Róðurinn verður því þungur fyrir Breiðabliksliðið í seinni leiknum í Frakklandi eftir þrjár vikur. Íslenski boltinn 23. september 2010 17:43
Jón Guðni frá í 3-4 vikur Jón Guðni Fjóluson missir af leik Fram um helgina og mögulega af leikjum U-21 landsliðsins gegn Skotum þar sem hann fékk botnlangabólgu. Íslenski boltinn 23. september 2010 15:15
Fimm stuðningsmönnum ÍBV bannað að fara með í hópferð Forráðamenn knattspyrnudeildar ÍBV hafa bannað fimm stuðningsmönnum liðsins að fara með í hópferð á leik liðsins gegn Keflavík í lokaumferð Pepsi-deildar karla um helgina. Íslenski boltinn 23. september 2010 13:15
KR og ÍBV sektuð KR og ÍBV hafa verið sektuð um 25 þúsund krónur eftir að mál liðanna voru tekin fyrir á fundi Aga- og úrskurðarnefndar KSÍ á þriðjudagskvöldið. Íslenski boltinn 23. september 2010 09:00
Önnur markaveisla hjá sautján ára stelpunum - 24 mörk í 2 leikjum Íslenska 17 ára landsliðið er að gera frábæra hluti í undankeppni EM í Búlgaríu en liðið fylgdi eftir 14-0 sigri á Litháen á mánudaginn með því að vinna 10-0 sigur á heimastúlkum í Búlgaríu í dag. Íslenski boltinn 22. september 2010 14:45
Sautján leikmenn verða í banni í lokaumferð Pepsi-deildar karla Níu af tólf liðum Pepsi-deildar karla verða með leikmenn í banni í lokaumferðinni á laugardaginn en Aga- og úrskurðarefnd KSÍ er búið að gefa út vikulegan lista sinn yfir þá leikmenn sem eru komnir í leikbann. Íslenski boltinn 21. september 2010 17:45
Guðmundur Pétursson með slitið krossband Blikinn Guðmundur Pétursson hefur fengið það staðfest að hann er með slitið krossband en hann meiddist á hné á móti sínum gömlu félögum í KR í 20. umferð Pepsi-deildar karla. Þetta kemur fram á vefsíðunni fótbolti.net. Íslenski boltinn 21. september 2010 15:45
Given fæst ekki ódýrt Roberto Mancini, knattspyrnustjóri Manchester City, segir að félagið ætli sér ekki að selja markvörðinn Shay Given á afsláttarverði. Íslenski boltinn 21. september 2010 14:45
Vilja halda Bjarna Forráðamenn knattspyrnudeildar Stjörnunnar vilja halda Bjarna Jóhannssyni sem þjálfara meistaraflokks karla. Íslenski boltinn 21. september 2010 12:45
Bráðabirgðastæði á Stjörnuvellinum um helgina Stjörnumenn ætla sér að koma upp bráðabirgðastæðum fyrir leik liðsins gegn Breiðabliki í lokaumferð Pepsi-deildar karla um helgina. Íslenski boltinn 21. september 2010 12:15
Stuðningsmenn ÍBV fóru inn í matsal Stjörnumanna Þrír stuðningsmenn ÍBV fóru inn í matsal Stjörnumanna eftir leik liðanna í Vestmannaeyjum á sunnudaginn. „Þetta voru einhverjir þrír strákar með bjór og alger dólgslæti,“ segir Halldór Orri Björnsson, leikmaður Stjörnunnar, í samtali við Fótbolti.net. Íslenski boltinn 21. september 2010 09:15
FIFA leiðréttir Dómaranefnd KSÍ - víti Halldórs Orra var ólöglegt Dómaranefnd KSÍ hafði ekki rétt fyrir sér þegar hún gaf frá sér yfirlýsingu um að vítið, sem Halldór Orri Björnsson tók fyrir Stjörnuna á móti FH í 20. umferð Pepsi-deildar karla, hafi verið löglegt. Dómaranefnd FIFA var send „klippa“ af atvikinu og hefur hún sent KSÍ sitt álit. Íslenski boltinn 20. september 2010 21:00
Greta Mjöll heldur áfram að skora fyrir Northeastern Greta Mjöll Samúelsdóttir var áfram á skotskónum með Northeastern háskólaliðinu um helgina en hún skoraði eitt marka liðsins í 3-1 sigri á New Hampshire Wildcats. Íslenski boltinn 20. september 2010 20:30
Stelpurnar stútuðu Litháen í fyrsta leiknum Íslenska 17 ára landsliðið vann risasigur í fyrsta leik sínum í sínum riðli í undankeppni EM en íslenska liðið vann 14-0 sigur á Litháen í dag. Guðmunda Brynja Óladóttir (Selfoss) og Aldís Kara Lúðvíksdóttir (FH) skoruðu báðar þrennu í leiknum. Íslenski boltinn 20. september 2010 16:15
Davíð Þór slapp við alvarleg meiðsli Svo virðist sem að Fylkismaðurinn Davíð Þór Ásbjörnsson hafi sloppið við alvarleg höfuðmeiðsli en hann var fluttur á sjúkrahús í gær. Íslenski boltinn 20. september 2010 15:15
Öll mörk 21. umferðar Pepsi-deildarinnar á Vísi Eins og ávallt má sjá samantektir úr öllum leikjum nýliðinnar umferðar í Pepsi-deildar karla hér á Vísi. Íslenski boltinn 20. september 2010 14:45
Ólafur: Góð tilfinning að spila áfram í efstu deild ,,Það er góð tilfinning að fá að spila í efstu deild að ári,“ sagði Ólafur Örn Bjarnason ,þjálfari Grindvíkinga, eftir leikinn í kvöld. Grindavík og KR gerðu 3-3 jafntefli í 21.umferð Pepsi-deildar karla í kvöld en leikið var í Grindavík. Íslenski boltinn 19. september 2010 20:43